Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring5 Febrúar 2020European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion2 min read

Sýning þar sem veruleiki þeirra sem starfa innan ESB er kannaður

Hvernig lítur evrópski vinnustaðurinn út í dag? Hvar erum við stödd varðandi jöfn tækifæri? Hvað með góðar vinnuaðstæður? Þetta eru allt spurningar sem eru skoðaðar á eftirtektarverðri sýningu á Netinu á vegum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í samstarfi við evrópska listamenn.

Exhibition explores the realities of working in the EU
Top row (left to right): Boris Németh, Petruț Călinescu, Henrik Spohler; Middle row: Laura Ben Hayoun, Michele Borzoni, Marilou Liotet; Bottom row: Nos, Why Not?, Pilvi Takala, Mar Cuervo

Still a Working Title? Social and Employment Realities hefur verið mótuð til að draga upp mynd af Evrópubúum í raunverulegum aðstæðum og sýna nokkur af meginatriðum félagslegra réttinda í Evrópu. Á sýningunni er að finna sögur sem hverfast um jöfn tækifæri, vinnumarkaðinn, vinnuaðstæður og að fá að taka þátt, sem eru sagðar í gegnum ljósmyndir myndbönd.

Á sýningunni er að finna verk eftir níu mikilsverða og upprennandi listamenn víðsvegar að úr Evrópu, sem belgíski sýningarstjórinn Ive Stevenheydens valdi:

  • Petruț Călinescu (Rúmenía) sýnir Pride and Concrete (stolt og steypa), verkefni sem fjallar um nýlegar umbreytingar sem hafa átt sér stað á samfélögum í dreifbýli í heimalandi hans í kjölfar fólksflutninga erlendis í leit að vinnu, sem staðið hafa yfir í áratugi.
  • Boris Németh (Slóvakía) notar ljósmyndir til að velta fyrir sér ‘austri’ og ‘vestri’ í Evrópu, og spurningum um hvort virkilega sé búið að yfirstíga þá gömlu skiptingu.
  • Henrik Spohler (Þýskaland) einblínir á flutninga í ljósmyndaseríunni In Between (inn á milli), þar sem skoðað er hvernig nútíminn hefur breytt yfirbragði – og hraða – í flutningageiranum.
  • Laura Ben Hayoun (Frakkland) notar snjallsímann sinn til að fanga breytingarnar á vinnuumhverfinu í gegnum árin og skoðar sérstaklega nýjar tegundir starfa.
  • Michele Borzoni (Ítalía) sýnir Open competitive (opin samkeppnis próf), sem er hluti af heimildarverkefni þar sem núverandi vinnuumhverfi á Ítalíu er skoðað.
  • Marilou Liotet (Frakkland) sýnir líf kvenkyns vörubílstjórans Justine og reynslu hennar af að vinna í atvinnugeira þar sem karlaveldi ríkir.
  • Nos, Why Not? (samtök sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni) miðla verkum ljósmyndara með greindarskerðingu og þroskahömlun, sem hafa náð sínum bestu eiginleikum á mynd.
  • Pilvi Takala (Finnland) greinir vinnuaðstæður og heilbrigt vinnuumhverfi í athyglisverðri heimildarmynd, The Stroker (strjúkarinn), þar sem sýnt er þegar hún fer í fyrirtæki í leynilegum erindagjörðum.
  • Mar Cuervo (Spánn) beinir athyglinni að konum í Sereas (hafmeyjar), safni af ljósmyndum þar sem skoðað er það lykilhlutverk sem konur leika í fiskibæ á Spáni.

Sýningin er hluti af Europeana Collections, vefsíðu sem býður upp á aðgang að yfir 50 milljón verkum á stafrænu formi, þ.m.t. bókum, tónlist og listaverkum. Vefsíðan er helguð því að deila menningararfleið til skemmtunar, fróðleiks og í rannsóknarskyni.

 

Tengdir hlekkir:

Still a Working Title? Social and Employment Realities

Europeana Collections

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finna Eures ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures-löndum

Vinnugagnagrunnur Eures

Þjónusta Eures fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal Eures

Næstu viðburðir á Netinu

Eures á Facebook

Eures á Twitter

Eures á LinkedIn

Upplýsingar

Viðfangsefni
  • Ytri EURES fréttir
  • Ytri hagsmunaaðilar
  • Vinnumarkaðsfréttir/hreyfanleikafréttir
  • Fréttir/skýrslur/tölfræði
Tengdir hlutar
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.