Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring7 September 2017European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion3 min read

EURES Póllandi hjálpar 26 atvinnuleitendum að finna starf erlendis

New initiative for enhancing job mobility facilitates 100 workers over 30 years of age from Lower Silesia, Poland. Pawel Frydlewicz er einn af Pólverjunum 26 sem tókst að fá starf.

EURES Poland helps 21 jobseekers to find a job abroad
EURES PL

Mjög oft er það eina sem þarf til að skipta frá hugmynd til framkvæmdar, einföld en raunveruleg frásögn - á formi sögu af persónulegum árangri. Það getur verið auðveldara að taka stórt skref í átt að meiriháttar breytingu þegar þú hefur sannanir fyrir því að einhver, einhversstaðar hefur farið svipaða, ef ekki sömu leið. Við spurðum Pawel nýlega um reynslu sína, nýja stöðu hans hjá Skoda Auto og nýtt líf hans í Tékklandi.

Um hvað snýst þetta allt?

Framtakið sem heitir: „Stuðningur við evrópskan starfshreyfanleika: aukinn starfshreyfanleiki í Evrópu í gegnum EURES á meðal íbúa Lægri-Sílesíu svæðisins í Póllandi“ er stutt af Félagsmálasjóði Evrópu (ESF) og innleitt af EURES Póllandi.

Framtakið nær eingöngu til atvinnuleitenda sem eru 30 ára eða eldri, og koma frá Lægri-Sílesíu í Póllandi. Þeir sem eru tilbúnir að vinna í ESB/EES löndum og hafa verið samþykktir, eiga rétt á fjárhagsaðstoð til að styðja við flutningsferlið.

Hvernig virkar það?

Langur listi evrópskra vinnuveitenda, aðallega frá Þýskalandi, Stóra-Bretlandi og Tékklandi hafa þegar skráð sig í verkefnið í leit sinni að hæfum starfsmönnum. EURES aðstoðar þá við að skrá starfstilboð og finna umsækjendur út í gegnum ráðningarferlið, tvö helstu verkefni alls ferilsins.

Starfsfólk EURES Póllandi gefur atvinnuleitendum, hinsvegar, ýmiskonar sérsniðnar þjónustur. Þegar kemur að því að ná til sérstaks hóps fólks yfir 30 ára aldri, gefur starfsfólk EURES Póllandi þá hjálp sem vantar. Pawel minnist á að verkefni sem eru fræðilega auðveld, eins og að finna rétta starfstilboðið, þýða ferilskránna, eða fara í starfsviðtal á erlendu máli, fannst honum yfirþyrmandi í fyrstu. „Þökk sé þátttöku minni í verkefninu, fékk ég þýðingu á ferilskrá minni, fór á tungumálanámskeið og fékk stanslausa umsjón ráðgjafa. Þeir voru alltaf tilbúnir að grípa inn í hvenær sem erfiðleikar komu upp með húsnæði eða vinnu,“ segir Pawel.

Persónuleg saga, sögð persónulega

Núna vinnur Pawel sem vörustjórnunarsérfræðingur hjá Skoda. Hann segir frá að það mikilvægasta sem hann, sem sérfræðingur, hafi öðlast frá ráðningarferlinu, séu staðfesta og þolinmæði. „Það er mikils virði að vita að maður er ekki einn,“ segir hann. „Stuðningurinn frá ráðgjöfunum var skipti höfuðmáli. Maður getur skelfst alla erfiðleikana sem koma fyrst upp, en með tímanum varð þetta að athyglisverðri reynslu.“

Pawel vildi líka bæta við fyndinni dæmisögu um launaseðilinn sinn.. „Í dag get ég líka sagt: JÁ, við launum sem ég get lifað á, og TAKK FYRIR, EURES!“

 

Tengdir hlekkir:

Stuðningur við evrópskan starfshreyfanleika: aukinn starfshreyfanleiki í Evrópu í gegnum EURES á meðan íbúa Lægri-Sílesíu svæðisins í Póllandi

EURES Póllandi

Búseta og störf í Evrópusambandinu

Búseta og störf í Tékklandi

 

Nánari upplýsingar:

Finna EURES ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES-löndum

VinnugagnagrunnurEURES

Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal EURES

Næstu viðburðir á Netinu

EURES á Facebook

EURES á Twitter

EURES á LinkedIn

EURES á Google+

Upplýsingar

Viðfangsefni
  • EURES bestu starfsvenjur
  • Árangurssögur
Tengdir hlutar
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.