Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring1 Nóvember 2018European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion5 min read

Hvernig tengslamyndun á sér stað sértu feimin/n að eðlisfari

Sértu ómannblendin/n kann þér að þykja auðveldara að halda þig við stafræna tengslamyndun - en sértu tilbúin/n að bjóða „raunheiminum“ birginn þá muntu byggja upp öryggi og vera fær um að standa upp úr miðað við fjöldann sem er í sýndarheimi.

How to network if you’re shy
Shutterstock

Hjá sumum er hugsunin um að taka þátt í tengslamyndun - þ.e. að koma á nýjum tengslum á fagsviði í félagslegu umhverfi - ógnvekjandi. Sé persónugerð þín einstaklingur sem er fámál/l, þá getur það verið meiriháttar áhyggjuefni að taka þátt í mannamóti og eiga í samræðum við fólk sem þú þekkir ekki, í þeirri von að það fólk geti reynst nytsamlegir tengiliðir. Við höfum tekið saman nokkur góð ráð sem gætu komið að notum.

Óformleg tengslamyndun

Finnist þér þú ekki vera örygg/ur varðandi formlega tengslamyndun, þá skaltu byrja á fólki sem þú þekkir nú þegar. Sértu að leita að vinnu eða ef þú vilt útvíkka tengslanet þitt, segðu þá vinum og fjölskyldu frá aðstæðum þínum. Spurðu þau hvort þau þekki einhvern sem starfar á þínu sviði, og afhentu þeim nafnspjaldið þitt sem þau geta þá afhent vinum vina þeirra.

Þegar þú hittir nýtt fólk á mannamótum, skaltu muna að hafa á orði að þú sért í atvinnuleit. Það er aldrei að vita hvaða einstaklinga þetta fólk kann að þekkja, eða hverjir eru að koma í afmæli vinar þíns, eða hvaða fólk fótboltafélagar þínir þekkja.

Formleg tengslamyndun: undirbúningur

Sértu að taka þátt í formlegum tengslamyndunarviðburði, þá kemur undirbúningur að notum.

Fyrst skaltu ákveða hverju þú vilt áorka. Viltu afla frekari upplýsinga um tiltekið fyrirtæki, eða starfssvið, eða bara tala við nýtt fólk? Ef þú minnir sjálfa/n þig á markmiðið hjá þér þá mun það hjálpa þér við að vera með yfirsýn yfir málefnin þegar sá dagur kemur.

Taktu nafnspjöld með þér og æfðu þig í að setja fram „hljóðbitana“ þína - tvær setningar sem kynna sjálfa/n þig og hvað þú gerir (eða eftir hverju þú er að leita).

Að koma snemma getur komið að góðum notum - ef þú kemur áður en fjöldinn streymir að þá gefst þér tími til að slaka á og venjast umhverfinu.

Hvernig á að byrja samræður

Þér gæti fundist freistandi að bíða eftir því að fólk komi til þín. En þetta er sjaldan góð aðferð til tengslamyndunar! Þú munt þurfa að hefja samræðurnar sjálf/ur.

Áður en þú kemur að einhverjum skaltu muna eftir því að brosa. Fólk hefur tilhneigingu til að endurspegla svipbrigði, þannig að sértu með skeifu, eða með áhyggjusvip þá færðu aðra til að taka upp slíkan svip. Það eru meiri líkur á því að fólk vilji tala við þig ef þú berð það með þér að þú hafir gaman af því að vera á staðnum.

Leitaðu uppi fólk sem er eitt á ferðinni, eða í litlum hópum, þegar þú hefur frumraun þína við tengslamyndun. Séu allir þegar uppteknir í samræðum sín á milli skaltu ekki reyna að brjóta þér leið inn í þétt-riðna samræðu-hringi; reyndu að koma auga á fólk sem er að skoða sig um þegar það er að tala við aðra.

Þegar þú byrjar að tala skaltu ekki byrja umsvifalaust að halda ræðu. Athugasemd um sameiginlegar aðstæður hefur áhrif: „hvernig fréttir þú af þessum viðburði?,“ „hafður þú gaman af kynningunni?“ eða jafnvel, „þetta er góður matur!“

Nú ertu komin/n í gang með samræðurnar

Flestum finnst gaman að segja frá sjálfum sér, og sértu ekki feimin/n eða ómannblendin/n þá ertu líklega góður hlustandi. Þannig skaltu notfæra þér þetta þér til framdráttar: spurðu spurninga!

Fyrir utan sjálfsagðar vinnutengdar spurningar þá skaltu einnig spyrja um áhugamál viðkomandi í víðara samhengi; fólk getur komið þér á óvart með athyglisverðum áhugamálum, eða athafnir sem báðir aðilar taka þátt í. Farir þú að spjalla um hluti sem viðmælendur þínir eru mjög áhugasamir um – sérstaklega ef þú manst eftir smáatriðum og byggir spurningar þínar á slíkum smáatriðum – þá eru meiri líkur á að þeir muni eftir þér á jákvæðan hátt.

Að því kemur að þeir spyrja þig líklega um sjálfa/n þig. Nú er rétti tíminn að nota „hljóðbitana“ þína – og sé það mögulegt að tengja þá við hluti sem þeir hafa sagt þér.

Þegar þú ert farin/n að tala gæti farið svo að þú freistaðist til þess að halda ekki áfram. En þú ert hér til að mynda tengsl, svo þú skalt spyrja þá „þekkir þú einhvern annan hérna?“ og athuga hvort þeir geti kynnt þig fyrir einhverjum nýjum aðila.

Þegar samtalinu lýkur, þá skaltu ekki bara einfaldlega gufa upp! Brostu til viðmælenda þinna og segðu þeim að það var áhugavert að ræða við þá. Ef þú hefur áhuga á að ræða saman aftur í framtíðinni, eða ef það var eitthvað sem þú vildir fylgja eftir, skaltu bjóða þeim nafnspjaldið eða biðja um nafnspjöld þeirra.

Ekki taka það nærri þér eða taka það persónulega vilji einhver ekki tala við þig. Margt fólk sem tekur þá í tengslamyndunarviðburði er statt þarna með ákveðið markmið í huga; það getur einfaldlega verið að þú uppfyllir ekki þau viðmið sem þau miða við þann daginn

Eftirfylgni

Eftir viðburð af þessu tagi þá er það almenn kurteisi að þakka skipuleggjandanum/gestgjafanum, og hverjum þeim sem kom þátttökuboðinu til skila, með stuttri orðsendingu eða tölvupósti.

Hafir þú spjallað við einhvern um eitthvað sem þú hefur lesið eða gert, og þeir gáfu til kynna að þeir vildu fá að vita meira um það málefni, skaltu hafa samband við þá með þær upplýsingar innan tveggja daga, eða bættu þeim við Linkedin tengslanetið þitt.

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finna Eures-ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES-löndum

Vinnugagnagrunnur EURES

Þjónusta Eures fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal EURES

Næstu viðburðir á Netinu

Eures á Facebook

Eures á Twitter

Eures á LinkedIn

 

Upplýsingar

Viðfangsefni
  • Viðskipti /Frumkvöðlastarf
  • Ábendingar og ráð
  • Nýliðunarstraumar
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.