
EU-UK Trade and Cooperation Agreement viðurkennir réttindi borgara ESB, sem búa fyrir utan ESB, og sömuleiðis borgara Bretlands, sem búa í ESB, ásamt því að fjalla um viðskipti og önnur tækifæri. Löggjöfin, sem fyrst var samþykkt í desember 2020, fjallar um borgaraleg réttindi, fjárhagslegt samkomulag á milli Bretlands og ESB og reglur fyrir Írland og Norður-Írland.
Frá því að Bretland valdi fyrst að draga sig út úr Evrópusambandinu árið 2016 og frá því að útgangan tók opinberlega gildi 2020 hafa margvíslegar umræður átt sér stað til að tryggja að lífsval, velferð og öryggi borgara ESB, sem búa í Bretlandi, sé verndað. Formlegar viðræður um framtíðarsamband Bretlands og ESB hófust í mars 2020 og leiddu til EU-UK Trade and Cooperation Agreement.
Staðið vörð um réttinn til búsetu, vinnu og náms
Löggjöfin tók gildi í upphafi þessa árs og miðar að því að standa vörð um réttindi yfir 3 milljóna borgara ESB, sem búa í Bretlandi, og yfir 1 milljón Breta í löndum ESB.
Hún er gerð til að tryggja að borgararnir geti enn búið, unnið og stundað nám bæði utan og innan ESB og fjallar einnig um atriði eins og grundvallarréttindi á vinnustöðum, staðla fyrir heilsu og öryggi og sanngjarnar vinnuaðstæður.
Samkomulagið kveður á um að borgarar ESB sem bjuggu í Bretlandi fyrir 1. janúar 2021 geti haldið áfram að búa þar að því gefnum að þeir hafi sótt um EU Settlement Scheme fyrir 30. júní 2021.Þeir sem halda áfram að búa í Bretlandi eftir 1. janúar 2021 og hafa sótt um búsetuleyfi þurfa ekki að sækja um atvinnuleyfi fyrir útlendinga sem ferðast yfir landamæri til vinnu.
Breskir ríkisborgarar sem bjuggu í ESB fyrir 1. janúar 2021 og búa þar áfram geta þurft að sækja um nýja búsetustöðu í aðildarríkinu þar sem þeir búa. Þeir hafa einnig rétt á því að sækja um atvinnuleyfi fyrir útlendinga sem ferðast yfir landamæri til vinnu í viðkomandi landi.
Samstarf á sviði almannatrygginga heldur áfram
Borgarar ESB sem hafa búið og unnið samfelld í Bretlandi (eða öfugt) frá því áður en aðlögunartímanum lauk njóta einnig áfram fulls samstarfs á sviði almannatrygginga. Í framtíðinni munu allar reglur ESB á sviði almannatrygginga halda gildi sínu í slíkum málum.
Samræming að hluta er einnig til staðar fyrir borgara ESB sem hafa ekki búið samfellt í Bretlandi en þó fallið undir breska almannatryggingalöggjöf áður en aðlögunartímabilinu lýkur (eða öfugt). Það á til dæmis við reglur um jafnræðismeðferð, veikinda- og fjölskyldubætur og telja saman réttindi og skyldur frá mismunandi búsetutímum.
ESB og Bretland hafa einnig gert samkomulög við Sviss og EFTA ríki EES (Ísland, Liechtenstein, Noreg og Sviss) til að standa vörð um fólk í þríhliða aðstæðum (líkt og breskur ríkisborgari sem býr eða vinnur í ESB í lok aðlögunartímans en á börn sem búa í öðru aðildarríki ESB).
Frekari upplýsingar um viðskipta- og samstarfssamkomulag Evrópusambandsins og Bretlands má finna á:
https://ec.europa.eu/info/relations-united-kingdom/eu-uk-trade-and-cooperation-agreement_en
Tengdir hlekkir:
https://ec.europa.eu/info/relations-united-kingdom/eu-uk-trade-and-cooperation-agreement_en
Nánari upplýsingar:
Finna EURES ráðgjafa
Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES-löndum
EURES Vinnugagnagrunnur
Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur
Viðburðadagatal EURES
Næstu viðburðir á Netinu
EURES á Facebook
EURES á Twitter
EURES á LinkedIn
Upplýsingar
- Útgáfudagsetning
- 21 Júlí 2021
- Höfundar
- European Labour Authority | Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion
- Viðfangsefni
- Vinnumarkaðsfréttir/hreyfanleikafréttir
- Geirinn
- Accomodation and food service activitiesActivities of extraterritorial organisations and bodiesActivities of households as employers, undifferentiated goods- and servicesAdministrative and support service activitiesAgriculture, forestry and fishingArts, entertainment and recreationConstructionEducationElectricity, gas, steam and air conditioning supplyFinancial and insurance activitiesHuman health and social work activitiesInformation and communicationManufacturingMining and quarryingOther service activitiesProfessional, scientific and technical activitiesPublic administration and defence; compulsory social securityReal estate activitiesTransportation and storageWater supply, sewerage, waste management and remediation activitiesWholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles