Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring5 Mars 2021European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion3 min read

Atvinnuleit á Írlandi með Saga tveggja Finna

Julia Maanawadu, 25, og Tuomas Lahtinen, 18, eru tveir Finnar sem fundu atvinnutækifæri á Írlandi fyrir heimsfaraldurinn þökk sé samstarfi á milli EURES í Finnlandi og EURES á Írlandi. Á meðan þau dvöldu á grænu eyjunni fengu þau dýrmæta faglega reynslu, ógleymanlega upplifun og eignuðust nýja vini.

Finding employment in Ireland with EURES: The stories of two Finns
Julia Maanawadu

„Mig hafði alltaf dreymt um að vinna í öðru landi“

Þegar ferðamennskuneminn Julia sótti EURES atvinnudag á háskólasvæði Sakunta háskólans í hagnýtum vísindum á suðvesturhluta Finnlands vissi hún ekki að það yrði upphafið að vegferð sem ætti eftir að breyta lífi hennar.

„Ég ákvað að fara og kíkja á þetta því mig hafði alltaf dreymt um að vinna í öðru landi,“ sagði þessi ungi Finni.

Tveimur vikum eftir að hafa rætt við ráðgjafa EURES á Írlandi á viðburðinum fékk, Julia tölvupóst frá þeim um laus störf fyrir finnska nema hjá hótelkeðju á Írlandi. „Ég var á þeim tíma í lífinu að þurfa að gera breytingar á umhverfi mínu og lífsháttum. Það var ekkert sem stoppaði mig svo mér fannst þetta kjörinn tími til að gera eitthvað á þessa lund.“

Matreiðsluneminn Tuomas var líka áfjáður í að öðlast alþjóðlega starfsreynslu. „Þegar ég heyrði af tækifæri til að starfa erlendis skráði ég mig um leið,“ sagði ungi matreiðsluneminn.

Tuomas heyrði af EURES hjá kennaranum sínum Jukka Mäkinen, sem hvatti hann til að sækja um og ráðlagði honum að spyrja réttu spurninganna.

„Það var mjög spennandi að fara til útlanda í fyrsta skipti,“ minnist ungi matreiðsluneminn.

Julia og Tuomas eru mjög ánægð með aðstoðina sem þau fengu frá EURES ráðgjöfunum í Finnlandi en þeir hjálpuðu þeim við alla pappírsvinnu, veittu þeim hagnýt ráð og leiddu þau í gegnum ferlið við að sækja um fjárhagsaðstoð frá ESB.

„Frábært tækifæri til að læra með nýjum, spennandi hætti“

Sem móttökufulltrúi á Sheraton Athlone Hotel, bar Julia ábyrgð á inn- og útritun allra gesta, svara í síma, stjórna bókunum, bregðast við óskum gesta, gefa út reikninga, uppsölu, bóka leigubíla og veita ferðamönnum upplýsingar. „Ég bætti mig verulega í ensku. Mér finnst ég líka hafa öðlast meira sjálfstraust og varð afslappaðri í samskiptum við viðskiptavini.“

Í vinnu sinni vann Tuomas í eldhúsi Hodson Bay Hotel á Mið-Írlandi, þar sem hann lærði allt um írska eldhúsið, nýja eldunartækni og bætti samskiptakunnáttu sína. „Ég mæli eindregið með því að taka þátt því þetta er svo gott tækifæri til að læra með nýjum og spennandi hætti,“ segir ungi matreiðslumaðurinn.

„Frábær reynsla til að muna eftir“

Finnarnir tveir segja fullir sjálfsöryggis að EURES reynslan hafi ekki einungis verið frábær fyrir starfsferilinn – heldur hafi þau vaxið sem einstaklingar og skapað minningar sem endast þeim út lífið. „Allir ættu að prófa að vinna erlendis“, mælir Julia með. „Maður lærir svo margt og fær nýja sýn á hlutina.“ Tuomas minnist af hlýju: „Vinnan á Írlandi var svo minnisstæð og frábær!“

Annar dýrmætur hlutur sem nemendurnir tveir öðluðust á Írlandi var vinátta. Tuomas eignaðist vin í herbergisfélaganum sínum og samstarfsmanni, Jaïro, og eru þeir enn í góðu sambandi. Á sama tíma kynntist Julia kærastanum sínum, Stephen, en þau eru að velta fyrir sér að opna gistihús í framtíðinni.

EURES samstarfsnetið starfar í öllum löndum ESB og Íslandi, Liechtenstein, Noregi og Sviss. Frekari upplýsingar um störf EURES.

 

Tengdir hlekkir:

Hvað geturEURES gert fyrir þig

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Finna Eures ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures-löndum

Vinnugagnagrunnur Eures

Þjónusta Eures fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal Eures

Næstu viðburðir á Netinu

Eures á Facebook

Eures á Twitter

Eures á LinkedIn

Viðfangsefni
  • Verkfærakista ESB fyrir hreyfanleika
  • EURES bestu starfsvenjur
  • EURES þjálfun
  • Ytri hagsmunaaðilar
  • Árangurssögur
  • Ungmenni
Tengdir hlutar
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.