Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring7 Október 2019European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion

Pólskur læknanemi skarar fram úr í Austurríki

EURES netið býður upp á fjölda tækifæra fyrir ungt fólk, allt frá starfsnámi og námssamningum upp í fullar stöður um alla Evrópu. Læknanemi frá Póllandi fór að leita að starfstækifærum þegar myndaðist eyða á árinu, og sneri hún sér þá til EURES varðandi stuðning.

Polish medical student excels in Austria
EURES

Anna Chaszczowska er 25 ára gamall læknanemi sem er um það bil að byrja á lokaári sínu í námi við Pomeranian Medical University í Szczecin, í Póllandi. Vegferð hennar EURES hófst þegar hún byrjaði að leita að starfstækifærum erlendis vegna þess árs þegar eyða myndaðist hjá henni.

“Helsta áhugamál mitt er tvímælalaust ferðalög,” útskýrir Anna. “Meðan ég var í háskólanum reyndi ég að tengja saman námið og áhugamál mitt með því að sinna starfsnámi í mismunandi löndum. Helsta markmið mitt var að öðlast reynslu og bæta tungumálafærni mína.”

Einn vina hennar kom henni í samband við Anna Uberman, sem er EURES starfsmaður hjá EURES í Póllandi. “Ég hitti Anna Chaszczowska á skrifstofu minni í janúar 2019,” útskýrir Anna Uberman. “Hún var í leyfi frá háskólanum og vildi nota tímann til að læra þýsku, og til að ferðast og vinna sér inn peninga.”

Anna Uberman byrjaði með því að skoða tækifæri innan Póllands áður en hún fór að líta til annarra landa. Það var þegar hún fór að hafa samráð við Gerhard Bogensberger frá EURES í Austurríki sem hún fann það sem hún var að leita að. “Við hófum samstarf við EURES í Austurríki á liðnu ári” upplýsir Anna okkur. “Við skipuleggjum starfsnám nemenda fyrir skóla. Gerhard var með tilboð um eins mánaðar starfsnám á sjúkrahúsi í Austurríki og ég sendi honum ferilskrá Anna Chaszczowska.”

“Vegna framúrskarandi greiðvikni og fagmennsku Anna Uberman tókst mér að útbúa fullkomna ferilskrá og mér fannst ég vera vel undirbúin fyrir allt ráðningarferlið,” bætir Anna Chaszczowska við.

Gerhard þótti mikið til koma varðandi gögn og meðmæli Anna og setti sig umsvifalaust í samband við læknanemann. “Ég sendi því næst upplýsingarnar frá henni til lækningaforstjórans hjá ríkisspítalanum í Tamsweg,” segir hann. “Lækningaforstjórinn hafði samband beint við Anna og að loknu stuttu viðtali bauð hann henni starfsnám.”

Anna samþykkti tilboðið og byrjaði fljótt að falla vel inn í nýja umhverfið. “Vegna aðstoðar starfsmanna sjúkrahússins, tókst mér að finna íbúð á ákjósanlegum stað í nokkurra mínútna fjarlægð frá sjúkrahúsinu. Ennfremur var hverjum starfsnema boðið að fá þrjár máltíðir á dag, sem ég mat mikils. Þetta var gott tækifæri til að kynnast matarvenjum staðarins!”

“Á hverjum degi átti ég kost á að fylgjast með mismunandi skurðaðgerðum sem ég gat reyndar aðstoðað við,” segir hún um starfið. “Ég aðstoðaði lækna á skurðstofunni og í sjúkrabifreiðinni.”

Þegar starfsnámið hófst var miðað við einn mánuð en þetta breyttist fljótlega í tvo mánuði vegna þess að Anna skaraði fram úr. “viðbrögðin frá vinnuveitandanum voru mjög jákvæð,” greinir Gerhard okkur frá. “Þau voru mjög ánægð með störf Önnu.”

Og hver er skoðun Önnu á dvöl sinni í Austurríki? “Nú fáeinum mánuðum eftir starfsnám mitt er ég mjög ánægð með að ég skyldi taka þátt í svona ágætu verkefni,” greinir hún frá með ánægju. “Ég bætti sannarlega við þekkingu mína á þýsku og kynntist framúrskarandi fólki. Ég er sannfærð um að vegna þessa hef ég víkkað út sjóndeildarhring minn og öðlast færni sem ég hefði ekki lært í Póllandi.”

“EURES samstarfsnetið virkar í raun,” segir Anna Uberman brosandi.

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finna EURES-starfsfólk

Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures-löndum

Vinnugagnagrunnur Eures

Þjónusta Eures fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal Eures

Næstu viðburðir á Netinu

Eures á Facebook

Eures á Twitter

Eures á LinkedIn

Upplýsingar

Viðfangsefni
EURES bestu starfsvenjurÁrangurssögurUngmenni
Tengdir hlutar
Búseta & atvinna
Geirinn
Accomodation and food service activitiesActivities of extraterritorial organisations and bodiesActivities of households as employers, undifferentiated goods- and servicesAdministrative and support service activitiesAgriculture, forestry and fishingArts, entertainment and recreationConstructionEducationElectricity, gas, steam and air conditioning supplyFinancial and insurance activitiesHuman health and social work activitiesInformation and communicationManufacturingMining and quarryingOther service activitiesProfessional, scientific and technical activitiesPublic administration and defence; compulsory social securityReal estate activitiesTransportation and storageWater supply, sewerage, waste management and remediation activitiesWholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.