
HVAÐ... er NGO?
NGO stendur fyrir frjáls félagasamtök, samtök sem starfa ekki í gróðaskyni og starfa óháð yfirvöldum. Þau eru oft góðgerðarsamtök og eru gjarnan sérstaklega virk í baráttunni gegn fátækt, lélegri heilsugæslu, umhverfismálum og félagslegri útilokun.
Frjáls félagasamtök geta verið allt frá samfélagsdrifnum framtökum til alþjóðlegra samtaka sem vinna um allan heim. Þau eru venjulega fjármögnuð af frjálsum framlögum, og sameina fólk sem deilir sameiginlegum hugðarefnum og reynir að ná fram breytingum.
HVAÐA... frjálsu félagasamtök eru í Evrópu?
Í árlegum lista yfir stærstu 500 frjálsu félagasamtökin í heiminum 2016, Top 500 NGOs World 2016, er að finna 185 samtök sem eru með höfuðstöðvar sínar í Evrópu – sem er meira en þriðjungur heildarlistans. Frjáls félagasamtök í Evrópu eru mismunandi að stærð, markmiði og eðli, og bjóða upp á margskonar atvinnutækifæri. Þau þekktustu eru t.d.:
- Oxfam (Bretland): Oxfam, sem stofnað var 1942, eru alþjóðlega frjáls félagasamtök sem hafa það að markmiði að uppræta fátækt, veita hamfarahjálp og berjast fyrir mannréttindum.
- Médecins Sans Frontières (Frakkland/Sviss): ‚Læknar án landamæra‘, Médecins Sans Frontières eru frjáls mannúðarsamtök sem þekkt eru fyrir vinnu sína í þróunar- og stríðshrjáðum löndum – og samtökin unnu einnig Friðarverðlaun Nóbels 1999.
- Foundation for Environmental Education (Danmörk): FEE, alþjóðleg regnhlífarsamtök með meðlimi í yfir 70 löndum um allan heim, styður sjálfbæra þróun með umhverfismenntun.
- APOPO (Belgía/Tansanía): APOPO, frjáls félagasamtök með einstaka nálgun, þjálfa afrískar risapokarottur til að finna jarðsprengjur og berkla.
- Greenpeace (Kanada/Holland): Heimsfrægu frjálsu félagasamtökin Greenpeace sem voru stofnuð í Kanada, eru núna með höfuðstöðvar í Hollandi og skrifstofur í meira en 40 löndum.
HVAÐ... er ESB að gera til að tengjast frjálsum félagasamtökum í Evrópu?
Sem hluti af Evrópa 2020 áætluninni um snjallhagvöxt, sjálfbæran hagvöxt og hagvöxt fyrir alla, hefur framkvæmdastjórn ESB sett það í forgang að koma á og styrkja samvinnu á milli stofnanna ESB, ríkis- og héraðsstjórna og evrópskra hagsmunaaðila.
Sérstakir framkvæmdastjórar nefnda ESB vinna einnig náið með frjálsum félagasamtökum í gegnum atburði eins og hálfsárslega fundi þar sem frjálsum félagasamtökum er boðið að ræða núverandi málefni samfélagsins (DG JUST, skipulagt með Social Platform) og tekur þátt í samtali hagsmunaaðila við frjáls félagasamtök á ESB-stigi og aðila vinnumarkaðarins (DG EMPL innan ramma Evrópsks vettvangs til að reisa skorður við fátækt og félagslegri útilokun).
Efnahags og fjármálanefnd Evrópusambandsins er ráðgjafaraðili Evrópusambandsins meðlimir hverrar eru fulltrúar vinnuveitenda, verkamanna og hinna ýmsu hagsmunaaðila. Eitt af meginþemum nefndarinnar er borgaralegt samfélag, sérstaklega á hvaða hátt ákveðið fólk og samtök eru nauðsynleg fyrir pólitískar framfarir. Nýliðnir Dagar borgaralegs samfélags 2017 (26. - 27. júní) lögðu áherslu á hlutverk borgaralegra samtaka sem brú á milli fólks og Evrópustofnanna og hvernig þau geta boðið ESB upp á ný sjónarhorn og lausnir.
AF HVERJU... vinna fyrir frjáls félagasamtök?
Eitt af því besta við að vinna fyrir frjáls félagasamtök er vitneskjan um að þú stuðlar að raunverulegum breytingum á heiminum og lífum þeirra sem lifa í honum. Frjáls félagasamtök geta gert þeir kleift að sjá áhrifinn af erfiði þínu frá fyrstu hendi, sem er einstaklega gefandi bæði í starfi og persónulega.
Auk þess er skipulag frjálsra félagasamtaka oft minna stigskipt heldur en hjá venjulegum fyrirtækjum, og þú gætir haft meiri möguleika á að þróa með þér margskonar hæfni og þekkingu með því að vinna á mismunandi sviðum.
HVAR... get ég séð starfstækifæri innan frjálsra félagasamtaka?
Vefsíða EURES sýnir auglýsingar um ýmiskonar störf, lærlingastöður og starfsnám frá fyrirtækjum um alla Evrópu, þ.m.t. frjálsum félagasamtökum.
Starfatorg á netinu leyfa þér oft að sía tiltæk störf eftir ‚gerð samtaka‘, og þannig geta þau verið góð leið til að finna tækifæri hjá frjálsum félagasamtökum innan þíns áhugasviðs. Fljótleg netleit sýnir þér lista yfir helstu netvinnumiðlanir í þínu landi.
Vefsíður eins og Euro Brussels, Global Jobs og Impact Pool eru einnig með fjölmörg tækifæri innan frjálsra félagasamtaka, bæði innan Evrópu sem utan. Hvers vegna ekki að athuga þær líka?
Að finna tækifæri er aðeins fyrsta skrefið. Þú þarft að fínpússa ferilskránna þína, skrifa frábært kynningarbréf og negla viðtalið... og við erum með þér alla leið!
Tengdir hlekkir:
Evrópsks vettvangs til að reisa skorður við fátækt og félagslegri útilokun
Dagar borgaralegs samfélags 2017
Auglýsingar um ýmiskonar störf, lærlingastöður og starfsnám
þ.m.t. frjálsum félagasamtökum
Nánari upplýsingar:
Finna EURES-ráðgjafa
Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES-löndum
VinnugagnagrunnurEURES
Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur
Viðburðadagatal EURES
Næstu viðburðir á Netinu
EURES á Facebook
EURES á Twitter
EURES á LinkedIn
EURES á Google+
Upplýsingar
- Útgáfudagsetning
- 3 Júlí 2017
- Höfundar
- European Labour Authority | Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion
- Viðfangsefni
- Ábendingar og ráðFréttir/skýrslur/tölfræðiUngmenni
- Geirinn
- Accomodation and food service activitiesActivities of extraterritorial organisations and bodiesActivities of households as employers, undifferentiated goods- and servicesAdministrative and support service activitiesAgriculture, forestry and fishingArts, entertainment and recreationConstructionEducationElectricity, gas, steam and air conditioning supplyFinancial and insurance activitiesHuman health and social work activitiesInformation and communicationManufacturingMining and quarryingOther service activitiesProfessional, scientific and technical activitiesPublic administration and defence; compulsory social securityReal estate activitiesTransportation and storageWater supply, sewerage, waste management and remediation activitiesWholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles