Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring15 Mars 2018European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion4 min read

Þýskaland vantaði starfsfólk á sviði umönnunar... Þannig að Cristina fór um borð í flugvél

Spænski sjúkraliðinn Cristina Cañadas Pequin þurfti að vera fljót að finna vinnu. Tímabundna samningnum hennar var að ljúka og það var fátt um tækifæri nálægt henni. Með því að sækja um starfsnám í Þýskalandi í gegnum Fyrsta Eures starfið þitt (YfEJ) fann hún loksins stöðuna sem hún hafði leitað að.

Germany needed care sector workers… so Cristina got on a plane
EURES

Cristina tryggði sér starfsnámið hjá ‚Haus Margerita‘, sérhæfðu umönnunarheimili, þar sem hún veitir fólki með geðraskanir sérfræðiaðstoð:

„Starf mitt felst í umönnun þeirra sem þarfnast þess mest,“ útskýrir Cristina. „Til dæmis aðstoða ég notendur þjónustunnar á matartímum og hjálpa við líkamlega heilsu þeirra. Ennfremur, er ég hérna til að veita hvatningu og skapa traust og öryggi.“

YfEJ heillaði á tveimur sviðum. „Í fyrst lagi, var ég atvinnulaus, og það var mjög erfitt að finna vinnu heima á Spáni. Plús, möguleikinn á hágæða starfsreynslu, ásamt tækifærinu á að lifa erlendis, höfðaði til mín... Þetta var draumur sem rættist.“

Með því að sækja um stöðuna í gegnum YfEJ, hafði Cristina aðgang að umtalsverðum stuðningi við undirbúning undir líf erlendis.

„YfEJ hjálpaði mér ekki aðeins að finna starf sem ég elska, heldur gáfu þau mér pening til að hjálpa mér að koma mér fyrir... Ég fæ einnig vikulega þýskutíma, allt þökk sé YfEJ.“

Í þriggja ára starfsnáminu fær Cristina sambland af starfsnámi og verklegri þjálfun. Það þýðir að hún kemur sér upp kunnáttu sem hún þarf til að komast lengra í starfsferli sínum, fær staðfestingu á hæfni og vinnur sér inn mannsæmandi laun - allt á sama tíma.

„Ég er í þjálfun sem Þjóðverjar kalla ‚Ausbildung‘. Í raun vinn ég fyrir fyrirtækið í mánuð og eyði svo mánuði í skóla, fer síðan aftur í vinnu og svo framvegis. Það þýðir að þegar ég er í vinnunni er ég að nota það sem ég lærði í skólanum.“

Með því að taka starfinu hjá Haus Margerita hefur Cristina einnig átt sinn þátt í að draga úr skorti á starfsfólki á landsvísu, en næstum tveir þriðju hlutar umönnunarstofnanna Þýskalands eru undirmannaðar á þessum tíma.

Eins og forstöðumaður umönnunarheimilisins, Stefanie Goldwich, útskýrir: „Heilbrigðisgeirinn er sífellt að stækka og skortur á kunnáttufólki er því miður alvarlegt vandamál á svæðinu. Þar sem við höfum haft fleiri laus störf en viðeigandi umsækjendur þurftum við að leita til YfEJ eftir aðstoð.“

YfEJ var fljótt að koma Stefanie í samband við Cristina. „YfEJ aðstoðuðu okkur gríðarlega við allt undirbúningsferlið; við þurftum bara að láta vita að við höfðum áhuga á að ráð starfsnema að utan,“ segir Stefanie. „Auðvitað sendum við inn ráðningarviðmið... Til dæmis þurfti mögulegur starfsmaður að vera með grunnskólapróf (‚Mittlere Reife‘) og að hafa lokið þjálfun í heilbrigðisgeiranum.“

Þegar YfEJ hafði gefið þeim tengiliðaupplýsingar Cristina, var ráðningarferlið mjög einfalt. Eftir tölvupóstssamskipti í byrjun kom Cristina að hitta Stefanie og samstarfsfólk hennar á umönnunarheimilinu og þar sem hún kom vel fyrir í viðtalinu, ákváðu þau að ráða hana.

Helsta áskorunin sem Cristina hefur staðið frammi fyrir var þörfin á að ná þýskunni hratt og örugglega, sérstaklega þegar kemur að tæknilegum hugtökum, og Stefanie viðurkennir að þetta hafi sett hana í „lakari upphafsstöðu“ heldur en þýska starfsnema. Engu að síður segir hún að þetta hafi ekki skapað neinar hindranir þar sem vinna með sjúklingum sé „að mestu leyti án orða og krefst mikils látbragðs og bendinga“.

Stefanie finnst að Cristina hafið verið „alveg frábær“ og Haus Margerita býður henni upp á frekari tungumálaþjálfun í þýsku, með áherslu á sérfræði hugtök.

Fyrir hennar leyti er Cristina áköf í að hvetja annað ungt fólk til að taka þátt í YfEJ verkefninu:

„Þetta er mjög gott tækifæri, mjög erfitt líka... En ef þú hefur kunnáttuna og ert ákveðin mun YfEJ hjálpa þér að finna leið. Sjálfstraust þitt mun aukast við að búa við ein, sjá um þín eigin fjármál, byggja upp vináttu og aðlaga þig að lífi í nýju landi... Ég verð alltaf þakklát fyrir þetta dásamlega tækifæri.“

Fyrst Eures starfið þitt er starfahreyfanleika verkefni Evrópusambandsins. Til að fá að vita meira um starfa- og þjálfunartækifæri í ESB eða finna starfsmenn með kunnáttuna sem þig vantar skaltu hafa samband við eina af vinnumiðlun verkefnisins eða hafa samband við næsta Eures ráðgjafa í gegnum Eures-gáttina.

 

Tengdir hlekkir:

Deutsche Welle – “Þýskaland leitar umönnunaraðila

Eures-gáttin

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finna Eures-ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures-löndum

VinnugagnagrunnurEures

Þjónusta Eures fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal Eures

Næstu viðburðir á Netinu

Eures á Facebook

Eures á Twitter

Eures á LinkedIn

Viðfangsefni
  • Árangurssögur
  • Ungmenni
Tengdir hlutar
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.