Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring25 Febrúar 2020European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion3 min read

Eures í Þýskalandi: Aðstoð við atvinnuleitendur og vinnuveitendur um allt land og víðar

Ertu að velta fyrir þér að flytja til Þýskalands og leita að vinnu? Eða rekur þú ef til vill þýskt fyrirtæki sem gæti haft not af alþjóðlegum starfsmönnum? Eures Í Þýskalandi er þér til aðstoðar sama í hvaða stöðu þú ert.

EURES Germany: Supporting jobseekers and employers across the country and beyond
EURES

Hvers konar aðstoð býður Eures í Þýskalandi atvinnuleitendum?

Eures í Þýskalandi hefur margháttaða reynslu af því að bjóða fólki, sem býr í einu landi og vinnur í öðru, upp á milliríkjaþjónustu. Við bjóðum einnig öllum áhugasömum atvinnuleitendum víðs vegar úr Evrópu upp á frábæra þjónustu, þar á meðal textaspjall, símalínu, vefstofur og Evrópudaga atvinnuleitar á netinu. Þú getur haft samband við ráðgjafa Eures í Þýskalandi á Eures vefgáttinni og á vefsíðunni Make it in Germany.

Hvað um vinnuveitendur?

Þýskir vinnuveitendur geta auglýst laus störf á Eures vefgáttinni. Eures ráðgjafar okkar hjálpa vinnuveitendum við ráðningar á netinu og í eigin persónu auk þess sem þeir bjóða upp á aðstoð við sérhæfðar hreyfanleikaáætlanir.

Af hverju telur þú að fólk ætti að koma og vinna í Þýskalandi? Hvað hefur landið upp á að bjóða?

Rannsóknir sýna að starfsmannaánægja er töluvert há í Þýskalandi og að landið er einn vinsælasti ákvörðunarstaður innflytjenda í heiminum. Einnig eru í boði fjölbreytt atvinnutækifæri í mismunandi iðnaði og fyrir mismunandi menntunarstig (t.d. í heilbrigðisþjónustu, flutningum, upplýsingatækni, á hótelum og í byggingariðnaði).

Eins og kemur fram á vefsíðunni Make it in Germany: „Þýskaland getur hampað margvíslegum árangri á félagslega sviðinu en það er eitt af því sem fólk kann að meta óháð kyni, aldri eða uppruna. Meðal annars má nefna stjórnmálalegan og efnahagslegan stöðugleika í landinu, samfélag, þar sem hugsað er um fólk með fjölbreyttum félagslegum öryggisnetjum, virðinguna sem borin er fyrir skoðanafrelsi og trú, alhliða og viðráðanlegt heilbrigðiskerfi, traust réttarríki, öflugt hlutverk frjálsra félagasamtaka og stéttarfélaga og gríðarlegt mikilvægi menntunar.“

En vinnuveitendur? Hvaða ávinning hafa alþjóðlegir starfsmenn í för með sér fyrir fyrirtæki?

Alþjóðlegir starfsmenn geta hjálpað ef skortur er á færni eða vinnuafli. Þeir bjóða einnig upp á tungumálakunnáttu, þekkingu á menningu, nýjan hugsunarhátt og nýtt sjónarhorn. Auk þess búa búa þeir yfir nýjum leiðum til að leysa úr vandamálum og geta hjálpað fyrirtækinu þínu við að ná til nýrra markhópa í öðrum löndum.

Þú tókst nýlega upp nokkur myndskeið með Eures ráðgjöfum víðs vegar að úr Þýskalandi. Getur þú sagt okkur hvað bjó að baki þeim?

#EURES25 herferðin var það sem hratt þessu af stað en hún fagnaði nýlegum 25. ára afmælisdegi Eures. Við vildum taka þátt í henni með skilaboðum frá Þýskalandi um alla þá þjónustu sem meðlimir okkar og samstarfsaðilar bjóða upp á.

Meginskilaboð Eures eru „við erum hér fyrir ykkur þegar þið þurfið ráð um atvinnu í Evrópu“ en þau hafa mest áhrif þegar þau koma beint úr munni raunverulegra Eures ráðgjafa. Á nýlegri ráðstefnum vorum við öll saman og því var það kjörið tækifæri til að taka upp myndskeiðin.

Af hverju völduð þið að taka upp myndskeið?

Myndskeið veita lifandi sjónarhorn og gefa atvinnuleitendum og vinnuveitendum kleift að sjá raunveruleg andlit Eures!

Hver eru helstu skilaboðin sem þú vilt að myndskeiðið færi fólki?

Eures hefur upp á margt að bjóða. Eures hefur áhugasama og öfluga ráðgjafa á sínum snærum sem munu hjálpa þér við að finna vinnu eða starfsmann alls staðar í Evrópu. Þýskir Eures ráðgjafar eru til viðtals dags daglega víðs vegar um Þýskaland og bjóða þeir upp á ráðningarþjónustu yfir andamæri og milli ríkja á öllum svæðum.

Við þökkum Eures sérfræðingnum, Lenu Kocanis, fyrir efnið í þessari grein.

 

Tengdir hlekkir

Myndskeið Eures í Þýskalandi

Eures í Þýskalandi

Make it in Germany

Staðreyndir um Þýskaland

Vinnumálastofnun Þýskalands

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finna Eures ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures-löndum

Vinnugagnagrunnur Eures

Þjónusta Eures fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal Eures

Næstu viðburðir á Netinu

Eures á Facebook

Eures á Twitter

Eures á LinkedIn

Upplýsingar

Viðfangsefni
  • Viðskipti /Frumkvöðlastarf
  • EURES bestu starfsvenjur
  • Ytri hagsmunaaðilar
  • Innri EURES fréttir
  • Nýliðunarstraumar
  • Ungmenni
Tengdir hlutar
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.