
- Tryggið að launþegar þínir finni fyrir öryggistilfinningu
Margir eru kvíðnir yfir hættum í tengslum við að fara að heiman og vera í fjölmenni eftir heimsfaraldurinn. Það er mikilvægt að hughreysta ekki bara starfsmenn þína heldur tryggja að viðeigandi reglur séu til staðar svo þeir finni fyrir öryggi við vinnu sína og heimsóknir á vinnustaðinn. Þar má nefna skrifborðsbókunarkerfi, takmarkanir á fjölda fólks á vinnustaðnum, sótthreinsiefni og andlitsgrímur, vandleg þrif á vinnustaðnum á hverjum degi, gefa starfsmönnum kleift að vinna þar sem þeim líður vel og spyrja hvað myndi auka á þægindi þeirra eftir því sem fram líða stundir.
- Hlustaðu á starfsfólkið
Auðveldasta leiðin til að komast að líðan fólks er að tala við það án milliliða Reglulegur hittingur, í gegnum netið eða augnliti til auglitis, getur haft mikil og jákvæð áhrif. Vinalegt spjall veitir starfsmönnum tækifæri til að segja þeir hvort þeir eigi við vandamál að stríða svo þú getir hjálpað þeim að finna lausn áður en vandamálið fer úr böndunum. Ef hlustað er á áhyggjur starfsmanna bætir það almenna vellíðan og anda starfsmanna á vinnustaðnum. Aðrar leiðir til að komast að líðan fólks eru nafnlausar kannanir, hópumræður og endurgjafareyðublöð.
- Búðu til leiðir og stuðlaðu að því að fólk leiti sér ráðgjafar
Hvort sem það eru vandamál í vinnunni eða heima fyrir getur verið að einstaklingar njóti góðs af því að hafa einhvern til að ræða við. Veltu fyrir þér að setja upp hóp af sjálfboðaliðum sem starfsmenn geta leitað til og rætt við og leitað ráða í trúnaði. Þeim finnst kannski ekki þægilegt að ræða við einhvern úr eigin teymi svo þú ættir að tryggja að hópurinn samanstandi af fólki úr mismunandi deildum. Ef boðið er upp á vellíðunarnámskeið gerir það starfsmenn einnig betur í stakk búna til að aðstoða aðra og veita betri ráð.
- Settu andlegt heilbrigði í forgang
Í dag er rætt um andlegt heilbrigði og vellíðan með opinskárri hætti á vinnustöðum. Margir vinnuveitendur hafa gripið til ráða til að setja þetta í forgang og samþætta við stefnur á vinnustaðnum, til dæmis með því að nefna andlegt heilbrigði sem ástæðu til að taka sér frídag og kynna til sögunnar aðgerðir til að viðhalda vellíðan. Þar á meðal bjóða upp á stuðning eins og ráðgjöf fyrir þá sem eiga í erfiðleikum. Ef stuðlað er að vellíðan og mikilvægi hennar á vinnustöðum getur það hjálpað til við að bægja í burtu andlegum veikindum og gert launþega bæði ánægðri og öruggari.
- Fagnaðu breytingum af völdum heimsfaraldursins
Heimsfaraldurinn hefur valdið mörgum breytingum, einkum hvað varðar vinnuhætti Það hefur leitt til mikillar óvissu meðal starfsmanna en einnig tækifæra fyrir fyrirtæki. Endurskipulagning, mótun annarra áherslna og enduruppbygging getur verið spennandi og leitt til aukinna tækifæra fyrir starfsmenn. Með því að fagna slíkum breytingum og laga sig að þeim getur verið að þú finnir frekar fyrir áhuga en áhyggjum og hlakkir til framtíðarinnar. Ef þú nýtir þér nýjar breytingar til fullnustu getur það einnig tryggt framtíð fyrirtækisins eins og með því að halda áfram að nota verkvanga á netinu og bjóða upp á sveigjanleika þegar kemur að vinnuháttum.
Frekari upplýsingar um starfsmannahald eftir COVID-19 má finna íHvernig á að hvetja starfsmenn til að snúa aftur til starfa eftirCOVID-19.
Tengdir hlekkir:
Hvernig á að hvetja starfsmenn til að snúa aftur til starfa eftir COVID-19
Nánari upplýsingar:
Finna EURES ráðgjafa
Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES-löndum
Vinnugagnagrunnur EURES
Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur
Viðburðadagatal EURES
Næstu viðburðir á Netinu
EURES á Facebook
EURES á Twitter
EURES á LinkedIn
Upplýsingar
- Útgáfudagsetning
- 22 Desember 2021
- Höfundar
- European Labour Authority | Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion
- Viðfangsefni
- Ábendingar og ráð
- Geirinn
- Accomodation and food service activitiesActivities of extraterritorial organisations and bodiesActivities of households as employers, undifferentiated goods- and servicesAdministrative and support service activitiesAgriculture, forestry and fishingArts, entertainment and recreationConstructionEducationElectricity, gas, steam and air conditioning supplyFinancial and insurance activitiesHuman health and social work activitiesInformation and communicationManufacturingMining and quarryingOther service activitiesProfessional, scientific and technical activitiesPublic administration and defence; compulsory social securityReal estate activitiesTransportation and storageWater supply, sewerage, waste management and remediation activitiesWholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles