Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring24 Apríl 2020European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion3 min read

Fimm nauðsynleg atriði sem þú þarft til að vinna heiman frá þér

Mörgum okkar hefur verið falið að vinna heiman frá okkur af völdum COVID-19. Ef þú hefur aldrei unnið heiman frá þér áður eða ef þú ert ekki viss um að búa yfir öllu sem þú þarft til að gera svo, höfum við sett saman lista yfir fimm nauðsynleg atriði til að koma þér í gang. Jafnvel þó þú sért ekki í vinnu í augnablikinu geta sum þessara atriða komið þér að gagni ef þú ert í atvinnuleit eða sinna lærdómnum heima hjá þér.

Five things you need to start working from home
Shutterstock

Upplýsingatæknibúnaður

Þú þarft líklega tölvu eða fartölvu með aðgangi að innra neti fyrirtækisins til að geta sinnt vinnunni heiman frá þér. Ef þú hefur ekki aðgang að innra netinu er ekki víst að þú getir skoðað allt sem þú þarft. Það getur verið að vinnuveitandinn sjá þér fyrir honum eða þá að þú tengist innra netinu í gegnum eigið tæki.

Ráð: Það getur verið að starf þitt krefjist þess að þú þurfir annan tölvuskjá svo þú getir auðveldlega skoðað mörg skjöl eða síður á sama tíma. Ef þú ert ekki með tvo tölvuskjái heima hjá þér skaltu spyrja vinnuveitanda þinn hvort hann geti útvegað þér einn í viðbót. Ef ekki getur þú jafnvel reynt að tengjast sjónvarpinu þínu með HDMI snúru.

Sími

Þó að þú sért heima þýðir það ekki að þú getir ekki verið í sambandi við samstarfsmenn þína. Samskipti eru nauðsynleg til að vinna að verkefnum með vinnufélögum og símtal getur verið mun hraðvirkara en að bíða eftir tölvupósti.

Ráð: Notaðu vinnusíma ef þú ert með slíkan eða biddu vinnuveitanda þinn um að flytja tímabundið vinnunúmerið þitt yfir í heimasímann þinn. Spyrðu fyrirtækið þitt hvort það hafi þegar komið sér upp samskiptatóli svo þú sért viss um að nota það rétta. Ef ekki getur þú stungið upp á tóli sem þú og samstarfsmenn þínir þekkja (t.d. Google Hangouts, Skype eða Zoom).

Gott rými með hörðu yfirborði

Kjörið yfirborð er stórt skrifborð, nægilega stórt fyrir öll nauðsynleg tæki og tól. En ef þú ert ekki með skrifborð heima hjá þér getur þú einnig notast við eldhús- eða borðstofuborðið. Reyndu að forðast lág borð svo þú þurfir ekki að halla þér of mikið fram.

Ráð: Ef þú vinnur venjulega við standandi skrifborð getur verið að þú þurfir að sýna hugvitssemi. Getur þú rýmt til á eldhúsbekknum? Hvað með að nota strauborðið til bráðabirgða? Gerðu það sem hentar þér.

… og vandaðan stól

Það liggur í augum uppi en án þess að vera með góðan stól er skrifborðið eða borðið gagnslaust. Helst þarftu skrifborðsstól eða borðstofustól með bakstuðningi. Heimavinna ætti ekki að þýða óþægindi.

Ráð: Reyndu að forðast það að vinna uppi í rúmi eða á sófanum – þó að það kunni að virðast þægilegt í fyrstu er ólíklegt að það sé gott fyrir bakið eða afköstin.

Staður til afslöppunar

Þú vilt ekki fá á tilfinninguna að þú vinnir allan sólarhringinn. Þú verður að geta slakað á þegar vinnudeginum lýkur. Það getur þýtt að aðskilja vinnurýmið frá stöðunum þar sem þú vilt slaka á.

Ráð: Reyndu að velja stað á heimilinu sem er aðeins fyrir vinnuna – hvort sem það er heilt herbergi eða tiltekið skrifborð/borð og stóll. Það hjálpar þér að „kúpla“ þig frá vinnunni þegar þú yfirgefur rýmið.

Þegar þú hefur komið þessum grundvallaratriðum á hreint til að koma þér í gang skaltu lesa greinina okkar svona kemurðu hlutunum í verk þegar þú vinnur heiman frá þér.

 

Tengdir hlekkir:

Google Hangouts

Skype

Zoom

Svona kemurðu hlutunum í verk þegar þú vinnur heiman frá þér

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finna Eures ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures-löndum

Vinnugagnagrunnur Eures

Þjónusta Eures fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal Eures

Næstu viðburðir á Netinu

Eures á Facebook

Eures á Twitter

Eures á LinkedIn

Viðfangsefni
  • Ábendingar og ráð
  • Vinnumarkaðsfréttir/hreyfanleikafréttir
  • Ungmenni
Tengdir hlutar
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.