Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring2 Október 2019European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion

Evrópska starfsmenntavikan 2019 styður ævilanga starfsmenntun og starfsþjálfun

Fjórða Evrópska starfsmenntavikan fer fram 14–18 október 2019 í Helsinki í Finnlandi. Það er framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sem heldur þessa samkomu í samvinnu við forsæti Finnlands í Evrópuráðinu, þar sem starfsmenntavikan verður nýtt til að sýna fram á gildi starfsmenntunar og starfsþjálfunar (VET) á öllum skeiðum lífsins.

European Vocational Skills Week 2019 promotes lifelong vocational education and training
European Union

Evrópska starfsmenntavikan sem hófst árið 2016 er árleg herferð sem er ætlað að styðja VET með samtengingu viðburða sem fara fram um alla Evrópu: á staðarvísu, svæðavísu og á landsvísu. Herferðin leiðir saman fræðsluaðila, borgaraleg samtök, opinbera aðila, samtök í atvinnulifinu, verkalýðsfélög og borgara almennt í því skyni að undirstrika kosti VET og til að sýna valkosti sem bjóðast hvaðanæva frá í Evrópu.

Á liðnu ári voru yfir 1.800 viðburðir og athafnir skipulagðar í tengslum við herferðina árið 2018 sem náðu til meira en 2,4 milljóna manna. Það sem af er þessu ári er þegar búið að skrá næstum 500 viðburði og athafnir og búist er við að fjöldi slíkra bætist við það sem eftir er ársins svo og í vikunni sjálfri. 

Snjall kostur fyrir alla

Þrátt fyrir að næstum 80% ungs fólks sem brautskráð er úr VET fá störf fljótt eftir útskrift, þá er VET stundum álitið vera ‘annar kostur’ þegar hann er borinn saman við hefðbundnari starfsferla. Evrópska starfsmenntavikan miðar að því að breyta skilningi bæði hugsanlegra starfsmanna og vinnuveitenda.

“Grunnþema herferðar okkar í ár er ‘VET fyrir alla – Færni allt lífið’,” Marianne Thyssen, framkvæmdastjóri atvinnu, félagsmála, færni og hreyfanleika vinnuafls, segir. “Það er vegna þess að ég vil að starfsmenntun og starfsþjálfun verði fullgilt fyrsta val bæði ungs fólks og fullorðinna. Ég trúi því fastlega að VET sé skref sem leiðir mann inn á þýðingarmikinn starfsferil og lífsfyllingu.”

Fyllir upp í færnigjárnar

ESB vinnur að því að draga úr færnigjánum í evrópska atvinnulífinu sem stafar af örum breytingum á þörfum vinnumarkaðarins. Evrópska starfsmenntavikan undirstrikar hvernig VET getur aðstoðað vinnuveitendur við að bregðast við stöðugt vaxandi kunnáttuþörf með því að veita núverandi starfsmönnum kost á tækifærum til viðbótarþjálfunar og til uppfærslu á færni.  Þetta getur orðið fólki á öllum aldri að liði við að aðlagast breytingum á vinnumarkaði og auka getu og hæfileika þeirra til að inna af hendi hágæða störf. Að auki þá getur þetta aðstoðað fyrirtæki við að viðhalda samkeppnisforskot sín í ört breytilegu efnahagslífi samtímans.

Skilaboð um ágæti

Starfsmenntavikan mun einnig sýna árangur varðandi VET með því að veita einstaklingum, samtökum og verkefnum um alla Evrópu viðurkenningar við verðlaunaafhendingar fyrir VET Ágæti. Verðlaunaafhendingarnar fela í sér heiðursveitingar fyrir þann árangur sem náðst hefur gegnum VET og byggist á fjölda mismunandi flokka þar sem verðlaunahafar eru valdir á grundvelli atkvæðafjölda dómnefndar sem skipuð er óháðum aðilum og almenningi.

“Evrópska starfsmenntavikan þjónar eins og stefnuskrá þar sem við deilum skilaboðum okkar um ágæti VET og ég vil að þessi skilaboð endurómi um alla Evrópu, frá norðri til suðurs og frá austri til vesturs," segir Thyssen að lokum. “Fyrir þremur árum ruddum við brautina með þessu metnaðarfulla framtaki og á hverju ári verður það betra. Á hverju ári ná skilaboð okkar til fleiri manna og fleira fólk á í samskiptum við VET.”

Taktu þátt!

 

Frekari upplýsingar um evrópsku starfsmenntavikuna 2019, eru á eftirfarandi tenglum:

Evrópska starfsmenntavikan 2019, vefsíða

Evrópska starfsmenntavikan 2019, viðburðakort

Evrópska starfsmenntavikan 2019, úrræði

Facebook Viðburðasíða:Evrópska starfsmenntavikan 2019

Finnskt forsæti í ráði Evrópusambandsins 2019, vefsíða

Fylgið Marianne Thyssen á Facebook og Twitter

Evrópska starfsmenntavikan á Twitter: #EUVocationalSkills, #DiscoverYourTalent

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finndu Eures-starfsfólk

Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures-löndum

Vinnugagnagrunnur Eures

Þjónusta Eures fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal Eures

Næstu viðburðir á Netinu

Eures á Facebook

Eures á Twitter

Eures á LinkedIn

Upplýsingar

Viðfangsefni
Ytri EURES fréttirUngmenni
Tengdir hlutar
Búseta & atvinna
Geirinn
Accomodation and food service activitiesActivities of extraterritorial organisations and bodiesActivities of households as employers, undifferentiated goods- and servicesAdministrative and support service activitiesAgriculture, forestry and fishingArts, entertainment and recreationConstructionEducationElectricity, gas, steam and air conditioning supplyFinancial and insurance activitiesHuman health and social work activitiesInformation and communicationManufacturingMining and quarryingOther service activitiesProfessional, scientific and technical activitiesPublic administration and defence; compulsory social securityReal estate activitiesTransportation and storageWater supply, sewerage, waste management and remediation activitiesWholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.