
Atvinnuleysi er að dragast saman í Hollandi þar sem hagkerfið er á batavegi og þó að fjöldi opinberra starfa komi til með að minnka vegna niðurskurðar fer störfum fjölgandi í einkageiranum.
Þó það sé lítil eftirspurn eftir ómenntuðu starfsfólki er skortur á umsækjendum með iðn- og tæknimenntun og því góðir möguleikar á að finna vinnu í mörgum tæknigeirum. Þessar stöður eru meðal annars CNC vélstjórar, sérfræðilogsuðumenn og iðnaðarpípulagningarmenn, en einnig er eftirspurn eftir verkfræðingum, tæknilega menntuðum verkefnastjórum og sérfræðingum í rannsóknum og hönnun.
Einnig er aukinn þörf á fólki sem getur sameinað þekkingu á ICT og viðskiptum, auk tilteknum umönnunarstörfum, fjármagnssérfræðingum og kennurum í stærðfræði, vísindum og tungumálum, á öllum stigum framhaldsmenntunar.
Ef þú býrð til vítt faglegt tengslanet eykur það líkur þínar á að finna vinnu í Hollandi þari sem ráðið er óformlega í margar stöður. Hollenski vinnustaðurinn reiðir sig í auknum mæli á sveigjanlega vinnu, en einn af hverjum þremur vinnur sem verktaki, árstíðabundinn starfsmaður, sjálfstætt, á núll-tíma-samningi eða í gegnum íhlaupaskrifstofur.
UWV, opinbera vinnumiðlunin er meðlimur í EURES samstarfsnetinu og gefur miklar upplýsingar á ensku, þýsku, frönsku, spænsku, búlgörsku, pólsku og rúmensku á vefsíðu sinni werk.nl. Þar finnurðu allt sem þú þarft að vita um vinnuleyfi, starfsumsóknir og önnur formsatriði um búsetu í Hollandi.
EURES og UWV birta upplýsingar um lausar stöður á vefsíðum sínum og þú getur einnig birt ferilskránna þína þar ef þú ert að leita að vinnu. Almennar og sérfræði starfasíður eru taldar upp á síðu UWV.
Í Hollandi er mjög algengt að senda opnar starfsumsóknir inn til fyrirtækja. Ef þú sérð fyrirtæki sem þú hefur áhuga á að vinna fyrir geturðu sent ferilskránna þína og kynningarbréf án þess að bíða eftir því að laus staða sé auglýst.
Þó að enska sé víða töluð þarftu að tala einhverja hollensku til að auka líkur þínar á að finna starf. Starfsfólk EURES hjá UWV getur aðstoðað þig við að finna stað til að læra.
Tengdir hlekkir:
Nánari upplýsingar:
Finndu EURES-starfsfólk
Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures-löndum
Vinnugagnagrunnur Eures
Þjónusta Eures fyrir vinnuveitendur
Viðburðadagatal Eures
Næstu viðburðir á Netinu
Eures á Facebook
Eures á Twitter
Eures á LinkedIn
Upplýsingar
- Útgáfudagsetning
- 27 Júní 2019
- Höfundar
- European Labour Authority | Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion
- Viðfangsefni
- Vinnumarkaðsfréttir/hreyfanleikafréttirFréttir/skýrslur/tölfræðiNýliðunarstraumarUngmenni
- Tengdir hlutar
- Búseta & atvinna
- Geirinn
- Accomodation and food service activitiesActivities of extraterritorial organisations and bodiesActivities of households as employers, undifferentiated goods- and servicesAdministrative and support service activitiesAgriculture, forestry and fishingArts, entertainment and recreationConstructionEducationElectricity, gas, steam and air conditioning supplyFinancial and insurance activitiesHuman health and social work activitiesInformation and communicationManufacturingMining and quarryingOther service activitiesProfessional, scientific and technical activitiesPublic administration and defence; compulsory social securityReal estate activitiesTransportation and storageWater supply, sewerage, waste management and remediation activitiesWholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles