Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring21 Febrúar 2018European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion

Hin persónulegu tengsl: Raunverulegar sögur um að láta hlutina ganga upp í Danmörku

Workindenmark hefur gefið út nýjan bækling þar sem teknar eru saman nokkrar sögur af fólki sem hefur náð góðum árangri eftir að hafa tekið þá djörfu ákvörðun að búa og starfa í Danmörku.

The personal touch: Real stories of making it work in Denmark.

Í bæklingnum, sem heitir "Að láta hlutina ganga upp í Danmörku", er fjallað um reynslu og mótlæti átta einstaklinga, öllum úr mjög ólíkum starfsstéttum, sem yfirgáfur heimili sín, vini og fjölskyldur til að hefja danskt ævintýri.

Workindenmark er opinber vinnumiðlun sem hefur það markmið að hjálpa alþjóðlegum umsækjendum að finna starf á danska markaðnum og aðstoða vinnuveitendur að finna starfsfólk í stöður sem erfitt er að manna. Bæklingurinn er gefinn út sem hjálpargagn til að gefa raunverulega tilfinningu fyrir því hvað það þýðir að flytjast búferlum og búa í Danmörku sem útlendingur.

"Að láta hlutina ganga upp í Danmörku" sýnir þau fjölmörgu tækifæri sem er að finna á danska vinnumarkaðnum. Einstaklingarnir sem koma fram í bæklingnum fundu nýjar stöður á ýmsum starfssviðum, svo sem í verkfræði, heilbrigðisþjónustu, lífsvísindum, fjarskiptum og upplýsingatækni.

Bæklingurinn býður upp á innsýn í ástæðurnar fyrir flutningnum, fyrstu kynnin af landinu og menningunni, erfiðleikana sem fólk glímdi við og hvernig það komst yfir þá, og blæbrigðamuninn sem það tók eftir við komuna til landsins.

Eins og Pedro Leitao, sem flutti til Aars frá Lissabon, Portúgal nefnir: "Það sem kom mér mest á óvart var hvað Danirnir voru opnir ... eftir aðeins tvær vikur hafði ég fengið boð um að koma í kvöldverð."

Aðrir útskýra hvað þeim kom á óvart hvað það er lítil stigskipting í danska stjórnunarstrúktúrnum, sem gerir fólki kleift að ná starfsframa hraðar og á auðveldari hátt en í sumum öðrum löndum.

Bæklingurinn gefur þér dýpri skilning á vinnu-lífs jafnvæginu í Danmörku. Eins og Fabrizio Moroni, sem er frá Mílanó en býr núna í Skanderborg, segir: "Það sem hefur komið mér virkilega á óvart er sú staðreynd að hér er allt mun afslappaðra en ég á að venjast, en samt eru afköstin mikil ... Hérna vinn ég minna, en á markvissari hátt. Það er stór munur á vinnumenningu.

Bæklingurinn gefur þér góða tilfinningu fyrir þeim raunveruleika sem felst í því að taka slíkt skref. Þetta er meira en tölfræði og tölur, heldur raunverulegt fólk og reynsla þess, í þeirra eigin orðum.

Ef þú ert að leita að nýju starfi, breytingu á starfsferli og nýjum lífsmáta, því ekki að íhuga Danmörku. Hafðu samband við Workindenmark til að fá þitt eigið eintak af ‘Að láta hlutina ganga upp í Danmörku’ eðasæktu pdf útgáfuna á vefsíðunni. Þú getur haft samband með tölvupósti workindenmarkatworkindenmark [dot] dk (workindenmark[at]workindenmark[dot]dk) eða í gegnum lifandi spjall á hverjum föstudegi frá 10 f.h. - 1 e.h. (CET).

 

Tengdir hlekkir:

Workindenmark

 

Nánari upplýsingar:

Finna EURES Ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures-löndum

EURES Vinnugagnagrunnur

EURES þjónusta fyrirvinnuveitendur

Viðburðadagatal Eures

Væntanlegir Viðburðir á netinu

EURES á Facebook

Eures á Twitter

EURES á LinkedIn

Upplýsingar

Viðfangsefni
Árangurssögur
Tengdir hlutar
Búseta & atvinna
Geirinn
Accomodation and food service activitiesActivities of extraterritorial organisations and bodiesActivities of households as employers, undifferentiated goods- and servicesAdministrative and support service activitiesAgriculture, forestry and fishingArts, entertainment and recreationConstructionEducationElectricity, gas, steam and air conditioning supplyFinancial and insurance activitiesHuman health and social work activitiesInformation and communicationManufacturingMining and quarryingOther service activitiesProfessional, scientific and technical activitiesPublic administration and defence; compulsory social securityReal estate activitiesTransportation and storageWater supply, sewerage, waste management and remediation activitiesWholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.