Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring13 September 2019European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion3 min read

Frá París til Dyflinnar: Saga Juliette

Juliette var að vinna í París þegar hún heyrði um EURES í fyrsta skipti. Fyrir þá sem eru að útskrifast úr viðskiptaháskólum í Frakklandi, eru 90% af viðeigandi störfum að finna í París. Juliette vildi breyta til og hana langaði að fara erlendis, og þar sem hún hafði áður verið sjálfboðaliði í útlöndum, ákvað hún að það væri kominn tími til að leita að starfi erlendis.

From Paris to Dublin: Juliette’s story
Shutterstock

Juliette skráði sig hjá EURES í Frakklandi (Pôle emploi) til að auka líkurnar á að finna starf erlendis. Sébastien Faure, sem er starfsmaður hjá EURES í Frakklandi, ráðlagði Juliette að skoða fyrirtæki í Írlandi þar sem þau ráða margt ungt starfsfólk sem kemur víðsvegar að úr heiminum. EURES í Frakklandi aðstoðaði Juliette einnig við leit hennar að starfi með því að hvetja hana til að gefast ekki upp þegar hún hélt að öll von væri úti, og veitti henni fjárhagsaðstoð til að mæta í viðtöl.

Juliette fékk sérsniðna aðstoð frá Sébastien, sem hóf störf hjá opinberu vinnumiðluninni í Frakklandi árið 2007. "Ég starfa á deildinni Alþjóðleg atvinnumiðlun og hreyfanleiki hjá Pôle emploi, og er einn af um 70 starfsmönnum hjá EURES í Frakklandi," útskýrir hann. "Við aðstoðum um 7.000 umsækjendur við verkefni sem tengjast hreyfanleika á milli landa og birtum um 6.000 atvinnuauglýsingar á hverju ári víðsvegar að úr heiminum. Verkefni okkar er að aðstoða umsækjendur með því að veita þeim upplýsingar um búsetu- og atvinnuskilyrði, og hjálpa þeim við atvinnuleit í Evrópu og um allan heim. Við aðstoðum einnig Evrópsk og erlend fyrirtæki við ráðningar og stafræna þjónustu."

Með aðstoð frá EURES, er Juliette núna með varanlegan starfssamning og starfar við stjórnun viðskiptatengsla (CRM) á skýjaverkvangi sem aðstoðar fyrirtæki við að eiga í samskiptum við viðskiptavini sína, og er staðsett í Dyflinni. Hún hóf störf hjá fyrirtækinu í febrúar 2019 sem var hluti af framhaldsnámi í sölufræðum. Að starfa erlendis hefur gert Juliette kleift að kynnast nýju fólki og bæta enskukunnáttu sína. "Með því að búa í Evrópu get ég oft hitt fjölskyldu mína og vini á sama tíma og ég fæ að upplifa að starfa erlendis," útskýrir hún.

Helst áskorunin fyrir Juliette við að flytja til að starfa í nýju landi hefur verið pappírsvinna og það að vera fjarri fjölskyldu og vinum, jafnvel þó að stutt sé að fljúga heim til þeirra. Hún segir einnig að henni hafi fundist erfitt að venjast veðrinu. "Hinsvegar er Írland magnað land þar sem býr frábært fólk," segir Juliette. "Dyflinn er mjög dýnamísk borg þar sem er er að finna margt fólk sem kemur víðsvegar að úr heiminum, sem er mjög spennandi."

Hverjar eru helstu ráðleggingar Juliette fyrir aðra sem eru að hugsa um að flytja erlendis í leit að sambærilegri lífsreynslu? "Ekki hika við að sækja um. Ekki vera hrædd/ur.  Að búa erlendis er mögnuð uppllifum sem gerir þér kleift að þróast sem manneskja og víkka sjóndeildarhringinn.  Ég mundi sannarlega mæla með EURES.”

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finna EURES-starfsfólk

Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures-löndum

Vinnugagnagrunnur Eures

Þjónusta Eures fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal Eures

Næstu viðburðir á Netinu

Eures á Facebook

Eures á Twitter

Eures á LinkedIn

Upplýsingar

Viðfangsefni
  • Ytri EURES fréttir
  • Árangurssögur
  • Ungmenni
Tengdir hlutar
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.