Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring18 Október 2019European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion4 min read

“Framandi umhverfi, framandi menning og framandi þjóð”: Eures aðstoðar franskan atvinnuleitanda við að fá vinnu á Írlandi

Þökk sé stuðningi þeim sem Florence Pernock frá Normandí þáði hjá Eures, fékk hún vinnu hjá franskri ferðaskrifstofu á Írlandi. Við ræddum við Florence til að fá að vita um reynslu þá sem hún aflaði sér á Írlandi, og leita ráða hjá henni fyrir aðra atvinnuleitendur sem áhuga hafa á að starfa erlendis, og spyrjast fyrir um framtíðaráætlanir hennar.

“A new environment, new culture and new people”: EURES helps French jobseeker find work in Ireland
Florence Pernock

Eftir að hafa starfað áður sem skrifstofustjóri í París, ákvað Florence Pernock að hún vildi flytjast til Írlands til að afla sér reynslu við störf í enskumælandi landi. Florence hafði samband við Eures meðan hún var að leita sér að vinnu og þau höfðu fljótlega upp á stöðu handa henni í Sligo, í norð-vestur hluta landsins.

Florence starfar nú sem aðstoðarmaður hjá Alainn Tours, sem er frönsk ferðaskrifstofa sem sérhæfir sig í orlofsferðum fyrir frönskumælandi ferðamenn á Írlandi. “Starfsskyldur mínar fela m.a. í sér almenn stjórnunarstörf, sem og aðstoð við að bæta samskiptasvið, stjórnunarsvið og skipulagssvið fyrirtækisins,” útskýrir Florence.

“Hentar öllum aðilum mjög vel”

Florence er þakklát einum ákveðnum starfsmanni hjá Eures, sem heitir Georgie Pevrol, fyrir að styðja hana við flutning hennar til Írlands. “Hún veitti mikinn stuðning og var í raun sá einstaklingur sem fann þetta starf fyrir mig,” greinir Florence frá.

“Um leið og ég sá starfstilboðið þá hafði hún samband við mig til þess að segja mér að þetta væri STARFIÐ sem sniðið væri að upplýsingunum um mig. Þannig að ég sótti um það, og tveimur mánuðum síðar fékk ég starfið!”

Florence minnist þess hvernig Georgie veitti víðtækan stuðning meðan á atvinnuleit hennar stóð svo og við flutningana. “Hún veitti mér ráðleggingar um fjárhagsstuðning sem ég gat fengið vegna viðtals erlendis og um flutning minn til Írlands, og hringdi í mig einum og hálfum mánuði síðar til að athuga hvort allt væri í lagi. Hún reyndist mjög hæf og hjálpsamleg allan ferilinn þegar ég hóf nýtt líf á Írlandi. Ég þakkaði henni mikið fyrir það!”

Georgie sjálf er hógvær varðandi hennar þátt í þessu ferli. “Þetta var hópsamstarf,” segir hún. “Það var samstarfaðili sem sendi atvinnutilboðið til mín, Marine, sem var í sambandi við vinnuveitandann. Ég sendi henni ferilskrá Florence með hlýjum meðmælum vegna þess að ég vissi að hún var hæfur umsækjandi sem var af alvöru að sækja um starf.”

“Florence treysti ráðleggingum mínum, og vinnuveitandinn treysti Marine, sem hafði í för með sér niðurstöðu sem hentaði öllum aðilum mjög vel!” minntist Georgie.

“Þetta er nýtt líf en ég kann vel við það.”

Að því er Florence varðar þá er besti þátturinn við að starfa erlendis að fá að uppgötva “framandi umhverfi, framandi menningu og framandi þjóð”. “Írar eru svo hjartahlýir!” segir hún.

Florence er ekki viss um hvað framtíðin ber í skauti sér að miklu leyti vegna þess að kærasti hennar varð eftir í Frakklandi þegar hún fluttist til Írlands. Engu að síður hefur hún mætur á þeirri áskorun sem felst í því að búa erlendis.

“Þetta er nýtt líf en ég kann vel við það,” segir hún. “Að flytjast til nýs lands er ekki eingöngu [gagnlegt] að því er snertir tungumálakunnáttu heldur einnig til þess að kynnast sjálfum/-ri sér betur. Hið eina sem mér finnst miður er að ég tala ennþá frönsku allt of mikið á Írlandi, þannig að ég ráðlegg öllum sem starfa erlendis að vera í eins miklu sambandi við íbúa á staðnum og mögulegt er.”

“Viljir þú raunverulega öðlast þessa reynslu erlendis, vertu þá með takmark þitt í huga og gefstu aldrei upp,” ráðleggur Florence. “Trúðu á sjálfa/n þig og allt mun fara vel.”

“Eures þjónustan er ótrúleg og ég er mjög ánægð með hversu mikið gagn var af þessari þjónustu.”

Hafir þú einnig áhuga á að starfa erlendis í Evrópu, farðu þá inn á Eures gáttina í dag þar sem þú getur kynnt þér milljónir starfa, eða hafðu samband við einhvern aðila hjá Eures Starfsfólkinu á þínu svæði.

 

Tengdir hlekkir:

Eures-gáttin

Starfsfólk Eures

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’ pin@EURES

Finndu Eures Starfsfólk

Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures-löndum

Vinnugagnagrunnur Eures

Þjónusta Eures fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal Eures

Næstu viðburðir á Netinu

Eures á Facebook

Eures á Twitter

Eures á LinkedIn

Upplýsingar

Viðfangsefni
  • Árangurssögur
  • Ungmenni
Tengdir hlutar
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.