Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring14 Febrúar 2019European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion

Fimm ástæður fyrir því að þora að vinna erlendis

Vinna erlendis er mjög krefjandi upplifun bæði í starfi og einkalífi. Þó að sumt fólk virðist vera fætt til að ferðast getur þetta verið mjög ógnvekjandi tilhugsun fyrir aðra. En þegar þú hefur sigrast á óttanum og óvissunni kemstu að því að það eru margar frábærar ástæður fyrir því að taka þessa ákvörðun...

Five reasons why you should dare to work abroad
EURES

Upplifðu nýja menningu

Engin tvö lönd eru eins, jafnvel þau sem deila landamærum og sameiginlegri sögu. Vinna erlendis mun sökkva þér ofan í nýja menningu og sýna þér nýja hluti, hljóð, bragð og upplifanir. Þú munt hitta nýtt fólk og heimsækja nýja staði. Það mun útvíkka sjóndeildarhringinn, gríptu því hvert tækifæri sem þú hefur til að taka þátt, læra og njóta.

Lærðu nýtt tungumál

Í ESB eru mörg tungumál og mállýskur. Það þýðir að það er mjög líklegt að þú fáir tækifæri á að bæta tungumálakunnáttu þína við vinnu erlendis. Raunar hefur margoft verið sýnt fram á að búseta erlendis er ein besta leiðin til að læra nýtt tungumál því þú verður umkringdur því daginn út og inn. Byrjaðu því að æfa þig!

Auktu sjálfstraustið

Eins og við höfum þegar minnst á er það mikil áskorun að vinna erlendis. En þegar þú hefur tekið fyrsta skrefið inn í hið óþekkta kemurðu að öllum líkindum sjálfri(sjálfum) þér á óvart með því hversu vel þú aðlagast. Og því meiri nýrri reynslu sem þú safnar því sjálfsöruggari verður þú með getu þína til að takast á við allt sem lífið sendir þér.

Bættu framtíðarstarfsmöguleika þína

Eftir því hvert heimaland þitt er og valin atvinnugrein getur verið mjög mikil samkeppni á vinnumarkaðinum og það getur verið erfitt að finna vinnu. Vinna í eitt tvö ár í landi þar sem samkeppnin er minni er frábær leið til að fá dýrmæta reynslu sem hjálpar þér að standa framar samkeppnisaðilum þínum þegar þú kemur heim aftur.

Þróaðu þín eigin gildi

Við erum öll alin upp með gildi sem eru mótuð af fólkinu í kringum okkur. Vinna erlendis gefur þér möguleikann á að þróa þín eigin einstöku gildi og breyta kannski viðhorfi þínu til vissra hluta. Það hjálpar þér að hafna hugmyndum og skoðunum sem þú hafðir áður um fólk og lífið og þú munt geta uppgötvað hvað skiptir þig í alvöru máli.

Til að komast að meiru um hvernig það að búa og vinna erlendis getur breytt viðhorfum þínum gagnvart heiminum umhverfis þig skaltu kíkja á þessa grein: Getur það að búa erlendis aukið sjálfsmeðvitund þína?

 

Tengdir hlekkir:

Getur það að búa erlendis aukið sjálfsmeðvitund þína?

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finna Eures ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures-löndum

Vinnugagnagrunnur Eures

Þjónusta Eures fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal Eures

Næstu viðburðir á Netinu

Eures á Facebook

Eures á Twitter

Eures á LinkedIn

Upplýsingar

Viðfangsefni
Ábendingar og ráðUngmenni
Tengdir hlutar
Búseta & atvinna
Geirinn
Accomodation and food service activitiesActivities of extraterritorial organisations and bodiesActivities of households as employers, undifferentiated goods- and servicesAdministrative and support service activitiesAgriculture, forestry and fishingArts, entertainment and recreationConstructionEducationElectricity, gas, steam and air conditioning supplyFinancial and insurance activitiesHuman health and social work activitiesInformation and communicationManufacturingMining and quarryingOther service activitiesProfessional, scientific and technical activitiesPublic administration and defence; compulsory social securityReal estate activitiesTransportation and storageWater supply, sewerage, waste management and remediation activitiesWholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.