Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring29 Janúar 2021European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion4 min read

Framtíð vinnumarkaðarins: Kennarar

Færnispá Cedefop gerir okkur kleift að ímynda okkur hvernig vinnumarkaðurinn gæti litið út eftir 10 ár með því að spá fyrir um framtíðarþróun í atvinnumálum. Í þessari greinaröð munum við skoða hugsanlegar áskoranir og breytingar sem vissar starfsstéttir munu standa frammi fyrir fram til 2030.

The future of work: Teaching professionals
Shutterstock

Næsta starfsstéttin sem við beinum sjónum að eru kennarar. Kennarar eru þeir sem bera ábyrgð á bekkjarkennslu, málstofum, fyrirlestrum á mismunandi kennslustigi og í mismunandi kennslugreinum, allt frá almennri menntun yfir í iðnnám og verknám.

Helstu staðreyndir

  • Um það bil 11 milljónir manna í Evrópusambandinu störfuðu sem kennarar árið 2018.
  • Störf á sviði kennslu jukust um 2% á 12 ára tímabili frá 2006 en gert er ráð fyrir því að þeim muni fækka um 2% fram til ársins 2030.
  • Hin svokallaða „færni 21. aldarinnar“ hefur beint sjónum að einstaklingsmiðaðri kennslu og viðmið um háskólamenntun.
  • Um 84% kennara voru með háskólamenntun árið 2018.
  • Hlutfall kvenna í þessari fagstétt var 71% árið 2018.

Verkefni og færni

Helstu verkefni og færni er talin upp að neðan út frá mikilvægi í heild:

  • Kennsla, fræðsla og þjálfun
  • Sköpunargáfa og viljastyrkur
  • Finna og leggja mat á upplýsingar
  • Læsi
  • Sjálfræði
  • Hópavinna
  • Þjónusta og ástundun (þ.e. veita aðstoð)
  • Sala og áhrifamáttur (þ.e. nota sannfæringarfærni)
  • Notkun upplýsinga- og samskiptatækni

Hver verður framtíðarþróunin?

  • Ráða þarf í um 5,3 milljón laus störf fram til 2030.
  • Gert er ráð fyrir því að ný kennslu- og verknámsstörf skapist í 13 af 28 löndunum sem voru rannsökuð.
  • Gert er ráð fyrir því að atvinna vaxi verulega í Króatíu, Kýpur, Frakklandi, Ungverjalandi, Írlandi og Rúmeníu og minnki töluvert í Búlgaríu, Litháen, Póllandi og Portúgal.
  • Ekki er gert ráð fyrir því að hlutfall kennara með háskólamenntun breytist á tímabilinu 2018-2030.

Hvaða breytingarhvatar munu hafa áhrif á færni þeirra?

Kennarar þurfa að búa yfir sérhæfðri þekkingu og mjúkri kunnáttu. Þeir þurfa einnig að fylgjast með nýjustu breytingum. Líklegt er að eftirfarandi hvatar leiði til breytinga á fagi þeirra á næstu árum.

  • Einstaklingsmiðuð kennsla: Þessi vaxandi þróun mun krefjast þess að kennarar verði sér úti um fagþekkingu sem hjálpar þeim við að vinna í samstarfi við nemendur auk þess að bjóða upp á sérsniðna kennslu. Þeir þurfa einnig að búa yfir færni til að laga sig að aukinni áherslu á sköpunargáfu, nýsköpun og frumkvöðlastarf í kennslu.
  • Tækni: Þróun í stafrænni kennslu þýðir að kennarar þurfi nýja tæknikunnáttu, eins og kunnáttu í námsverkvöngum á netinu, búa til opnar kennslulausnir og nota stafræna miðla. Á sviði iðn- og verknáms getur verið að kennarar þurfi að búa yfir sérfræðiþekkingu til að færa sér háþróaða tækni í nyt.
  • Lýðfræðilegt mynstur: Þar sem aðeins einn þriðji hluti kennara er undir 40 ára aldri getur verið að sum lönd búi yfir hærra upplýsinga- og samskiptatæknilæsi meðal nemenda en kennara. Það þarf að taka á slíkum eyðum í kunnáttu.
  • Hnattvæðing: Kennarar þurfa að búa yfir alþjóðlegri sýn til að hjálpa nemendum við að þróa alþjóðleg viðhorf. Í sífjölbreyttari bekkjum þurfa þeir einnig að geta skilið mismunandi menningarheima og boðið upp á kennslu þar sem enginn er útilokaður.

Um helmingur landa Evrópusambandsins leggur einnig sérstaka áherslu á að bæta fagþekkingu kennara á sviði vísinda, tækni og stærðfræði (STEM).

Hvernig er hægt að uppfylla þessar færniþarfir?

Menntun og þjálfun er lykillinn að því að taka á þörfum kennara, þar á meðal aðstoð við að aðlagast tæknibreytingum og einstaklingsmiðaðri kennslu.

Stefnumótendur þurfa að koma saman til að búa til alhliða stefnur á sviði fjölbreytni þar sem samráð er haft við hagsmunaaðila, foreldra og samfélagshópa. Framkvæmdastjórnin hefur einnig forgangsraðað fagmenntun þeirra sem sjá um kennslu ungra barna.

Vilt þú vita meira um færnispána og hvað framtíðin ber í skauti sér varðandi störf í Evrópu? Kíktu á yfirlitsgreinina okkar í þessari röð og greinarnar okkar um starfsstéttir á sviði lögfræði, félagsmála og menningar, þjónustu- og verslunarstjóra og sérfræðinga á sviði upplýsinga- og samskiptatækni.

 

Tengdir hlekkir:

Færnispá

Sérfræðinga í kennarastétt: færnitækifæri og -áskoranir (uppfært 2019)

Vinnumarkaður Evrópusambandsins og vinnustaðir á þriðja áratug þessarar aldar

Framtíð vinnumarkaðarins:Starfsstéttir á sviði lögfræði, félagsmála og menningar

Framtíð vinnumarkaðarins:Þjónustu- og verslunarstjórar

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finna EURES-ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES-löndum

Vinnugagnagrunnur EURES

Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal EURES

Næstu viðburðir á Netinu

EURES á Facebook

EURES á Twitter

EURES á LinkedIn

Upplýsingar

Viðfangsefni
  • Viðskipti /Frumkvöðlastarf
  • EURES þjálfun
  • Ytri EURES fréttir
  • Ytri hagsmunaaðilar
  • Vinnumarkaðsfréttir/hreyfanleikafréttir
  • Fréttir/skýrslur/tölfræði
  • Nýliðunarstraumar
  • Ungmenni

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.