
Tiltaktu fjölbreytta stafræna færni
Eftir því sem stafræn færni þín er fjölbreyttari því betra! Fyrirtæki um allan heim skiptu yfir í fjarvinnu nánast yfir nótt til að vernda starfsmenn sína gegn COVID-19. Þau treystu meira á tæknina en nokkru sinni fyrr og er ekki gert ráð fyrir því að það breytist eftir heimsfaraldurinn. Því fjölbreyttari sem stafræn færni þín er því líklegra er að þér gangi vel í atvinnuleitinni. Vinnuveitendur kunna að meta reynslu af nýjum netverkfærum ásamt hinum hefðbundna Microsoft 365-pakka. Gakktu úr skugga um að vita hvernig þú deilir skjánum þínum og kynntu þér vinsæl netsamstarfsverkfæri eins og Microsoft Teams og Zoom.
Undirstrikaðu sveigjanleika þinn
Til að lifa af heimsfaraldurinn þurftu fyrirtæki að vera sveigjanleg. Þau tóku upp nýja vinnuhætti á mjög stuttum tíma. Sum fyrirtæki hættu venjulegri framleiðslu og hófu að framleiða eitthvað annað til að svara nýrri eftirspurn, eins og andlitsgrímur og handsótthreinsiefni. Sveigjanleiki þeirra gerði þeim kleift að halda áfram að borga reikningana. Þar sem mörg fyrirtæki þurftu að breytast munu þau nú vera á höttunum eftir fólki sem getur breyst með þeim eftir þörfum. Þau munu þurfa fólk sem getur lært nýja hluti, sigrast á erfiðleikum og starfað í mismunandi vinnuumhverfi.
Sýndu fram á góða samskiptahæfni
Samskipti augnliti til auglitis verða sífellt sjaldgæfari eftir því sem vinsældir fjarvinnu aukast. Þar sem tækifæri til sveigjanlegrar vinnu hafa aukist er góð samskiptahæfni nú orðin lífsnauðsynleg. Það er mikilvægt að sýna fram á góð samskipti á öllum stigum umsóknarferlisins, og byrjar það með ferilskránni þinni. Þú ættir að skýra fram hjá færni þinni og hæfni með skýrum og formlegum hætti. Ferilskráin þín er besti staðurinn til að telja upp þær aðferðir sem þú notar við samskipti, þar á meðal netverkfæri. Ef þú býrð yfir reynslu í notkun netsamskiptaverkfæra máttu ekki gleyma að tiltaka slíkt!
Sýndu tilfinningagreind
Þegar fjarvinna eykst verður tilfinningagreind sífellt mikilvægari. Þú þarft að geta stjórnað tilfinningum þínum og hvatt þig áfram (og stundum aðra) þegar þú ert utan skrifstofunnar og fjarri samstarfsfélögum. Það er mikill plús ef þú getur sýnt að þú kunnir að mynda sambönd og getir hjálpað teyminu þínu við fjarvinnu.
Sýndu fram á að þú búir yfir gagnrýnni hugsun
COVID-19 heimsfaraldurinn kenndi okkur að gagnrýn hugsun er gríðarlega mikilvæg færni. Á óvissutímum hafa starfsmenn með gagnrýna hugsun reynst ótrúlega dýrmætir því þeir finna lausnir við óvæntum áskorunum. Jafnvel í óvissu er mikilvægt er láta sér ekki bregða og taka rökréttar ákvarðanir.
Þar hefur þú það, fimm bestu ráðin til að undirbúa ferilskrána þína undir atvinnuleit eftir COVID-19. Frekari gagnleg ráð um heimavinnu má finna íSvona kemurðu hlutunum í verk þegar þú vinnur heiman frá þér.
Í samstarfi við Eures, Vefgátt um flæði vinnuafls í Evrópu.
Tengdir hlekkir:
Svona kemurðu hlutunum í verk þegar þú vinnur heiman frá þér
Nánari upplýsingar:
Finna Eures ráðgjafa
Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures-löndum
Vinnugagnagrunnur Eures
Þjónusta Eures fyrir vinnuveitendur
Viðburðadagatal Eures
Næstu viðburðir á Netinu
Eures á Facebook
Eures á Twitter
Eures á LinkedIn
Upplýsingar
- Útgáfudagsetning
- 21 Ágúst 2020
- Höfundar
- European Labour Authority | Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion
- Viðfangsefni
- Ábendingar og ráðAtvinnudagar/viðburðirUngmenni
- Tengdir hlutar
- Hjálp og aðstoð
- Geirinn
- Accomodation and food service activitiesActivities of extraterritorial organisations and bodiesActivities of households as employers, undifferentiated goods- and servicesAdministrative and support service activitiesAgriculture, forestry and fishingArts, entertainment and recreationConstructionEducationElectricity, gas, steam and air conditioning supplyFinancial and insurance activitiesHuman health and social work activitiesInformation and communicationManufacturingMining and quarryingOther service activitiesProfessional, scientific and technical activitiesPublic administration and defence; compulsory social securityReal estate activitiesTransportation and storageWater supply, sewerage, waste management and remediation activitiesWholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles