Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring3 Apríl 2017European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion3 min read

Ungverskt-austurrískt EURES samstarf hjálpar sprotafyrirtækjum

Vinnuhættir eru að breytast og mörg hefðbundin störf láta undan nýrri tækni og stöðugt fleiri fyrirtæki kjósa að selja út vinnu í stað þess að ráða fólk með hefðbundnum hætti. Í ljósi þessara nýju aðstæðna hefur EURES einnig gert breytingar á því hvernig samtökin hjálpa atvinnuleitendum.

Hungarian-Austrian EURES partnership helping startups
TBD

Í Ungverjalandi og Austurríki hefur EURES Pannonia landamærasamstarfið (EURES-T Pannonia) brugðist við þessum nýju aðstæðum með því að leita að nýjum lausnum við að finna fólk í störf, þar á meðal með sjálfstæðri vinnu. „Í ljósi núverandi aðstæðna ákváðum við að byrja að bjóða upp á meiri aðstoð en þjálfun fyrir starfsmenn, sem við veitum vanalega,“ segir EURES ráðgjafinn Gábor Balabán. „Hvort sem það er að koma á fót sprotafyrirtæki, vinna sem lausamaður eða gera sérleyfissamning, vill EURES-T Pannonia veita áhugasömum atvinnuleitendum nauðsynlega færni og þjálfun til að stíga sjálfir sín fyrstu skref.“

Verkfærakistan fyrir sjálfstætt starfandi

Þó að þetta sé bara tilraunaverkefni býður það þegar upp á hagnýtar leiðir til að hjálpa fólki við að ná markmiðum sínum. „Þar sem við hleyptum tilraunaverkefninu aðeins af stokkunum á þessu ári er það enn í mótun,“ segir Balabán. „En við höfum þegar sett saman öfluga verkfærakistu með færniþáttum og þjálfun svo að þeir sem hafa áhuga á að starfa sjálfstætt þurfi ekki að stíga skrefið einir síns liðs.“

Þjálfunin nær yfir allt frá grunnatriðum við að stofna fyrirtæki, eins og að átta sig á gildandi lagaramma, til mikilvægra atriða við reksturinn eins og að uppfylla skattakröfur.

Tækifæri þar sem allir vinna

Landamærasvæðið er góður staður til að hrinda metnaðarfullu tilraunaverkefni, sem þessu, af stað. Þökk sé samfélagslegum hreyfanleika fólks getur ungverskt sprotafyrirtækinu auðveldlega framleitt vörur sínar í Ungverjalandi og selt í Austurríki. Með öðrum orðum hefur sprotafyrirtæki með réttu kunnáttuna á landamærasvæðinu aðgang að töluvert stórum alþjóðlegum markaði.

Verkefnið býður einnig upp á tækifæri fyrir þá fjölmörgu Ungverja, sem búa í Austurríki, til að koma heim. „Með réttri þjálfun geta slíkir starfsmenn komið aftur til baka til Ungverjalands, stofnað eigið fyrirtæki og hugsanlega bætt lífskjör sín,“ útskýrir Balabán. „Á sama tíma munu fyrirtækin þeirra skapa ný störf fyrir atvinnulausa Ungverja - svo að þetta er sannarlega tækifæri þar sem allir vinna.“

Um samvinnu EURES yfir landamæri

Landamærasamstarf EURES á sér stað á svæðum þar sem mikið af fólki sæki vinnu yfir landamæri. Helsti tilgangur hennar er að bjóða starfsmönnum, sem búa og vinna í sitthvoru landinu, upp á sérhæfða ráðgjöf og leiðbeiningar um atvinnumál. Landamærasamstarfið stuðlar að því að opinberar vinnumiðlanir og starfsþjálfunarfyrirtæki, atvinnurekendur, stéttarfélög, staðbundin yfirvöld og stofnanir sem sinna atvinnumálum og starfsþjálfun taki höndum saman og hjálpar þeim við að ná betri árangri með samvinnu.
 

Tengdir hlekkir:

EURES-T Pannonia

Búseta og störf í Ungverjalandi

Búseta og störf í Austurríki

 

Nánari upplýsingar:

Finna EURES-ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES-löndum

Vinnugagnagrunnur EURES

Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal EURES

Næstu viðburðir á Netinu

EURES á Facebook

EURES á Twitter

EURES á LinkedIn

EURES á Google+

Viðfangsefni
  • Viðskipti /Frumkvöðlastarf
  • Verkfærakista ESB fyrir hreyfanleika
  • EURES bestu starfsvenjur
  • EURES þjálfun
  • Vinnumarkaðsfréttir/hreyfanleikafréttir
  • Fréttir/skýrslur/tölfræði
Tengdir hlutar
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.