Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring13 Desember 2019European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion

Fimm ábendingar varðandi ferilsskránna þína

Góð ferilskrá er lykillinn að því að opna ný atvinnutækifæri. Það snýst jafn mikið um hönnun og það snýr að innihaldinu - fyrstu kynnin skipta máli, þegar allt kemur til alls. Þessi grein mun veita nokkur gagnleg ráð til að hanna fullkomna ferilskrá!

Five design tips for your resume
Shutterstock

Gerðu mun á milli einstaka hluta

Að meðaltali mun vinnuveitandi eyða sex sekúndum í að skoða hverja ferilsskrá sem þeir fá. Þetta þýðir að ef mikilvægar upplýsingar og reynslan sem sóst er eftir blasir ekki við undir eins, er ólíklegt að þeir haldi áfram að lesa. Notaðu eiginleika í ritvinnsluhugbúnaðinum eins og feitletrun, undirstrikun, textareit, dálka og kúlupunkta til að aðgreina lykilatriði, tilgreindu einstaka kafla (t.d. „Hafðu samband“, „Yfirlit“, „Starfsreynsla“, „Menntun“ og „Færni“) og reyndu að brjóta upplýsingarnar upp. Vertu samkvæmur sjálfum þér en skildu líka eftir hvítt rými á blaðsíðunni. Of fyrirferðamikið umbrot eða of mikill texti mun aðeins flækja fyrir lesendum.

Vertu skýr í framsetningu

Hafðu ferilsskránna á skýru, gagnorðu og hnitmiðuðu máli. Ef þú ert að fara yfir tvær blaðsíður skaltu íhuga hvort allt sem þú hefur sett í ferilsskránna skiptir máli fyrir starfið sem þú sækir um. Tengist öll færni sem þú hefur skráð starfslýsingunni? Ef ekki, þá þarftu líklega ekki að hafa það með. Önnur góð leið til að setja meira í ferilskrána þína er að nota dálka — þetta gerir þér kleift að nýta alla breiddina á síðunni.

Athugaðu kröfur/þarfir hvers lands

Hér eru kröfur og þarfir mismunandi milli landa. Það sem er búist við að eigi að fylgja með í ferilskránni þinni getur verið mjög breytilegt frá einu Evrópuríki til annars. Vefsíða Eures um Atvinnu- og búsetuskilyrði veitir gagnlegar upplýsingar hvernig eigi að finna og sækja um vinnu í mismunandi Evrópulöndum, þar með talin ráðleggingar um hvernig eigi að aðlaga ferilsskránna að mismunandi löndum.

Að sérsníða hönnunina

Eftir því hvaða starf þú sækir um, munu vinnuveitendur hafa ákveðnar væntingar þegar kemur að hönnun ferilsskrárinnar þinnar. Til dæmis getur ferilsskrá sem hefur fengið grafískt útlit gegnt hlutverki verksýningarskrár og gefið þér tækifæri til að sýna fram á færni þína í grafískri hönnun. Ferilsskrá fyrir starfsumsókn sem barþjónn ætti hinsvegar að leggja meiri áherslu á innihaldið (þ.e. reynslu þína af hinum „raunverulega heimi“). Í þessu tilfelli gætu flóknir grafískir þættir í raun haft neikvæð áhrif á ferilsskrána þína.

Veltu fyrir þér skáarsniðinu sem þú notar

Ef þú ert að senda inn atvinnuumsókn á stafrænu sniði, er gott ráð að útbúa aðra útgáfu af ferilskránni þinni. Ástæðan fyrir þessu er sú að hugbúnaður sem oft er notaður af fyrirtækjum til að skanna starfsferilsskrár getur stundum ekki lesið myndir eða grafískar teikningar, getur ekki unnið úr PDF-skjölum, eða er ekki fær um að lesa upplýsingar sem eru settar í haus- eða fóthluta í Word-skjali.

Við vonum að þessi ráð munu hjálpa þér að hanna ferilsskrá sem gerir þér kleift að finna draumastarfið!

Grein gerð í samstarfi við Eures, Vefgátt um flæði vinnuafls í Evrópu.

 

Tengdir hlekkir:

Atvinnu- og búsetuskilyrði

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finna Eures ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures-löndum

Vinnugagnagrunnur Eures

Þjónusta Eures fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal Eures

Næstu viðburðir á Netinu

Eures á Facebook

Eures á Twitter

Eures á LinkedIn

Upplýsingar

Viðfangsefni
Viðskipti /FrumkvöðlastarfÁbendingar og ráðUngmenni
Geirinn
Accomodation and food service activitiesActivities of extraterritorial organisations and bodiesActivities of households as employers, undifferentiated goods- and servicesAdministrative and support service activitiesAgriculture, forestry and fishingArts, entertainment and recreationConstructionEducationElectricity, gas, steam and air conditioning supplyFinancial and insurance activitiesHuman health and social work activitiesInformation and communicationManufacturingMining and quarryingOther service activitiesProfessional, scientific and technical activitiesPublic administration and defence; compulsory social securityReal estate activitiesTransportation and storageWater supply, sewerage, waste management and remediation activitiesWholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.