Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring25 September 2020European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion6 min read

Framtíð vinnumarkaðarins: Sérfræðingar á sviði upplýsinga- og samskiptatækni

Færnispá Cedefop gerir okkur kleift að ímynda okkur hvernig vinnumarkaðurinn gæti litið út eftir 10 ár með því að spá fyrir um framtíðarþróun í atvinnumálum. Í nýrri greinaröð munum við skoða hugsanlegar áskoranir og breytingar sem vissar starfsstéttir munu standa frammi fyrir fram til 2030.

The future of work: ICT professionals
EURES

Þau störf sem fjallað er um í þessari grein eru sérfræðingar á sviði upplýsinga- og samskiptatækni. Það nær yfir störf á sviði rannsókna, áætlanagerðar, hönnunar, skrifta, prófana, ráðgjafar og úrbóta á upplýsingatæknikerfa, vélbúnaðar, hugbúnaðar og tengdra hugtaka fyrir tiltekna notkun.

Helstu staðreyndir

  • Um það bil 3,5 milljónir manna voru störfuðu á sviði upplýsinga- og samskiptatækni árið 2018.
  • Ráðningar í slík störf jukust um rúm 29% milli áranna 2006 og 2018.
  • 71% af sérfræðingum á sviði upplýsingatækni voru með æðri menntun árið 2018.
  • 25% vinnuaflsins var með meðalmenntun árið 2018.
  • Upplýsinga- og samskiptatækni er tækni í almennum tilgangi svo að breytingar og truflanir í hagkerfinu geta haft veruleg áhrif á eftirspurn því hvaða færni sóst sé eftir hjá slíkum sérfræðingum í framtíðinni.

Verkefni og færni

Helstu verkefni og færni er talin upp að neðan út frá mikilvægi í heild:

  • Notkun upplýsinga- og samskiptatækni
  • Sjálfræði
  • Finna og leggja mat á upplýsingar
  • Sköpunargáfa og viljastyrkur
  • Læsi
  • Hópavinna
  • Tölulæsi
  • Reglusemi
  • Sala og áhrifamáttur
  • Kennsla, fræðsla og þjálfun
  • Stjórnun og samræming
  • Handlagni
  • Þjónusta og ástundun
  • Notkun véla
  • Styrkur

Hver verður framtíðarþróunin?

  • Því er spáð að störf upplýsingatæknisérfræðinga vaxi um 11% á tímabilinu 2018 til 2030 og að 395.000 störf skapist.
  • Ef við bætum við þeim fjölda sem hætta störfum á sama tíma (1,2 milljónir er áætlað) gefur þessi vöxtur til kynna að fylla þurfi 1,6 milljónir starfa á sviði upplýsinga- og samskiptatækni á árunum 2018 til 2030.
  • Fjöldi sérfræðinga á sviði upplýsinga- og samskiptatækni með meðalmenntun mun haldast meira og minna óbreyttur 23% árið 2030.
  • Gert er ráð fyrir því að fjöldi sérfræðinga á sviði upplýsinga- og samskiptatækni með æðri menntun aukist í 74% árið 2030.

Hvaða breytingarhvatar munu hafa áhrif á færni þeirra?

