Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring20 Apríl 2017European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion

Fyrrverandi fjölmiðlamaður frá Króatíu nýtir sér kunnáttu sína í mannlegum samskiptum í Þýskalandi

Mario Schneller sem fæddur er og uppalinn í Zagreb, og sem starfaði í um áratug fyrir þjóðarútvarp Króatíu, ákvað að leggja allt undir í því skyni að breyta um stefnu hjá sér.

Former Croatian media professional puts his people skills to good use in Germany
EURES Croatia / Mario Schneller

Hann var ekki viss um hvar hann ætti að byrja, svo Mario sendi frá sér netfangalista til opinberu vinnumiðlunarinnar á staðnum, og það kom honum þægilega á óvart hveru þeir voru tilbúnir að vinda sér í verkefnið. Samkvæmt EURES Ráðgjafanum Patricija Kezele, þá er Mario ekki venjulegur viðskiptavinur. Hann fylgdi upphaflega sígildum ráðleggingum sem atvinnuleitendur fá eins og góð ráð, leiðbeiningar og upplýsingar um hvernig eigi að festa sér starf erlendis - og sérstaklega í Þýskalandi. Þýsk fjölskylduarfleifð hans sem og kunnátta hans í tungumálinu var þegar með skotmarkið í sigtinu.

Sá sem tekur frumkvæði og tekur þátt í samvinnu

Mario átti þegar að baki 10 ára starfsferil í útvarpsgeiranum í Króatíu, og hann hafði einnig verið framkvæmdastjóri fyrir söngvara á uppgangstímanum seinni hluta áratugarins 1990-1999. Hlutaverkefni sem leiðbeinandi á sviði upplýsingatækni tryggði einnig að hann gat státað af verkkunnáttu á fjölmörgum sviðum auk aðaláhugamálsins og hinnar náttúrulegu lagni við að tengja saman fólk. Samt fólst helsta vandamálið í því að kortleggja þessa kunnáttu í öfluga, gagnorðaða og auðselda ferilskrá, að mati EURES í Króatíu.

Nokkur tölvupóstsamskipti fóru fram viðPES (Opinberu vinnumiðluninni) á staðnum árið 2014, þar sem hann hafði dregið upp útlínur af þörfum sínum, bað um skýrar leiðbeiningar, og góð ráð um það hvernig eigi að fara að því að breyta um stefnu og þetta þróaðist síðan yfir í beina samvinnu.

„Upphaflega fórum við gegnum ferli til að útiloka það sem ekki var mögulegt, eins og ört vaxandi UT geirinn. Úr því að Mario talar mjög þokkalega þýsku og ensku, þá færðum við okkur í nyt samskiptaeiginleika hans og fórum að setja markið á atvinnugeirana sem snúa að matargerðarlist og gistiþjónustu“, segir EURES ráðgjafinn Patricija Kezele.

Þegar búið var að hrinda af stað stefnuákvörðun, þar sem aðilar höfðu komið sér saman um að matargerðarlist væri það svið sem ætti að einbeita sér að, þá var næsta skref að senda nýju ferilskrána til EURES sem annast þýska matargerðarlitageirann sem hafði samband við nokkra vinnuveitendur. Að lokum skilaði þessi mikla vinna sér og hann fékk starfstilboð í veitingahúsageiranum í Þýskalandi, og að starfa með fólki.

Mario vill hvetja aðra til að reyna að fá starf í öðru ESB landi.

„Ég er ánægður með að hafa fengið tækifæri til að njóta góðs af EURES og mæli með því að aðrir geri það einnig. Ég mun vissulega nota þetta aftur. Í raun þá var erfitt að vinna í Þýskalandi til að byrja með en nú er ég farinn að sjá arðinn skila sér af þessu framtaki. Þetta kemur sér einnig vel fyrir ferilskrána mína. Og hver veit kannski á ég eftir að nota þjónustu þeirra aftur - a.m.k þá er ég vissulega opinn fyrir því að bæta mig faglega!“.

 

Tengdir hlekkir:

Búseta og störf í Þýskalandi

Króatíska PES (Opinber vinnumiðlun)

 

Nánari upplýsingar:

Finna EURES-ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures löndum

Vinnugagnagrunnur - starfagagnagrunnur Eures

Þjónusta Eures fyrir atvinnurekendur

Viðburðadagatal Eures

Næstu viðburðir á Netinu

Eures á Facebook

Eures á Twitter

Eures á LinkedIn

Eures á Google+

Viðfangsefni
Árangurssögur
Tengdir hlutar
Búseta & atvinna
Geirinn
Accomodation and food service activitiesActivities of extraterritorial organisations and bodiesActivities of households as employers, undifferentiated goods- and servicesAdministrative and support service activitiesAgriculture, forestry and fishingArts, entertainment and recreationConstructionEducationElectricity, gas, steam and air conditioning supplyFinancial and insurance activitiesHuman health and social work activitiesInformation and communicationManufacturingMining and quarryingOther service activitiesProfessional, scientific and technical activitiesPublic administration and defence; compulsory social securityReal estate activitiesTransportation and storageWater supply, sewerage, waste management and remediation activitiesWholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.