Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring2 Júní 2020European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion

Það sem fyrirtæki hafa gert til að laga sig að ástandinu og búa sig undir framtíðina eftir COVID-19

Fyrirtæki í Evrópu og um allan heim hafa þurft að finna nýstárlegar lausnir til að bregðast við COVID-19.

How businesses are adapting to the crisis and preparing for a future after COVID-19
Shutterstock

Flest fyrirtæki hafa tímabundið breytt starfsháttum sínum, til dæmis með því að færa starfsfólk yfir í fjarvinnu og færa alla fundi yfir á netið. Slík umbreyting hefur gengið snurðulaust hjá fyrirtækjum í sumum atvinnugreinum en verið erfiðari fyrir önnur. Það skipti sköpum fyrir mörg lítil og meðalstór fyrirtæki að bregðast hratt við breytingum á framboði og eftirspurn.

Ef þú ert vinnuveitandi getur verið að þú sért að leita að hugmyndum um hvað þú getir gert og búið þig undir framtíðina eftir COVID-19. Hér eru nokkur dæmi um lítil og meðalstór fyrirtæki og sprotafyrirtæki sem hafa gert breytingar á rekstri sínum með góðum árangri:

  • Fyrirtækið Jeanologia í Valencia býður upp á vistvæna frágangsvinnu á fatnaði. Í kreppunni hefur fyrirtækið gjörhreinsað og sótthreinsað andlitsgrímur fyrir sjúkrahús – um15,000 grímur á hverjum degi. Stofnandi fyrirtækisins segir að hann hafi þegar hafið undirbúning fyrir tímabilið eftir COVID-19 þegar mikil eftirspurn verður eftir gjörhreinsun á fatnaði og sjálfbærri, vistvænni framleiðslu.
  • Dydu, franskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í hugbúnaði fyrir spjallyrki býður upp á sérsniðin spjallyrki með úrvali af tíðum spurningum til að hjálpa mannauðsteymum við að styðja við starfsfólk sitt. Þó að spjallyrkið sjálft sé ókeypis er Dydu að byggja upp stærri hóp viðskiptavina fyrir framtíðna og á sama tíma hjálpa öðrum fyrirtækjum við að takast á við kreppuna.
  • Veoleo Press, lítið útgáfufyrirtæki fyrir kennslubækur á spænsku fyrir börn sá fljótt þörfina á því að styðja við heimanám þegar skólar voru lokaðir. Það vann með listamönnum við að búa til litabækur sem fólk borgaði fyrir það sem það vildi til að hjálpa foreldrum við að halda spænskukennslu áfram heima fyrir. Sem hluti af víðfeðmum viðbrögðum fyrirtækisins við ástandinu býður Veoleo einnig upp á kennslumyndbönd og nýtt efni á netinu.
  • 10-Vins er franskt sprotafyrirtæki sem framleiðir sérhæfðar vélar sem stýra hitastigi og loftblöndun svo vínsmökkun geti farið fram við ákjósanlegar aðstæður. Fyrir ástandið seldi fyrirtækið helst til fyrirtækja með fagmenntaða vínþjóna. En 10-Vins beinir nú sjónum sínum að óbreyttum viðskiptavinum eftir lokun bara og veitingahúsa og þá helst vínáhugamönnum sem vilja drekka vönduð vín heima hjá sér á meðan allt er lokað. Það hefur einnig komið á fót tveimur netnámskeiðum fyrir fólk sem hefur áhuga á víngerð.
  • Með svipuðum hætti missti 58-Gin flesta viðskiptavini sína – bari og krár – vegna útgöngubannsins. Það tók þá erfiðu ákvörðun að hætta framleiðslu á handverksgininu sínu en sá þörf þörfina á annarri vöru, sem byggir á alkóhóli, til að styðja baráttuna gegn COVID-19: handsótthreinsi. Fyrirtækinu tókst að laga sig hratt að nýjum aðstæðum því stór hluti framleiðsluferlisins er svipaður og við ginframleiðslu og grunnhráefnið – alkóhól – er það sama.
  • Oura Health er finnst sprotafyrirtæki sem framleiðir svokallaða „heilsuhringi“ sem fylgjast með hjartslætti, öndun og hitastigi líkamanns. Oura Health áttaði sig á því að tæknin gæti varað við fyrstu einkennum COVID-19 eftir að viðskiptavinur, sem smitast hafði af veirunni, hafði samband. Sprotafyrirtækið hefur nú tekið þátt í rannsókn með University of California San Francisco og gefið 2000 hjúkrunarfræðingum heilsuhringi og fengið svipaðar fyrirspurnir frá löndum um allan heim.

Hjá Oura Health eins og mörgum af þessum dæmum er ávinningurinn ekki bara fjárhagslegur. Þessi fyrirtæki bjóða upp á lausnir við vandamálum af völdum veirunnar og á sama tíma auka þau fjölbreytni í rekstri og byggja upp kraftmikinn orðstír fyrir framtíðina.

 

Tengdir hlekkir:

Jeanologia

Spænskur iðnaður í COVID-19 kreppu

Dydu

Samskipti á erfiðum tímum: ávinningur spjallyrkja

Veoleo Press

Viðbrögð Veoleo við COVID-19 sóttkvínni

10-Vins

Coronavirus: comment 10-Vins pallie la baisse d'activité dans l'hôtellerie-restauration (grein á frönsku)

58-Gin

Svona hafa verksmiðjur breytt framleiðslu sinni með hraði til að berjast gegn kórónaveirunni

Oura Health

Svona hraðaði Covid-19 árangri norræns tæknifyrirtækis í Bandaríkjunum

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finna Eures ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures-löndum

Vinnugagnagrunnur Eures

Þjónusta Eures fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal Eures

Næstu viðburðir á Netinu

Eures á Facebook

Eures á Twitter

Eures á LinkedIn

Viðfangsefni
Viðskipti /FrumkvöðlastarfYtri EURES fréttirYtri hagsmunaaðilarVinnumarkaðsfréttir/hreyfanleikafréttirFréttir/skýrslur/tölfræðiNýliðunarstraumarUngmenni
Tengdir hlutar
Búseta & atvinna
Geirinn
Accomodation and food service activitiesActivities of extraterritorial organisations and bodiesActivities of households as employers, undifferentiated goods- and servicesAdministrative and support service activitiesAgriculture, forestry and fishingArts, entertainment and recreationConstructionEducationElectricity, gas, steam and air conditioning supplyFinancial and insurance activitiesHuman health and social work activitiesInformation and communicationManufacturingMining and quarryingOther service activitiesProfessional, scientific and technical activitiesPublic administration and defence; compulsory social securityReal estate activitiesTransportation and storageWater supply, sewerage, waste management and remediation activitiesWholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.