Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring9 Október 2018European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion3 min read

Samstarfsverkefni milli Eures í Slóvakíu og Deutsche Post hefur í för með sér vinnu handa 15 slóvakískum námsmönnum í Þýskalandi

Sumartíminn veitir mörgum námsmönnum kjörið tækifæri ekki aðeins til að slaka á, heldur einnig til að bæta fjárhagslega stöðu sína með því að finna sér árstíðabundið starf. Sumarið 2018 gafst 15 námsmönnum frá Slóvakíu tækifæri til að starfa sem póststarfsmenn vegna samvinnu sem komið var á milli Eures í Slóvakíu og þýska fyrirtækisins Deutsche Post. Einn þessara námsmanna var hinn 18 ára gamli Kristian.

EURES Slovakia and Deutsche Post partnership leads to work for 15 Slovak students in Germany
EURES

Kristian frétti af heimasíðu Eures Slovakia og hikaði ekki við að senda inn ferilskrá sína. Ferilskráin barst til Eures ráðgjafans Ivana Sentpéteryová, sem starfar í samvinnu við Werner Schmidt, sem er gamalreyndur starfsmaður Deutsche Post og sér um nýráðningar starfsmanna og annast stuðning við starfsmenn sem búa og starfa í Þýskalandi.

Eftir að hafa sent inn ferilskrána sína var Kristian boðið að fara í starfviðtal gegnum Skype. Starfsviðtalið gekk vel þökk sé mjög góðrar þýskukunnáttu hans. Hann gekk til liðs við teymið í lok júnímánaðar.

Meðan á heimsókn sinni til Deutsche Post stóð í júlímánuði 2018, hitti Kristian EURES ráðgjafa frá Slóvakíu sem spurðu nánar út í reynslu þá sem hann var kominn með. „Byrjunin reyndist erfið“ sagði hann. „Ég hélt að flokkun póstsins yrði erfiðasti hluti starfsins, en það reyndist ekki vera.” Það kom í ljós að sjálf dreifingin á póstinum var erfiðust, en það þýddi að hann varð að læra mjög hratt landfræðilega uppbyggingu þess hverfis sem honum hafði verið úthlutað. Sem betur fer var til staðar farleiðsögn honum til aðstoðar.

Ein önnur áskorun gagnvart Kristian var að hafa tjáskipti á þýsku. Þó svo þekking hans á tungumálinu var með ágætum þá varð hann að læra mörg ný starfstengd hugtök. Fyrstu tvær vikurnar var verkstjórinn hans í reglulegu sambandi við hann og veitti honum stuðning þangað til hannvarð fær um að inna starf sitt af hendi lýtalaust.

Kristian er mjög ánægður með að hafa ákveðið að starfa fyrir Deutsche Post. Hann hefur ánægju af því að vinna utandyra og hann dreifir póstinum á rafknúnu hjóli, þannig að þetta er ekki mjög líkamlega krefjandi. Hann getur hugsað sér að starfa fyrir Deutsche Post á hverju sumri meðan hann er námsmaður, þó svo kunni að fara að geti ekki sinnt hinu krefjandi starfsálagi sem fylgir því að vera í læknisnámi. Fari svo að hann ákveði að snúa sér að verða aftur póststarfsmaður þá mun Deutsche Post með ánægju fá hann aftur til starfa.

Að hefja störf í nýju starfi er aldrei auðvelt. Það er ávallt margt sem þarf að læra og óneitanlega þrýstingur á að skila afköstum. Að því er varðar að vera póststarfsmaður hjá Deutsche Post, þá er Kristian með nokkur gagnleg ráð: „Ekki hafa áhyggjur af því að gera mistök fyrstu dagana og ekki gefast upp“ segir hann. „Mætið undirbúin til starfa. Kunnátta í þýsku er mikilvæg, vegna þess að þú munt vera í samskiptum við fólk í þessu starfi. Annað, lesið samninginn áður en þið undirritið hann vegna þess að þú átt eftir að finna margskonar upplýsingar um réttindi þín og skyldur.”

Samstarfið milli Eures í Slóvakíu og Deutsche Post hefur haft í för með sér raunverulegan árangur árið 2018 og reynst vinsæll en margir námsmenn sækja um lausar stöður þar. Þar sem Deutsche Post er ávallt á höttunum eftir nýjum starfsmönnum á varanlegum eða árstíðabundnum grundvelli, vonar fyrirtækið eftir því að geta haldið áfram þessu árangursríka samstarfi í framtíðinni.

 

Tengdir hlekkir:

Eures í Slóvakíu

Deutsche Post

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finna Eures-ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures-löndum

Vinnugagnagrunnur Eures

Þjónusta Eures fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal Eures

Næstu viðburðir á Netinu

Eures á Facebook

Eures á Twitter

Eures á LinkedIn

Upplýsingar

Viðfangsefni
  • EURES bestu starfsvenjur
  • EURES þjálfun
  • Ytri hagsmunaaðilar
  • Innri EURES fréttir
  • Árangurssögur
  • Ungmenni
Tengdir hlutar
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.