
Að finna draumastarfið þitt
EURES geymir þúsundir ferilskráa sem atvinnurekendur í Evrópu geta auðveldlega fundið hvenær sem er. Þeir kynna einnig breitt úrval lausra starfa í öllum geirum - það eina sem þú þarft að gera er að leita að þeirri starfstegund sem þú óskar eftir. Þegar þú finnur laust starf sem hentar, þá skaltu fylgja einföldu skrefunum sem EURES leggur fram til þess að sýna atvinnurekandanum að þú hafir áhuga og leggja svo inn umsókn. Í millitíðinni, ef þú hefur einhverjar spurningar um starfið eða landið þar sem starfið er, þá getur þú leitað til staðbundins EURES ráðgjafa sem mun glaður aðstoða við að svara öllum spurningum að aðstoða þig við leit þína.
Að koma sér fyrir á nýjum stað
Nýtt starf gæti leitt þig á nýjan stað. Að flytja á nýtt svæði eða land gæti litið út fyrir að vera krefjandi og óvænlegt verkefni, en EURES tryggir að þú ert ekki að takast á við það einsamall/sömul. Staðbundnir EURES ráðgjafar leiðbeina þér í gegnum hvert skref flutninganna. Þeir hafa reynslu á öllum sviðum flutnings og geta aðstoðað þig við allt frá því að finna húsnæði og til þess að setja upp nýjan bankareikning.
Tengslamyndun
Sem hluti af verkefninu við að para atvinnuleitendur saman við störf, þá spilar EURES stóran hluta í skipulagningu evrópsku atvinnnudagana (á netinu), ráðningarviðburðir sem tengja atvinnurekendur um alla Evrópu við atvinnuleitendur. Viðburðirnir fela einnig í sér kynningar frá þeim atvinnurekendum sem taka þátt og eru að leita að starfsmönnum og upplýsingar um að starfa erlendis. Þeir gefa tækifæri á að spyrja mismunandi fyrirtæki um starfsaðstæður þeirra, atvinnumarkaðinn, ráðningarferli og jafnvel um þau störf sem þeir eru að auglýsa. Að hitta atvinnurekendur gæti ekki einungis leitt af sér ráðningu, heldur er það einnig tækifæri til þess að stækka tengslanetið þitt og læra meira um starfsemi stofnana.
Að fá aðgang að viðbótarstuðningi
Að finna starf og flytja er ekki alltaf auðvelt ferli, og þess vegna býður EURES upp á meira en bara lista yfir laus störf. Næstum 1,000 EURES ráðgjafar eru til taks til þess að leiðbeina þér í gegnum starfsframa þinn, og svara öllum spurningum þínum á leiðinni. Hvert svæði er með staðbundna ráðgjafa sem sérhæfa sig í að gefa upplýsingar, leiðbeina og staðsetja bæði atvinnuleitendur og atvinnurekendur. Í sumum tilfellum þá aðstoðar EURES þig við að fá aðgang að fjárhagsstuðningi, til dæmis styrkir og ferðaávísanir, til þess að tryggja að starfsflutningur þinn sé eins hnökralaus og hægt er, ásamt menntunar- og þróunartækifærum til þess að auka kunnáttu þína og sýna mögulegum atvinnurekendum hana. Að nota aðgerðir og sýna frumkvæði eins og í EURES markvissri hreyfanleikaáætlun og Europass, þá vinnur EURES að því að undirbúa þig með þeim tólum sem þú þarft fyrir starfsframa þinn.
Að öðlast ný ráð og brögð
Heimasíða EURES gáttarinnar inniheldur vefsíðu sem tileinkuð er hefðbundnum vísbendingar og ráð til þess að aðstoða þig við að leita að starfstækifærum, að flytja yfir landamæri og um lífið í Evrópu. Þar er farið yfir hvernig og hvar þú finnur upplýsingar um atvinnumarkaðinn, lagaleg sjónarhorn hreyfanleika, að sækja um störf, og megin atriðin sem taka skal tillit til þegar flytja skal í nýtt land.
Þú finnur frekari upplýsingar um EURES þjónustu með því að heimsækja mismunandi hluta vefsíðunnar. Finndu tengiliðaupplýsingar EURES meðlima og félaga á „EURES í þínu landi“ blaðsíðunni eða hafðu samband við EURES ráðgjafa beint í gegnum síma, póst eða spjall. Þú getur einnig haft samband við EURES þjónustuborðið til að fá aðstoð við að nota gáttina eða fyrir allar aðrar spurningar sem þú gætir haft.
Það er margt að skoða þannig að skráðu þig til að fá ókeypis aðgang í dag til þess að byrja! Í samstarfi við Eures, vefgátt um hreyfanleika vinnuafls í Evrópu.
Tengdir hlekkir:
Evrópskir atvinnudagar (á netinu)
EURES markviss hreyfanleikaáætlun
Europass
Vísbendingar og ráð
EURES í þínu landi
Hafðu samband við EURES ráðgjafa
EURES þjónustuborð
Skráðu þig til þess að fá ókeypis aðgang
Nánari upplýsingar:
Finna EURES ráðgjafa
Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES-löndum
Vinnugagnagrunnur EURES
Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur
Viðburðadagatal EURES
Næstu viðburðir á Netinu
EURES á Facebook
EURES á Twitter
EURES á LinkedIn
Upplýsingar
- Útgáfudagsetning
- 13 September 2021
- Höfundar
- European Labour Authority | Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion
- Viðfangsefni
- Viðskipti /FrumkvöðlastarfVerkfærakista ESB fyrir hreyfanleikaEURES bestu starfsvenjurEURES þjálfunUngmenni
- Geirinn
- Accomodation and food service activitiesActivities of extraterritorial organisations and bodiesActivities of households as employers, undifferentiated goods- and servicesAdministrative and support service activitiesAgriculture, forestry and fishingArts, entertainment and recreationConstructionEducationElectricity, gas, steam and air conditioning supplyFinancial and insurance activitiesHuman health and social work activitiesInformation and communicationManufacturingMining and quarryingOther service activitiesProfessional, scientific and technical activitiesPublic administration and defence; compulsory social securityReal estate activitiesTransportation and storageWater supply, sewerage, waste management and remediation activitiesWholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles