Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring9 Janúar 2019European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion4 min read

Fjórar algengar persónuleikagerðir á vinnustað og gefandi samskipti við þær

Allir eru mismunandi. Við erum öll með okkar eigin hugsanir, reynslu, skoðanir og menningu. Á meðan þessi fjölbreytni gerir lífið áhugaverðara og spennandi, getur hún valdið erfiðleikum á vinnustað þegar þessar ólíku persónuleikagerðir rekast á hvor aðra. Að læra hvernig eigi að starfa á árangursríkan hátt með samstarfsfólki og hvernig eigi að takast á við persónuleika þeirra er mikilvægur þáttur í starfsævinni.

Four common workplace personalities and how to work effectively with them
EURES

Við ætlum að skoða hérna fjóra persónuleikagerðir sem þú gætir rekist á og veita nokkur ráð hverning megi eiga gefandi samskipti við þessa einstaklinga.

Leiðtoginn

Hverjir eru þeir? Leiðtogar eru yfirleitt mjög metnaðargjarnir, drífandi og sjálfsöruggir einstaklingar. Þetta er fólk sem tekur stjórn á aðstæðum, tekur upplýstar ákvarðanir og það er líklegt að þeir taki á sig mikla yfirvinnu. Á móti jákvæðu eiginleikum þeirra kemur sú staðreynd að þeir hafa tilhneigingu til að láta sína eigin skoðun ráða og geta verið ónærgætnir þegar kemur að skoðunum og tilfinningum annarra. Og þótt að þeir komi oft auga á ‘heildarmyndina’, geta þeir átt það til að sjást yfir smáatriðin.

Hverning er best að vinna með þeim? Vertu skýr, skynsamur og rökfastur þegar þú nálgast leiðtogann, sérstaklega ef þú vilt að þeir taki mark á skoðunum sem eru ekki þeirra eigin. Fylgdu leiðsögn þeirra og gefðu þeim það frelsi sem þeir þurfa til að skara framúr. Í lokinn skaltu reyna að verða ekki reiður eða pirraður ef þeir segja eitthvað sem þér gæti fundist særandi – þeir hafa að öllum líkindum ekki meint þetta þannig.

Friðarstillirinn

Hverjir eru þeir? Friðarstillar eru kjarninn í sterku og árangursríku teymi af því þeir eru þolinmóðir, hafa góða samskiptahæfileika og eru yfirvegaðir. Það er ómögulegt að líka ekki við friðarstilla þar sem þeir eru yfirleitt vingjarnlegir, skilningsríkir og viðkunnalegir. Hins vegar eiga þeir til að forðast átök, stundum á eigin kostnað og leggja of mikla áherslu á það að gera öllum til geðs og eru auðveldlega ofurliði bornir af störfum sínum og skyldum.

Hverning er best að vinna með þeim? Gæta skal þess að þeir séu ekki fastir í öðrum störfum áður en þeim eru gefin frekari verkefni, þar sem þeir eru líklegir til að segja ‘já’ jafnvel þótt þeir hafi engan tíma. Hvettu þá til að stíga út úr þægindahringnum sínum, segja skoðun sína og takast á við nýja reynslu. Og mundu að þakka þeim fyrir vinnu þeirra  – friðarstillar eru svo hæverskir að hætta er á að störf þeirra eru tekin sem sjálfsagður hlutur.

Félagsveran

Hverjir eru þeir? Félagsverur eru skemmtilegar og líflegar og það fer oft mikið fyrir þeim. Þeir eru góðir í tengslamyndun og ná vel til annarra, og vinna þeirra ber oft merki um skapandi hugsunarhátt. Aftur á móti geta þeir verið óskipulagðir, óeinbeittir og það getur verið erfitt að vinna með þeim þar sem þeir fara úr einu verkefni í annað.

Hverning er best að vinna með þeim? Það verður að gefa félagsveruni frelsi til að láta sköpunargáfuna njóta sín, en eins verður að stýra þeim með ákveðnum verkefnum og föstum skilafrestum svo að þeir haldi einbeitingu. Taka skal þátt í samtölum við þá á uppbyggilega hátt, en ekki láta undan tilhneigingu þeirra til að spjalla - og eins verður að stýra þeim burtu frá neikvæðu slúðri.

Greiningaraðilinn

Hverjir eru þeir? Greiningaraðilar eru oft á tíðum alvarlegir og hugsandi og vilja helst starfa sjálfstætt. Þeim er treystandi fyrir því að ljúka verkefni með mikilli nákvæmni, en fullkomnunarþörf þeirra getur leitt til óhjákvæmilegra vonbrigða bæði hjá þeim sjálfum sem og samstarfsaðilum þeirra. Á meðan greiningaraðilar eru góðir í að fylgja skipunum, geta þeir átt erfitt með að takast á við óvissur og nýjar aðstæður sem taka þá út fyrir þægindahringinn.

Hverning er best að vinna með þeim? Greiningaraðilar vilja gjarnan hafa nægan tíma og lítinn þrýsting þegar kemur að því að taka ákvarðanir. Þeir vilja einnig hafa allar upplýsingar til staðar þegar þeir taka ákvörðun. Þannig að þú ættir að láta þá fá allar staðreyndir málsins og gefa þeim nægilegt rými til að fá sem besta niðurstöðu.

Auðvitað snýst þetta ekki bara um hvernig þú nálgast aðra – samstarfsmenn þínir munu þurfa að koma til móts við þig. Þú gætir jafnvel þekkt sjálfan þig í einhverri af þessum lýsingum, þannig að þú getur hámarkað vinnuafköst þín með því að taka mið af þessum leiðbeiningum.

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finna Eures-ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures-löndum

Vinnugagnagrunnur Eures

Þjónusta Eures fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal Eures

Næstu viðburðir á Netinu

Eures á Facebook

Eures á Twitter

Eures á LinkedIn

Viðfangsefni
  • Ábendingar og ráð
  • Ungmenni
Tengdir hlutar
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.