  • Þróun á tækni og virðiskeðjum: Eftir því sem upplýsinga- og samskiptatækni verður stærri hluti af atvinnustarfsemi hefur hugbúnaður verið - og mun halda áfram að vera - þróaður. Líklegt er að þróun á tækni og virðiskeðjum muni breyta jafnvæginu frá tæknilegri upplýsinga- og samskiptatækni yfir í þekkingu og mjúka fagkunnáttu í tilteknum atvinnugreinum eins og stjórnun og áætlanagerð.
  • Frekari stafræning á hagkerfinu: Stafræning mun auka eftirspurn eftir fólki með ítarlega þekkingu á atvinnugreininni sem getur þróað skilvirkar, sérsniðnar upplýsinga- og samskiptatæknilausnir fyrir hvaða fyrirtæki eða samtök sem er.
  • Aukin útvistun á upplýsinga- og samskiptatæknifærni yfir til ódýrari markaða utan Evrópusambandsins: Sérfræðingar í Evrópusambandinu munu þurfa færni í fjölbreyttum greinum eins og stjórnun á aðfangakeðjum í samhengi við upplýsinga- og samskiptatækni.
  • Síöflugri tölvur: Þær munu leiða til þess að aukið magn og fjölbreytni gagna verður til. Slík „stórgagnaþróun“ ætti að leiða til eftirspurnar eftir góðri gagnagreiningarfærni og færni í að skala og stjórna gögnum fyrir fyrirtæki. Gert er ráð fyrir því að slíkt leiði til nýrra starfa (t.d. gagnavísindamanna, gagnastjóra og gagnastjórnenda).
  • Breytingin yfir í skýjatölvuvinnslu: Gert er ráð fyrir því slíkt gerist með auknum hraða fyrir bæði fyrirtæki og neytendur og dragi úr eftirspurn eftir tækniþekkingu hjá notendum þar sem þjónustu verður útvistað til skýjafyrirtækja. Það mun þýða að fyrirtæki þurfi á færni í þjónustusamþættingu, þjónustustjórnun, hönnun og stjórnun á skýjum og smíði og hagræðingu á skýjagagnaverum.
  • Sjálfvirkni: Eftir því sem rannsóknir og fjárfesting iðnaðarins í sjálfvirkni og snjallheimilismiðstöðvum aukast mun það leiða til aukinnar eftirspurnar eftir hugbúnaðar- og vélbúnaðarsérþekkingu fólks með góða reiknings- og lénskunnáttu. Fagfólk með slíka færni á eftir að verða dýrmætt fyrir bæði eldri fyrirtæki á markaði, sem vonast til að styrkja stöðu sína, og sprotafyrirtæki sem storka núverandi ástandi.
  • Vöxtur á interneti hlutanna: Slíkt mun auka eftirspurn eftir færni og störfum í tengslum við arkitektúr og hönnun, þekkingu og færni í meðhöndlun á fjölbreyttum kerfum og skilningi eftir stöðlun og samhæfni á milli tengdra (og sem á eftir að tengja) kerfa. Eftirspurn eftir tækniþekkingu á internetkerfum hlutanna og færni í stjórnun á margvíslegum netstillingum, sem eru hluti þeirra, mun einnig aukast.
  • Samtenging vegna „snjallkerfa“: Þar sem ýmiss konar íhlutar upplýsinga- og samskiptatækniinnviða verða sífellt samtengdari með vexti á „snjallkerfum“ munu ógnanir af völdum tölvuglæpa og tölvuhryðjuverka aukast. Af þeim völdum er því spáð að eftirspurn eftir gagnavísinda- og greiningarfærni muni vaxa ásamt skarpskyggni í viðskiptum. Eftirspurn eftir tölvuöryggiskunnáttu í tengslum við bæði hugbúnað og vélbúnaðarkerfi mun aukast og munu sérfræðingar líklega þurfa að búa yfir góðri menntun til að uppfylla eftirspurn eftir samtengdum „snjöllum“ innviðakerfum framtíðarinnar.

Hvernig er hægt að uppfylla þessar færniþarfir?

Upplýsinga- og samskiptatæknisérfræðingar búa oft yfir menntun sem ekki er algjörlega á sviði upplýsingatækni. Ef vísindum, tækni, verkfræði, stærðfræði og annarri upplýsinga- og samskiptatengdri færni er bætt við námsskrár fjölbreyttra námsgreina getur slíkt því hjálpað fólki við að færa sig yfir í störf á sviði upplýsinga- og samskiptatækni óháð menntun sinni. Sérfræðingar og samskiptatæknisérfræðingar geta sótt sér ýmiss konar fagvottanir hjá einkareknum þjónustuaðilum og fræðslustofnunum til að viðhalda þekkingu sinni og færni. Rannsóknin QUALITY á sviði rafrænnar færni sýnir að vottanir eru orðnar nauðsynlegar fyrir upplýsinga- og samskiptatæknisérfræðingar óháð bakgrunni þeirra - um helmingur þeirra býr yfir að minnsta kosti einni vottun.

Aukin áhersla á atvinnugreinasérfræðiþekkingu er áskorun en þverlæg færni (þ.e. að öðlast þekkingu og sérfræðiþekkingu tiltekinnar atvinnugreinar eða margra atvinnugreina) ætti einnig að vera hluti af símenntun á vinnustöðum. Til að stuðla að færanleika upplýsinga- og samskiptatæknisérfræðinga í hagkerfinu og/eða í löndum Evrópusambandsins, býður framkvæmdastjórn Evrópusambandsins upp á sameiginlegan evrópskan ramma fyrir upplýsinga- og samskiptatæknisérfræðinga í öllum iðngreinum.

Vilt þú vita meira um færnispána og hvað framtíðin ber í skauti sér varðandi störf í Evrópu? Skoðaðu yfirlitsgreinina og greinar okkar um lögfræði-, félags- og menningarstéttir og þjónustu- og verslunarstjóra.

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finna EURES-ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES-löndum

Vinnugagnagrunnur EURES

Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal EURES

Næstu viðburðir á Netinu

EURES á Facebook

EURES á Twitter

EURES á LinkedIn

Upplýsingar

Viðfangsefni
  • Ytri EURES fréttir
  • Vinnumarkaðsfréttir/hreyfanleikafréttir
  • Fréttir/skýrslur/tölfræði
  • Nýliðunarstraumar
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.