Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring25 Febrúar 2021European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion

Hvað geta vinnuveitendur gert til að taka á því kynjaójafnvægi sem COVID-19 hefur skapað?

COVID-19 hefur hraðað umtalsvert þróuninni yfir í sveigjanlega vinnuhætti. Til að laga okkur að „nýjum veruleika“ hafa margir vinnuveitendur gert langvarandi stefnubreytingar á vinnustöðum sínum. En það er mikilvægt að þeir hugi einnig að því hvaða áhrif framtíðarvinnustaðir þeirra hafi á jafnrétti kynjanna.

How employers can address the gender imbalance created by COVID-19
Shutterstock

 

Samkvæmt nýlegri skýrslu Sameiginlegu rannsóknarstofnunarinnar eru konur í launavinnu heiman frá sér líklegri en menn til að sinna börnum eða öðrum fjölskyldumeðlimum á vinnutíma. Þar af leiðandi vinna konur færri vinnustundir af órofinni og launaðri vinnu en menn.

Sveigjanlegar vinnulausnir gætu bætt „jafnvægi á milli vinnu og einkalífs“ hjá kvenkyns launþegum en þær gætu einnig leitt til þess að karlmenn yrðu ráðandi á skrifstofum. Vinnustaðir með verulegt kynjaójafnvægi geta haft neikvæð áhrif á félagsleg samskipti í teymum. Slíkt getur einnig haft áhrif á það hver fær að gera hvaða og hvaða raddir „heyrast“ – það getur verið að yfirmenn umbuni launþegum, sem verja meiri tíma á skrifstofunni, umfram þá sem vinna heima hjá sér.

Þar sem sífellt blandaðri vinnumódel líta dagsins ljós þurfa fyrirtæki að sýna frumkvæði að því að hafa stjórn á slíku. Að neðan getur að líta nokkur ráð sem vinnuveitendur geta fylgt til að skapa betra kynjajafnvægi á vinnustöðum.

Sveigjanleg vinna er fyrir alla

Láttu starfsmenn þína vita að sveigjanleg vinna sé fyrir alla, óháð kyni, aldri eða ábyrgðarsviði. Skýr stefna fyrirtækisins um sveigjanlega vinnuhætti ætti að hjálpa til við að draga úr ójafnræði.

Hærra settir starfsmenn geta sýnt gott fordæmi

Enn er sá misskilningur ríkjandi að vinna á skrifstofunni sé mikilsverðari en heimavinna. Láttu starfsmenn þína sjá að jafnvel mikilvægustu störfin megi framkvæma með sveigjanlegum hætti og hvettu hátt setta starfsmenn til að vinna heiman frá sér.

Fylgstu með því hvað starfsmennirnir vilja

Mörg fyrirtæki taka púlsinn á starfsmönnum sínum til að uppfylla einstaklingsbundna valkosti og kringumstæður. Það er gott tækifæri til að fylgjast með kynjajafnvæginu hjá þeim sem vilja koma aftur á skrifstofuna.

Þjálfaðu yfirmennina

Það er nýtt fyrir marga forystumenn og erfitt að stjórna teymum fólks sem staðsett er á mörgum stöðum. Gakktu úr skugga um að yfirmenn þínir búi yfir nægilegri færni og verkfærum til að stjórna teymum þar sem blandaðir vinnuhættir koma við sögu.

Haltu samskiptarásum opnum

Það er nauðsynlegt að viðhalda stöðugum samskiptum við alla starfsmenn óháð staðsetningu þeirra. Gakktu úr skugga um að þeir sem hafa valið heimavinnu séu meðhöndlaðir sem mikilvægur hluti teymisins og fái upplýsingar um allt sem er að gerast hjá fyrirtækinu.

Vertu sveigjanleg/ur

Það er enn erfitt að spá fyrir hvaða áhrif COVID-19 heimfaraldurinn muni hafa á okkur í framtíðinni svo það er líklegt að þarfir starfsmanna þinna muni breytast. Fylgstu með þessum breytingum með reglubundnum könnunum og gakktu úr skugga um að stefnur fyrirtækisins séu í samræmi við markmið um fjölbreytni án aðgreiningar.

Hver er besta leiðin til að laga nýja alþjóðlega starfsmenn að fyrirtækinu úr fjarlægð? Við eru með nokkur hagnýt ráð til að hjálpa þér.

 

Tengdir hlekkir:

Hvernig mun COVID-19 faraldurinn hafa áhrif á núverandi kynjaójafnvægi í Evrópu?

Bestu ráðin við nýliðaþjálfun á nýjum alþjóðlegum starfsmönnum

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finna Eures ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures-löndum

Vinnugagnagrunnur Eures

Þjónusta Eures fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal Eures

Næstu viðburðir á Netinu

Eures á Facebook

Eures á Twitter

Eures á LinkedIn

Upplýsingar

Viðfangsefni
Viðskipti /FrumkvöðlastarfÁbendingar og ráðVinnumarkaðsfréttir/hreyfanleikafréttirNýliðunarstraumar
Geirinn
Accomodation and food service activitiesActivities of extraterritorial organisations and bodiesActivities of households as employers, undifferentiated goods- and servicesAdministrative and support service activitiesAgriculture, forestry and fishingArts, entertainment and recreationConstructionEducationElectricity, gas, steam and air conditioning supplyFinancial and insurance activitiesHuman health and social work activitiesInformation and communicationManufacturingMining and quarryingOther service activitiesProfessional, scientific and technical activitiesPublic administration and defence; compulsory social securityReal estate activitiesTransportation and storageWater supply, sewerage, waste management and remediation activitiesWholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.