Skip to main content
EURES
fréttaskýring31 Maí 2018European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion

Frá Írlandi til Króatíu og aftur til baka: hvernig EURES hjálpar stórum fyrirtækjum að fylla alþjóðlegar stöður

Marriott Internationa er eitt fremsta fyrirtæki í heimi á sviði hótelgistingar, með keðju af meira en 6.000 hótelum í yfir 122 löndum. Með svona fjölbreyttan viðskiptamannahóp er raunveruleg eftirspurn eftir fjöltyngdum starfsmönnum og Marriott er ávallt að leita að hæfileikaríku fólki.

From Ireland to Croatia and back again: how EURES helps big businesses fill international roles
© Luxury Reservations Ltd, 2013/Aileen O’Keeffe

EURES og ráðgjafarnir þeirra leika mikilvægt hlutverk í ráðningarferlinu – sér í lagi fyrir miðstöð Marriott fyrir viðskiptavini í Cork, á Írlandi. “Við þjónustum núna níu mismunandi tungumálamarkaði,” útskýrir Aoife Lyons, ráðningarsérfræðingur hjá miðstöðinni. "Við þurfum stundum aðstoð til að tryggja að þessir markaðir séu þjónustaðir, sérstaklega vegna mikils hagvaxtar sem borgin Cork hefur upplifað undanfarin ár."

"Sérfræðingur okkar í pöntunum og þjónustu viðskiptamanna er yfirleitt ráðinn utanfrá," bætir hún við. "Starfið felur í sér að hjálpa gestum okkar með pantanir og fyrirspurnir í mörgum tungumálamörkuðum"

Hugh Rodgers, sem er ráðgjafi hjá EURES á Írlandi, hefur verið að aðstoða Marriott International í Cork við starfsmannaráðningar í meira en 10. "Við kynnum stöðurnar víða á EURES vefgáttinni en við erum einnig með aðgang að vefsíðum í einstökum löndum," segir hann. "Ég fæ einnig mikinn stuðning frá tengslaneti EURES með ráðgjöfum frá löndum eins og Króatíu, Danmörk og Hollandi, sem kynna þessar stöður í sínum löndum og finna rétta starfsmenn."

Einn þessara ráðgjafa er Martina Vidakovic frá EURES í Krótíu, sem hefur hjálpað okkur að finna hóp af hæfileikaríkum Króötum fyrir lausar stöður í viðskiptaþjónustudeild Marriott í gegnum árin.

Það var á óvæntum fundi þar Hugh og samstarfsmaður Martínu komu á samsstarfi milli þessara tveggja EURES skrifstofa. "Patricija, samstarfsmaður minn, hitti Hugh á þjálfunarnámskeiði og minntist á það að margir Króatar tala þýsku jafnt sem ensku," segir Martina okkur. "Hugh benti á að Marriott International væri með stóran hóp þýskra viðskiptavina og að mikil vöntun væri eftir fólki með þessa tungumálakunnáttu. Hann bauð þeim í heimsókn til að sýna þeim hversu góður vinnustaður Marriott væri. Eftir það fór boltinn að snúast."

Martina trúir því að sú staðreynd að Króatía hafi verið síðasta landið til að ganga í ESB hafi skipt sköpum varðandi árangurinn við starfsráðningar. "Þar sem að vinnumarkaðurinn er að opnast, getum við fundið marga Króata sem vilja öðlast starfsreynslu erlendis."

"Króatar elska Írland," bætir hún við "og það er margt líkt með Írum og Króötum. Þetta er eitt af þeim löndum sem þeir [Króatar] velja til að byrja upp á nýtt."

Svörunin frá þeim sem hafa ferðast til Írlands er undantekningarlaust jákvæð. "Þeir gleyma okkur fljótlega þar sem þeim þykir svo gaman að starfa hjá Marriott," segir Martina hlæjandi. "Öll svör sem við höfum fengið hingað til sýnir að fólk er ánægt og ber atvinnuveitendum söguna vel!"

Reynslan af viðskiptaþjónustudeildinni hjá Marriott er frábært dæmi um þá kosti sem EURES getur fært fyrirtækjum um alla Evrópu.

"Ég tel að EURES hafi getu til að veita fyrirtækjum sem eru að ráða fólk á alþjóðagrundvelli mikinn stuðning," segir Hugh. “Stofnunin nær til allra landa og þeir búa yfir góðu tengslaneti. Hún hefur líka tækin til að veita bæði aðstoð og upplýsingar og getur veit fyrirtækjum afar heildstæðan þjónustupakka."

Og hvað hefur Aoife um þetta að segja, sem fulltrúi eins af fyrirtækjum sem hafa notið stuðnings stofnunarinnar? "EURES veitir aðstoð, upplýsingar á tilsettum tíma og eru afar þægilegir í umgengni !" segir hún. "Hér fáum við þá aðstoð sem við þurfum við ráðningar."

 

Tengdir hlekkir:

EURES á Írlandi

EURES í Króatíu

Alþjóðlegar viðskiptaþjónustudeildir Marriott

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finndu EURES ráðgjafa

Búsetu- og starfsaðstæður í EURES löndunum

EURES Vinnugagnagrunnur

Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur

EURES Atburðadagatal

Væntanlegir viðburðir á netinu

EURES á Facebook

EURES á Twitter

EURES á LinkedIn

Viðfangsefni
Viðskipti /FrumkvöðlastarfEURES bestu starfsvenjurYtri EURES fréttirYtri hagsmunaaðilarInnri EURES fréttirÁrangurssögurUngmenni
Geirinn
Accomodation and food service activitiesActivities of extraterritorial organisations and bodiesActivities of households as employers, undifferentiated goods- and servicesAdministrative and support service activitiesAgriculture, forestry and fishingArts, entertainment and recreationConstructionEducationElectricity, gas, steam and air conditioning supplyFinancial and insurance activitiesHuman health and social work activitiesInformation and communicationManufacturingMining and quarryingOther service activitiesProfessional, scientific and technical activitiesPublic administration and defence; compulsory social securityReal estate activitiesTransportation and storageWater supply, sewerage, waste management and remediation activitiesWholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.