
Frá því hún mundi eftir sér hefur Goda haft áhuga á öllu sem tengist tísku. Hún byrjaði á því að læra fata- og tískuverkfræði í háskólanum, en hætti þar sem henni fanst námið ekki koma til móts við skapandi þarfir hennar. "Ég hafði hugsað um að fara af stað með eigin vörumerki í langan tíma, en ég gerði mér grein fyrir því að mig skorti nauðsynlega þekkingu," segir hún.
Hún fór eftir ráðum vinar síns og skráði sig á saumanámskeið hjá verkefninu Youth Guarantee. Að því loknu fór hún af stað með eigin vörumerki Oh My Goda. "Ég nota núna þekkinguna daglega sem ég öðlaðist í námskeiðinu," bætir Goda við. "Ég vakna á hverjum morgni með þá vissu að ég hef kunnáttuna til að gera þetta."
Goda segir að hún sé fullkomið dæmi um þau frábæru tækifæri sem verkefnið Youth Guarantee veitir ungu fólki. "Ég er stolt af sjálfri mér og hef trú á því sem ég geri," bætir hún við. "Og afleiðingin er sú að fyrirtækið mitt er að þróast áfram."
Hvað er Youth Guarantee?
Youth Guarantee býður upp á nýja nálgun við að draga úr atvinnuleysi ungmenna með því að tryggja að ungt fólk yngri en 25 ára fái raunhæf starfstilboð, starfsnám, starfsþjálfun eða símenntun á sínu sviði. Verkefnið gerir ráð fyrir því að þessi tilboð séu til staðar innan 4 mánaða frá því að ungir starfsmenn ljúki námi eða skrái sig atvinnulausa. Hér er hægt að finna algengar spurningar varðandi verkefnið Youth Guarantee.
Tengdir hlekkir
Myndband um Youth Guarantee og verkefnið ‘Atvinna fyrir ungt fólk’.
Spurningar og svör varðandi Youth Guarantee
Verkefnið atvinna fyrir ungt fólk
Nánari upplýsingar:
Finna EURES-ráðgjafa
Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES löndum
Vinnugagnagrunnur EURES
Þjónusta EURES fyrir atvinnurekendur
Viðburðadagatal EURES
Næstu viðburðir á Netinu
EURES á Facebook
EURES á Twitter
EURES á LinkedIn
EURES á Google+
Upplýsingar
- Útgáfudagsetning
- 31 Október 2017
- Höfundar
- European Labour Authority | Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion
- Viðfangsefni
- Árangurssögur
- Geirinn
- Accomodation and food service activitiesActivities of extraterritorial organisations and bodiesActivities of households as employers, undifferentiated goods- and servicesAdministrative and support service activitiesAgriculture, forestry and fishingArts, entertainment and recreationConstructionEducationElectricity, gas, steam and air conditioning supplyFinancial and insurance activitiesHuman health and social work activitiesInformation and communicationManufacturingMining and quarryingOther service activitiesProfessional, scientific and technical activitiesPublic administration and defence; compulsory social securityReal estate activitiesTransportation and storageWater supply, sewerage, waste management and remediation activitiesWholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles