Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring16 September 2020European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion4 min read

Fimm hlutir sem skal hafa í huga þegar þú ferðast á meðan á COVID-19 stendur

Þar sem Evrópa heldur áfram að fást við COVID-19 heimsfaraldurinn, þá getur verið erfitt að vita hvort að, hvernig og hvenær þú getur ferðast. Til þess að gera skipulagningu næstu ferðar þinnar auðveldari, þá höfum við sett saman lista yfir fimm megin hluti sem skal hafa í huga áður en þú ferðast.

Five things to consider when travelling during COVID-19 times
Shutterstock

1. Hefur þú fundið fyrir einhverjum einkennum nýlega?

Fyrst skalt þú hugsa vandlega um þína eigin COVID-19 stöðu. Ekki ferðast ef þú, eða þeir sem þú hefur verið í nálægð við, hafið nýlega haft einhver einkenni COVID-19. Í samræmi við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina, eru algengustu einkenni hiti, þurr hósti og þreyta, og það eru einnig til staðar mismunandi einkenni sem eru ekki eins algeng. Alvarleg einkenni innihalda erfiðleika við öndun, verk í brjósti eða þrýsting, og að missa getu til að tala eða hreyfa sig. Ef að þú hefur ekki fundið fyrir neinum einkennum en ert í sérstaklega mikilli áhættu á alvarlegum veikindum, þá þarft þú einnig að hafa í huga hvort að ferðalagið sé áhættunar virði.

2. Hverjar eru reglurnar og takmarkanirnar í því landi sem þú ert að ferðast til?

Ef þú ert ekki viss um núverandi ráðleggingar og reglur er varða ferðalög til lands innan ESB, þá skaltu ganga úr skugga um að nota ‚Re-open EU‘ (Enduropnun ESB) tækið, nýr vettvangur á Internetinu til þess að uppfæra þig um nýjustu ferðaráðleggingarnar. Þar er að finna upplýsingar um hvaða lönd heimila ferðamenn, hvernig þú getur ferðast til þeirra landa, og hvaða ráðstöfunum þú munt þurfa að standa frammi fyrir við komu. Tækið er uppfært á 24 klukkutíma fresti, er í boði á 24 tungumálum, og þar er að finna gagnvirkt kort sem aðstoðar þig við að skipuleggja ferð þína. Ef að þú hefur einhverjar sértækar spurningar, þá getur Evróvísir veitt þér persónulega ráðgjöf. Þú getur fundið nálægustu staðsetningu upplýsinga með því að nota þetta hjálplega kort.

3. Hvernig ert þú að ferðast og hverjar eru áhætturnar?

Að fljúga þýðir að þú þarft að eyða tíma á flugstöðvum og í flugi sem er þétt setið ert þú í mikilli nálægð við annað fólk. Að ferðast í almenningsvögnum eða lestum getur einnig falið í sér að sitja eða standa nálægt öðrum. Með því að keyra þá hefur þú meiri stjórn, en það er þó ekki án áhættu, þar sem þú þarft að stöðva til þess að taka bensín, kaupa mat eða nota salerni. Hugsaðu um kosti og ókosti hverrar tegundar ferðamáta og reyndu að velja öruggasta mátann.

4. Ert þú með ferðatryggingu sem nær yfir COVID-19?

Sumir vátryggjendur gætu boðið upp á ferðatryggingu sem nær yfir lækniskostnað eða aflýsingar sem tengjast COVID-19. Samt sem áður þá er þess konar trygging ekki hefðbundin - margir vátryggjendur bjóða núna ekki upp á þess konar tryggingu - þannig að þú skalt athuga hvort að tryggingin þín nái yfir þetta. Ef að þú ert ekki nú þegar með tryggingu, þá þarft þú að skoða möguleikana þína áður en þú ferð. Þú skalt alltaf ferðast líka með evrópska sjúkratryggingarkortið. Þú getur fengið það frá opinbera sjúkratryggingarsjóði þínum.

5. Hvað þarft þú að gera þegar þú kemur til baka?

Þar sem staðan breytist ört, þá þarft þú sífellt að fylgjast með nýjustu viðmiðunarreglunum frá ríkisstjórninni. Einnig krefjast mörg lönd þess að þú fyllir út eyðublað við komu. Þér gæti verið sagt að fara í einangrun og koma í veg fyrir nálægð við aðra, og fer það eftir því landi sem þú ert að koma frá. Gakktu úr skugga um að þú sért undirbúin(n) undir þann möguleika og að það geti orðið tafir á að þú getir snúið aftur til vinnu, með því að spyrja atvinnurekanda þinn hvort að þú getir unnið að heiman eða tekið frí ef nauðsynlegt er.

Við vonum að þessi ráð muni hjálpa þér við að ferðast á öruggan hátt á meðan á tímum COVID-19 stendur. Ef að þú þarfnast frekari upplýsinga, þá veitir síða breska Eurodesk  skipulagning og undirbúningur lista yfir hjálplega hlekki.

Ef að þú ert að flytja varanlega til annars lands innan ESB, þá veitir Þín Evrópa einnig hagnýtar upplýsingar um mismunandi sjónarmið, þar á meðal öll formsatriði ef þú ert að setjast að innan annars lands innan ESB.

Í samstarfi við EURES, Vefgátt um flæði vinnuafls í Evrópu.

 

Tengdir hlekkir:

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin - Kórónaveira

Enduropnun ESB

Evróvísir

Evróvísir - kort

Evrópska sjúkratryggingarkortið

Evróvísir - skipulagning og undirbúningur

Þín Evrópa

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finna EURES-ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES-löndum

Vinnugagnagrunnur EURES

Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal EURES

Næstu viðburðir á Netinu

EURES á Facebook

EURES á Twitter

EURES á LinkedIn

Upplýsingar

Viðfangsefni
  • Verkfærakista ESB fyrir hreyfanleika
  • Ábendingar og ráð
  • Vinnumarkaðsfréttir/hreyfanleikafréttir
  • Ungmenni
Tengdir hlutar
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.