Skip to main content
European Commission logo
EURES
fréttaskýring17 Apríl 2020European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion

Hvernig skal skara fram úr í atvinnuviðtali á netinu

Þar sem sífellt fleira fólk vinnur að heiman, þá eru myndbandsviðtöl að aukast. Að fara í atvinnuviðtal á netinu getur verið óarennilegt, sérstaklega þegar það er það eina sem stendur í vegi fyrir draumastarfinu þínu. Við sjáum til þess að þú fáir góð ráð til að heilla framtíðar atvinnurekanda þinn og koma fram á sem bestan hátt í sýndarveruleika.

How to stand out in an online job interview
Shutterstock

Áður en viðtal hefst

Prófaðu búnaðinn þinn

Fyrst þarftu að staðfesta við atvinnurekandann hvaða tól hann kýs að nota. Hvort sem það er Google Hangouts, Microsoft TeamsSkype eða Zoom - þá skaltu ganga úr skugga um að þú vitir hvernig skal nota hugbúnaðinn og að hann fari saman með búnaðinum þínum. Það er góð hugmynd að framkvæma prufusímtal með vini eða fjölskyldumeðlim til þess að kanna hljóðnema og vefmyndavél, og kanna hvort internettengingin þín heimili góð hljóð/myndbandsgæði.

Ekki gleyma að spyrja atvinnurekandann á hvaða sniði viðtalið er. Það getur verið að ekki sé krafist myndbandsupptöku.

Vertu með áætlun B

Vertu með varaáætlun ef ske kynni að þú rekist á tæknileg vandamál á þeim degi sem viðtalið er. Þú getur verið með annan prófaðan búnað tilbúinn þér við hlið, eða spurt spyrilinn fyrirfram um símanúmer sem hægt er að hringja í ef ske kynni að tæknin bregðist þér.

Vertu á réttum tíma

Líkt og með viðtöl augliti til auglits, þá er gott að mæta 10 mínútum fyrr.

Veldu hinn fullkomna stað

Veldu góðan stað með náttúrulegu ljósi til þess að ganga úr skugga um að spyrillinn sjái þig greinilega. Bakgrunnurinn þinn er einnig mjög mikilvægur - taktu til og fjarlægðu hluti fyrir aftan þig sem gætu valdið truflun fyrir spyrilinn.

Fjarlægðu truflanir

Ekki gleyma að slökkva á tilkynningum á búnaðinum þínum. Ef þú býrð með einhverjum öðrum eða átt dýr, þá skaltu ganga úr skugga um að þau trufli þig ekki og að þau gangi ekki óvart innan ramma myndavélarinnar.

Vertu undirbúinn

Vertu með undirbúin svör við algengustu viðtalsspurningunum. Þú getur einnig verið með ferilskrána þína eða kynningarbréf við höndina fyrir snögga tilvitnun. Ekki gleyma að hafa penna og blað við höndina ef ske kynni að þú þurfir að taka niður glósur.

Klæddu þig til velgengni

Klæddu þig eins og þú værir að fara í viðtal augnliti til auglits. Fyrstu kynni eru mikilvæg, þannig að jafnvel þótt að þú sért að tala frá stofunni þinni, þá er mikilvægt að líta út sem fagmaður.

Á meðan á viðtalinu stendur

Hlustaðu gaumgæfilega

Viðtöl á netinu geta stundum haft hljóðtafir, sem þýðir að þú gætir óvart rofið sambandið við einhvern. Til þess að koma í veg fyrir þetta, þá skaltu hlusta gaumgæfilega á spyrilinn og bíða í nokkrar sekúndur áður en þú talar.

Passaðu upp á látbragð þitt

Mundu að sitja beinn í baki, brosa og taka þátt í samræðum við spyrilinn. Augnsamband er mikilvægt, þannig að gerðu þitt besta til þess að horfa í augun á spyrlinum. Það þýðir að horfa skal í vefmyndavélina í staðinn fyrir skjáinn.

Að viðtalinu loknu

Skrifaðu þakkartölvupóst

Alveg eins og með öll önnur atvinnuviðtöl þá skal fylgja þeim eftir með þakkartölvupósti til spyrilsins þíns. Það sýnir að þú ert hugulsamur og þakklátur fyrir tækifærið.

Fylgdu eftir framvindu

Stór fyrirtæki geta haft löng ráðningarferli þannig að vertu viðbúinn með þolinmæði. Það þýðir ekki að þú eigir ekki að fylgja málinu eftir af og til, til þess að sýna fram á áhuga þinn á starfinu.

Við vonum að þessi ráð hafi verið hjálpleg og óskum þér góðs gengis í atvinnuleit!

 

Tengdir hlekkir:

Google Hangouts

Microsoft Teams

Skype

Zoom

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finna EURES ráðgjafar

Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES-löndum

Vinnugagnagrunnur EURES

Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal EURES

Næstu viðburðir á Netinu

EURES á Facebook

EURES á Twitter

EURES á LinkedIn

Viðfangsefni
Viðskipti /FrumkvöðlastarfÁbendingar og ráðNýliðunarstraumarUngmenni
Geirinn
Accomodation and food service activitiesActivities of extraterritorial organisations and bodiesActivities of households as employers, undifferentiated goods- and servicesAdministrative and support service activitiesAgriculture, forestry and fishingArts, entertainment and recreationConstructionEducationElectricity, gas, steam and air conditioning supplyFinancial and insurance activitiesHuman health and social work activitiesInformation and communicationManufacturingMining and quarryingOther service activitiesProfessional, scientific and technical activitiesPublic administration and defence; compulsory social securityReal estate activitiesTransportation and storageWater supply, sewerage, waste management and remediation activitiesWholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.