Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring8 Nóvember 2017European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion4 min read

Hámarkaðu áhrifin af ferilskránni hjá þér – reyndu öðruvísi nálgun!

Miðað við hvers eðlis starfið er sem þú sækist eftir, þá kemur fyrir að vinnuveitandi vill fá tilfinningu fyrir því hver þú sért, og út frá þessu vill hann skoða fagkunnáttu þína og reynslu. Þannig að hvers vegna ekki sameina vídeóferilskrá við hefðbundnari tegund ferilskrár? Finnist þér þetta vera rétta leiðin fyrir þig þá skaltu halda áfram lestrinum þar sem þú færð sérfræðilegar ráðleggingar um hvenær rétt sé að leggja fram vídeóferilskrá og hvað þú þurfir að hafa í huga þegar þú ert að taka upp vídeóið.

Max out the impact of your CV – try a different approach!
Thinkstock

Hvort rétt sé að nota vídeóferilskrá eða ekki fer eftir þér og þeirri tegund starfs sem þú ert að sækjast eftir. Í nýlegri grein í breska fréttablaðinu Guardian er rætt við Simon Thompson, framkvæmdastjóra VideoRecruit. Hann trúir því að hægt sé að nota vídeóferilskrár í tilvikum þegar þú óskar eftir því að koma einhverju sérstaklega á framfæri gagnvart vinnuveitanda. „Með því hreinlega að hafa tekið sér tíma til að búa til vídeóferilskrá þá sýnir það vinnuveitanda að þú sért tilbúin/n að leggja eitthvað aukalega á þig til að ná árangri.“

Þannig að hvernig getur þú búið til góða vídeóferilskrá?

Ólíkt hefðbundnum ferilskrám, þá eru ekki neinar sérstakar reglur í gildi þegar um er að ræða framsetninguna. Þetta frjálsræði getur bæði losað þig við ákveðnar hömlur en einnig haft í för með sér ýmiss konar vandamál. Sérfræðingar eru sammála um að myndskeiðið ætti að vera á milli 1 og 3 mínútur að lengd. Elizabeth Bacchus, leiðbeinandi á sviði starfsframa og stofnandi The Successful CV Company, segir að mörgu er hægt að koma til skila á 60-120 sekúndum.

„Kynntu sjálfa/n þig, segðu frá því hvers vegna þú sért rétti aðilinn fyrir rétta starfið’“ segir hún. Og það sem miklu máli skiptir, mundu að segja, „Þakka ykkur fyrir að lesa yfir ferilskrána mína“ í lokin. Vídeóið er forrétturinn að hinni hefðbundnu ferilskrá sem þú semdir samhliða.

Nauðsynlegt er að þú takir framkomu þína alvarlega. Líklega er best að þú íklæðist því sem þú myndir vilja íklæðast þegar um er að ræða raunverulegt viðtal hjá því fyrirtæki, þannig að ef þeir virðast taka flottan óformlegan klæðnað fram yfir annan klæðnað skaltu klæðast samkvæmt því.

Þú þarft að sýna glaðlegt yfirbragð og sjálfstraust, þannig að þú skalt æfa þig í að taka nokkur myndskeið og skoða þau síðan vandlega til að ákveða hvort þú sért ánægð/ur með það hvernig þú kemur fyrir sjónir. Það kæmi sér vel fyrir þig að deila myndskeiðinu með vinum þannig að þú gætir heyrt á þeim hvort þeim finnist þú sýna á þér þínar bestu hliðar.

Og í hverju felst slæmt vídeó?

Að lesa upp minnispunkta „utan myndramma“ eru mistök vegna þess að ert þá að líta undan og í átt burt frá þeim sem tekur viðtalið, en það er fráhrindandi fyrir þann sem á horfir. Einnig skaltu gæta þín á því að ganga úr skugga um að umhverfið sem þú ert að taka vídeóið upp í sýni þig í sem bestu ljósi – hvaða veggspjöld eða myndir eru í bakgrunni? Er snyrtilegt heima hjá þér? Með því að taka mynd heima hjá þér ertu að bjóða viðtalstakanda heim til þín, þannig að þú skalt ímynda þér að þeir séu um það bil að koma inn um dyrnar.

Er þetta virkilega notað, eða er þetta bara skammtíma tíska?

Meet The Real Me, er vefsíða sem aðstoðar vinnuleitendur við að búa til og deila vídeóferilskrám, síðunni var hleypt af stokkunum árið 2009 og er búin að aðstoða yfir 10.000 umsækjendur taka upp vídeóferiskrár, segir í Guardian greininni. Eigandi vefsíðunnar Marc Fels trúir því að þetta stafi að miklu leyti af mikilli útbreiðslu tölvumyndavéla og breiðbands.

VideoRecruit, sem byrjaði árið 2012, gefur fólki kost á að upphlaða æviágrip - prófíla, með eða án vídeó. Að meðaltali, þá eru þeir sem eru með ferilskrá á upptökuformi 7,6 sinnum líklegri til að fá smellt á ferilskrána heldur en þeir sem ekki eru með upptekna ferilskrá. „Fólk er hugfangið af því að sjá vídeóferilskrár því þetta er nýtt fyrirbæri og eru sjónrænt sterkara samskiptaform heldur en pappírsferilskrár“ segir Simon.

Þannig að finnist þér að starfið sem þú sækist eftir leggi áherslu á það hvernig þú komir ókunnugum fyrir sjónir, hversu skapandi þú sért, og að þú myndir meta samskiptafærni mjög mikils, hvers vegna ekki að skella sér í þetta? Taktu þér góðan tíma til að gera þetta vel og þannig gætir þú lyft ferilskránni þinni ofar á lista vinnuveitandans.

 

Tengdir hlekkir:

Hvernig á að nota EURES gáttina – fyrir atvinnuleitendur

 

Nánari upplýsingar:

Finna Eures-ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures-löndum

VinnugagnagrunnurEures

Þjónusta Eures fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal Eures

Næstu viðburðir á Netinu

Eures á Facebook

Eures á Twitter

Eures á LinkedIn

Eures á Google+

Upplýsingar

Viðfangsefni
  • Ábendingar og ráð
  • Nýliðunarstraumar
  • Ungmenni
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.