Skip to main content
EURES
fréttaskýring9 Maí 2017European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion

EURES Svíþjóð: Rithöfundum veitt von

EURES Svíþjóð hefur verið að opna dyrnar á nýja möguleika fyrir sænska rithöfunda um alla Evrópu með því að bjóða upp á spennandi ráðningarviðburð í Póllandi.

EURES Sweden: Giving Writers Hope

Viðburður þessi var samstarfsverkefni milli Opinberra vinnumiðlana Menningarfjölmiðla hjá EURES Svíþjóð, og Pólsku kvikmyndastofnunarinnar. Sameiginlegt markmið þeirra var að láta Sænska handritshöfunda hitta pólska framleiðendur sem voru að leita að nýju hæfileikafólki.

Viðburðurinn sem fór fram 23 Mars í Varsjá, miðaði að því að brúa bilið milli andlega frjórra og skapandi einstaklinga og einstaklinga sem hafa möguleika á því að skapa.

Sænska ráðningarmiðlunin á sviði menningar óskaði eftir umsóknum frá sænskum handritahöfundum úr öllum greinum skáldsagna, þ.á.m. vegna handrita að leikritum, glæpasögum, fyrir ungt fullorðið fólk, og fyrir börn. Úr hópi 60 vogóðra og efnilegra umsækjenda, voru valdir 11 handritshöfundar. Þeir sem komust í úrslit ferðuðust síðan til Póllands til þess að taka þátt í viðburði sem fram fór hjá Kvikmyndastofnun Pólllands á vegum Kino Rejs, til þess að hitta pólska framleiðendur sem hafði verið boðin þátttaka.  

Handritshöfundarnir fengu hver 8 mínútur til að mæla fyrir handritum sínum við framleiðendurna, og síðan að taka þátt í móttöku þar sem þeir gátu myndað tengslanet og viðskiptasambönd.

Búist er við því að árangurinn haldi áfram á sigurbrautinni sem verið hefur frá söluræðum fyrri handritshöfunda sem voru fluttar í Berlín.  Svörunin sem safnað var saman frá þátttakendum á fjórum fyrri viðburðum sem náðu milli 2013-2016 sýndi að 20% af þeim undirrituðu samninga við framleiðendur.

Þetta er mikill árangur í atvinnugrein sem er annáluð fyrir hversu erfitt það er að komast inn fyrir dyrnar hjá þeim. Handritahöfundastarf er oft álitið vera erfiðasta starf á sviði skapandi atvinnugreina, þar sem ekki býðst sá valkostur að annast útgáfu sjálfur/sjálf. Árangur veltur mjög á því að þú getir komið vinnuafrakstri þínum í hendurnar á rétta einstaklingnum á rétta tímanum, en bara það að fá einhvern til að lesa verkið, virðist nánast óhugsandi.

Þetta eru þessar hindranir sem EURES Svíþjóð vonast til að yfirstíga með því að vera með viðburði eins og þennan.  Markið er að geta boðið uppá aðgengilegri vettvang fyrir sænska rithöfunda, og að gera þeim kleift að komast í tengsl við fagfólk í iðnaðinum og öðlast atvinnu um alla Evrópu.

Þessi atburður sem haldinn var nýlega er annar slíkur sem haldinn er í Póllandi, og aðrir eru áætlaðir í náinni framtíð í öðrum Evrópuríkjum, eins og Berlín og London. Varðandi nýjar fréttir af sams konar viðburðum sem skipulagðir eru á vegum Menningarfjölmiðla deildarEURES í Svíþjóð og aðra spennandi framtíða viðburði, fylgist þá með EURES News Portal.

 

Tengdir hlekkir:

Opinber vinnumiðlun Menningarfjölmiðlar

Pólska kvikmyndastofnunin

 

Nánari upplýsingar:

Finna Eures-ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures löndum

Vinnugagnagrunnur Eures

Þjónusta Eures fyrir atvinnurekendur

Viðburðadagatal Eures

Næstu viðburðir á Netinu

Eures á Facebook

Eures á Twitter

Eures á LinkedIn

Eures á Google+

Viðfangsefni
Viðskipti /FrumkvöðlastarfÁbendingar og ráðAtvinnudagar/viðburðirVinnumarkaðsfréttir/hreyfanleikafréttirFréttir/skýrslur/tölfræðiNýliðunarstraumarÁrangurssögur
Tengdir hlutar
Búseta & atvinna
Geirinn
Accomodation and food service activitiesActivities of extraterritorial organisations and bodiesActivities of households as employers, undifferentiated goods- and servicesAdministrative and support service activitiesAgriculture, forestry and fishingArts, entertainment and recreationConstructionEducationElectricity, gas, steam and air conditioning supplyFinancial and insurance activitiesHuman health and social work activitiesInformation and communicationManufacturingMining and quarryingOther service activitiesProfessional, scientific and technical activitiesPublic administration and defence; compulsory social securityReal estate activitiesTransportation and storageWater supply, sewerage, waste management and remediation activitiesWholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.