Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring26 Apríl 2021European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion3 min read

Atvinnuleit erlendis í heimsfaraldri? Reynsla Amandine sýnir að það er hægt

Amandine hafði alltaf langað til að vinna í öðru landi. Snemma árs 2020 hóf þessi ungi belgíski atvinnuleitandi starfsnám í Madrid á Spáni. En fljótlega leiddi COVID-19 heimsfaraldurinn til þess að hún þurfti að snúa aftur heim. Þrátt fyrir það reyndi Amandine aftur og fann nýtt starfstækifæri í Valencia.

Looking for a job abroad during a pandemic? Amandine’s experience shows it is possible
Actiris

Þegar Amandine útskrifaðist með meistaragráðu 2019 hóf hún að leita að starfi. Mannfræðingurinn hafði farið í Erasmus+ skiptinám í Portúgal og starfsnám í Máritíus en hún áttaði sig fljótlega á því að tækifærin voru ekki á hverju strái. Hún ákvað að skrá sig hjá Actiris, vinnumálastofnuninni sem sér um EURES í Brussel í Belgíu.

Actiris skapar tækifæri erlendis

Amandine tók þátt í almennum upplýsingafundi um fjölbreytta þjónustu Actiris, þar á meðal kynningu um starfsnám erlendis. Hún hugsaði með sér, „af hverju ekki ég?“ Amandine hóf að nota “projet professionel (starfsferill hvers og eins) en það er verkfæri sem Actiris notar til að hjálpa atvinnuleitendum við að undirbúa starfsferilinn og finna viðeigandi starf eða starfsnám. Hún hóf síðan að sækja um margvíslegar stöður og bauðst þriggja mánaða starfsnám hjá samtökum í Madrid.

COVID-19 kallar á breyttar áætlanir

Amandine flutti til spænsku höfuðborgarinnar fyrir starfsnámið í febrúar 2020. Því miður hóf Evrópa rétt þar á eftir að sjá áhrifin af COVID-19. Eins og svo margir aðrir þurfti Amandine að breyta fyrirætlunum sínum.

Hún yfirgaf Madrid þegar hún hafði aðeins lokið helmingnum af starfsnáminu og þurfi að ljúka restinni af samningnum heiman frá sér í Brussel. Stuttu seinna hóf hún að sækja um nýjar stöður í Brussel en komst að því að þó hún væri með réttu menntunina stóð hún oft frammi fyrir umsækjendum með mikla reynslu í erfiðu umsóknarferli.

Amandine reynir aftur… og finnur fullkomið starf

Eftir nokkra mánuði áttaði Amandine sig á því að hún vildi ekki gefa upprunalegu áætlanir sínar um vinnu í öðru landi upp á bátinn. Hún ákvað að byrja að sækja um aftur og setti sig aftur í samband við EURES ráðgjafann sinn hjá Actiris í september.

Þrátt fyrir að heimsfaraldurinn fékk Amandine mörg tilboð frá vinnuveitendum í löndum eins og Spáni, Möltu og Portúgal. Mörg þeirra buðu upp á fjarvinnu en hún vildi prófa að vinna aftur í öðru landi.

Að lokum fékk hún viðtal hjá LGBT-samtökum í Valencia fyrir starf sem fólk í sér rannsóknir á íþróttum, kyni og kynhneigð. Það var fullkomið fyrir hana. Amandine var mjög áhugasöm um starfið og eftir að hafa staðið sig vel í viðtalinu bauðst henni starfið.

Þrátt fyrir erfiðleikana út af COVID-19 tókst Amandine nýlega að flytja til Valencia til að hefja starfsnámið. Hún býr nú með fólki frá öllum heimshornum í húsi í spænsku borginni og er ánægð með að geta prófað að búa erlendis aftur.

Reynsla Amandine sýnir okkur að þrátt fyrir COVID-19 eru vinnuveitendur í Evrópu enn að leita að alþjóðlegu starfsfólki.

Ef þig langar líka að finna starf í öðru landi skaltu hafa samband við EURES ráðgjafa í dag til að sjá hvernig hann getur hjálpað þér að finna rétta tækifærið.

Þú getur lesið meira um sögu Amandine í þessari  grein (á frönsku) á vefsíðu Actiris.

 

Tengdir hlekkir:

Erasmus+

Actiris

Projet professionel

Hafa samband við EURES ráðgjafa

Grein: „Amandine a fait le pari du stage à l’étranger“

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Finna Eures ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures-löndum

Vinnugagnagrunnur Eures

Þjónusta Eures fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal Eures

Næstu viðburðir á Netinu

Eures á Facebook

Eures á Twitter

Eures á LinkedIn

Viðfangsefni
  • Vinnumarkaðsfréttir/hreyfanleikafréttir
  • Nýliðunarstraumar
  • Árangurssögur
  • Ungmenni
Tengdir hlutar
Geirinn
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Professional, scientific and technical activities

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.