Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring28 Febrúar 2019European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion

EURES aðstoðar þýska atvinnuleitendur að finna störf innan ferðamannaiðnaðarins í Austurríki

EURES Þýskaland og Austurríki hófu samvinnu við vinnumiðlun í Neðra-Saxlandi í því skyni að aðstoða 12 langtímaatvinnuleitendur við leit að störfum innan ferðamannaiðnaðarins í Austurríki.

EURES helps German jobseekers find work in Austria’s tourism industry
Matthias Rauhut

Verkefnið hófst vorið 2017 og var sameiginleg hugmynd Bonn ZAV (Zentrale Auslands- und Fachvermittlung) – sem er hluti atvinnumiðlunar sambandslýðveldisins Þýskalands og starfar sem Landsbundin skrifstofa EURES á vegum samræmingar milli aðildarríkja – og sem atvinnumiðlun í Celle-umdæminu í Neðra-Saxlandi.

Í Celle kunna þeir sem eru atvinnulausir, sérstaklega ungt fólk sem hefur ekki lokið neinni formlegri menntun, að eiga í erfiðleikum með að finna atvinnutækifæri yfir veturinn.

Í samvinnu við vinnumiðlunina hefur miðstöð ZAV í Bonn þess vegna ákveðið að setja á fót áætlun um starfsþjálfun milli landa fyrir langtíma atvinnulausa atvinnuleitendur sem hafa litla eða enga formlega menntun.

‘Fjöldi tækifæra’ fyrir atvinnuleitendur

ZAV miðstöðin í Bonn vann með EURES skrifstofunni í Salzburg, í Austurríki, þar sem ferðamannaiðnaðurinn á svæðinu þarf árstíðabundið starfsfólk fyrir öll hótelin sem eru þar, matsölustaði, bari og kaffihús.

‘Svæðið í Salzburg fylki varð sérstaklega fyrir valinu hjá Gerhard Bogensperger frá EURES skrifstofunni í Austurríki, þar sem þetta svæði býður atvinnuleitendum heilmarga möguleika yfir vetrartímann,’ segir EURES ráðgjafinn Matthias Rauhut í ZAV skrifstofunni í Bonn.

Hugsanlegir umsækjendur voru forvaldir úr gagnagrunni vinnumiðstöðvarinnar og var þeim boðið í atvinnuviðtal og valferli sem EURES í Þýskalandi og Austurríki stjórnuðu haustið 2017. Að loknum velheppnuðum viðtölum var 12 þátttakendum, enginn þeirra hafði neina starfsreynslu á sviði matargerðar eða gistiþjónustu, kennd verkleg færni hjá starfsþjálfunarfyrirtæki Konfides sem fór fram á stuttum undirbúningstíma. Þeim var einnig veitt almenn ráðgjöf um það hvernig er að búa og starfa í Austurríki.

‘Besta ákvörðunin í lífi mínu’

Þáttakendur fluttu til Salzburg fylkis til þess að hefja þriggja mánaða námsdvöl sína á fullum launum sem starfsfólk í þjálfun í hótel- og ferðamannaiðnaðinum í desember 2017. Ferðakostnaður var greiddur af vinnumiðluninni og þátttakendur fengu fría gistingu og máltíðir hjá vinnuveitendum sínum.

Starfsnemar fengu hver sína spjaldtölvu til að aðstoða þá við að hafa samband við vinnumiðlunina og EURES starfsfólk i Bonn og Salzburg hvenær sem þeir þurftu á stuðningi að halda. Þetta gaf þeim einnig kost á að skiptast á upplýsingum um reynslu sína við aðra aðila í hópnum og að byggja upp staðbundið stuðningskerfi.

Kerfið reyndist vel heppnað þar sem bæði starfsmenn og vinnuveitendur gáfu frá sér jákvæða svörun um reynslu sina. Matthias segir að fimm þátttakendur sögðu meira að segja að þátttakan hafa verið besta ákvörðun lífs þeirra.

Framtíðarhorfur

‘Með því að hafa tekist að komast inn í hótel- og veitingaiðnaðinn hafa líkur umsækjenda aukist mikið á því að finna sér vinnu eða starfsþjálfun samkvæmt námssamningi annaðhvort í Austurríki eða á Celle svæðinu,’ segir Matthias.

Af níu þátttakendum sem luku námsdvöl sinni í mars 2018:

  • eru fjórir nú þegar komnir með tilboð, eða áætlun um að hefja starfs- eða verkmenntun í Þýskalandi;
  • Þrír þeirra hafa móttekið tilboð um að fara í starfsnám sem lærlingar í Austurríki;
  • einn þeirra er með starf í Þýskalandi; og
  • einn þeirra stefnir á starfsferil innan alþjóðlega hágæðagistirekstur eftir að hafa farið í þjálfunarnámskeið hjá hinu virta International Butler Academy í Hollandi.

Mikilvægast í þessu er að þátttakendurnir gátu að lokum fundið störf og byrjað á starfsferlum sínum, og allt þetta hefði ekki verið mögulegt án samhæfingar yfir landamæri milli EURES í Þýskalandi og Austurríki og vinnumiðlunarinnar í Celle.

Þetta árangursríka framtak var endurtekið á þessu ári og útfært til að taka einnig til vinnumiðlana í Hameln og Eutin. Nýr fæðingarárgangur 15 starfsnema hóf námsdvöl í Salzburg fylki í desember 2018 og ætlunin er að stækka verkefnið enn frekar á næstu árum.

 

Tengdir hlekkir:

Bonn ZAV

Konfides

International Butler Academy

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finna Eures ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures-löndum

Vinnugagnagrunnur Eures

Þjónusta Eures fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal Eures

Næstu viðburðir á Netinu

Eures á Facebook

Eures á Twitter

Eures á LinkedIn

Upplýsingar

Viðfangsefni
EURES bestu starfsvenjurYtri EURES fréttirNýliðunarstraumarÁrangurssögurUngmenni
Tengdir hlutar
Búseta & atvinna
Geirinn
Accomodation and food service activitiesActivities of extraterritorial organisations and bodiesActivities of households as employers, undifferentiated goods- and servicesAdministrative and support service activitiesAgriculture, forestry and fishingArts, entertainment and recreationConstructionEducationElectricity, gas, steam and air conditioning supplyFinancial and insurance activitiesHuman health and social work activitiesInformation and communicationManufacturingMining and quarryingOther service activitiesProfessional, scientific and technical activitiesPublic administration and defence; compulsory social securityReal estate activitiesTransportation and storageWater supply, sewerage, waste management and remediation activitiesWholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.