Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring6 Júní 2017European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion4 min read

Heimkoma: Líf Pólverja sem snúa aftur heim auðveldað til muna

Það er fólki eðlislægt að ferðast, flytja á aðra staði og reyna eitthvað nýtt. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að þetta er hluti af hinu alþjóðavædda nútímasamfélagi. En á sama tíma á hið gagnstæða sér stað. Það hefur sýnt sig að sífellt fleiri Pólverjar sem búa erlendis eru farnir að huga að því að snúa aftur heim. Fyrir 15 árum fluttu margir Pólverjar burtu til að freista gæfunnar í öðrum löndum, en eru nú að undirbúa heimferð. Hér áður fyrr var spurningin, af hverju? Í dag er aðalega spurt hvenær...

Homecoming: Polish returnees’ lives made much easier

Samkvæmt staðgengli forsætisráðherra Mateusz Morawiecki, er búist við að 100.000 til 200.000 Pólverjar, sem nú eru búsettir á Bretlandi séu að hugsa um að snúa aftur heim. "Pólverjar eru farnir að átta sig á því að það er mikið af tækifærum sem bíða þeirra heima," segir Morawiecki. Og þar sem mikill efnahagsvöxtur er í Póllandi um þessar mundir, ríkir mikil spenna hjá þeim sem vilja snúa aftur. Fyrir flesta sem hafa varið miklum tíma erlendis getur verið erfitt að snúa aftur. Þegar snúið er heim, getur verið að landið sé ekki lengur eins og það var þegar fólk flutti þaðan. Sennilega er það frábrugðið því sem fólk gerði sér í hugarlund.

Og það er hér sem Zielona Linia starfar - á stofnun sem aðstoðar Pólverja að snúa aftur heim. Stofnunin hefur sett á laggirnar herferð undir heitinu "Ertu að snúa aftur til Póllands?" og er ætlað Pólverjum sem búa erlendis og hafa ákveðið að snúa aftur heim. Helsta leiðin til að fá upplýsingar um starfsemina er að fara á versíðu stofnunarinnar http://powroty.gov.pl. Markmið hennar er að veita alhliða upplýsingar varðandi öll formsatriði sem mætir Pólverjum sem hafa hug á að snúa heim. Einnig hefur verið útbúinn bæklingur sem á að veita stuðning og kynna herferðina. Bæklingurinn, sem er tiltækur bæði á pólsku og ensku, veitir upplýsingar varðandi helstu atriði herferðarinnar.

Edyta Jaremko-Kuśmirak, ráðgjafi hjá vinnumálastofnunni, segir að tilgangur þeirra sé að hjálpa Pólverjum að fást við lagaleg, stjórnskipuleg og jafnvel sálræn atriði þegar kemur að heimflutningi. Þetta nær yfir stórt svið, allt frá því að skrá sig hjá vinnumálastofnun vegna atvinnuleitar, skattamála sem og flutning réttinda milli landa. Upplýsingar um hvernig megi sækja í sjóði til að stofna eigin rekstur, styrk vegna atvinnu, hvernig útbúa eigi starfsferilsskrá sem og þjálfunarnámskeið eru meðal þess sem stofnunin býður uppá. Edyta og samstarfshópur hennar aðstoða fólk einnig þegar kemur að viðkvæmum persónulegum málum eins og öfugsnúið menningaráfall, aðlögun barna að hinu nýja umhverfi þeirra (kannski ekki í fyrsta sinn), eða að finna réttan skóla.

Við hjálpum þeim sem hafa þegar ákveðið að snúa aftur heim. En við tökum ekki virkan þátt í því mikilvæga persónulega ákvörðunarferli að snúa aftur” segir Agnieszka Juźwiuk, upplýsingafulltrúi og vefstjóri hjá Zielona Linia starfsmannaþjónustunni.

Ef þú ert að hugsa um að snúa aftur til Póllands, ættirðu að skoða vefsíðuna þeirra. Þú getur verið viss um að starfsfólkið hjá Zielona Linia er ávallt tilbúið að svara spurningunum þínum, annaðhvort á tölvupósti eða í almennri upplýsingalínu (nr. 19524). Eins er mikilvægt að fylgjast með nýjustu upplýsingunum á Facebook og skoða mikilvægar ábendingar, ráðleggingar og myndbönd. Ertu enn með spurningar? Tengdu þig við beinar myndútsendingar, málstofu þar sem spurningum og svörum er svarað, en þetta gerist á hverjum síðasta fimmtudegi mánaðarins á þessari sömu Facebook síðu.

Þetta eru áskoranirnar sem EURES í Póllandi tekst á við með hjálp opinberu vinnumiðluninni. Markmiðið er að veita aðgengilegri vettvang fyrir fólk sem snýr aftur til Póllands, með því að hjálpa þeim að taka upplýstar ákvarðanir í samstarfi við fagfólk sem og aðra Pólverja sem hafa snúið til baka með aðstoð EURES.

 

Tengdir hlekkir:

Zielona linia, opinber starfsmannaþjónusta í Póllandi.

Herferðin “Ertu að snúa aftur til Póllands”

Viðtöl og vitnisburðir frá Pólverjum sem hafa snúið aftur til heimalandsins

Facebook síða herferðarinnar

Alþjóðleg rannsókn varðandi áskorunina sem fylgir því að snúa heim  - ‘Öfugsnúið menningaráfall’

 

Nánari upplýsingar:

Finna EURES ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures-löndum

VinnugagnagrunnurEures

Þjónusta Eures fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal Eures

Næstu viðburðir á Netinu

Eures á Facebook

Eures á Twitter

Eures á LinkedIn

Eures á Google+

Viðfangsefni
  • EURES bestu starfsvenjur
  • EURES þjálfun
  • Innri EURES fréttir
  • Vinnumarkaðsfréttir/hreyfanleikafréttir
  • Samfélagsmiðlar
Tengdir hlutar
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.