Skip to main content
European Commission logo
EURES
fréttaskýring11 Mars 2018European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion

EURES samvinna fyllir upp í vísindaleg skörð á Möltu

Lyfjafyrirtæki á Möltu stóð frammi fyrir skorti á hæfum meinatæknum en hefur nú fundið 10 nýja starfsmenn frá Ítalíu og Spáni, þökk sé EURES.

EURES collaboration fills scientific skills gap in Malta
EURES

Að para saman atvinnuleitendur og atvinnurekendur er daglegt líf hjá Giliane Mallia, forstöðumanni landsskrifstofu EURES á Möltu.

Giliane var nýlega í samstarfi við kollega sína hjá EURES á Spáni og EURES á Ítalíu til að koma 10 atvinnuleitendum í vinnu hjá lyfjafyrirtækinu Aurobindo. Á meðan á leit þeirra að hæfum gæðaeftirlitsmeinatæknum stóð, var fyrirtækinu bent á EURES vegna „núverandi vinnuaflsskorts á Möltu og skorts á slíkri hæfni á vinnumarkaðinum á staðnum,“ segir Giliane.

Af hverju er skortur? Því Malta er með þriðja lægsta atvinnuleysishlutfallið í ESB, sem þýðir að margir atvinnurekendur á Möltu ráða virkt inn frá öðrum löndum.

Frederick Schembri, framkvæmdastjóri Aurobindo, kallar EURES “frábært”.

Eftir því sem fyrirtækið stækkaði, segir hann, sneri það sér æ meir að leit að starfsfólki um allt ESB. Í dag eru 30 prósent starfsafla fyrirtækisins frá löndum utan Möltu, þökk sé EURES.

„[Á meðan á ráðningu stendur] getum við einbeitt okkur að sérstöku landi eða markhópi,“ útskýrir hann. „Það hefur verið okkur í vil og árangurinn útskýrir sig sjálfur.“

Ein af þeim sem naut góðs af samvinnu Aurobindo við EURES var Tamara Torcellini frá Ítalíu. Tamara, sem elskar að ferðast, var óðfús í að vinna í öðru ESB landi og hefur notað EURES sem eitt af helstu atvinnuleitarverkfærum sínum í þó nokkurn tíma. Þegar hún rakst á tækifærið í Möltu, passaði það henni fullkomlega.

„Ég sendi ferilskránna mína fyrir ‚gæðasérfræðingur‘ stöðuna á Möltu og fékk samstundis tölvupóst frá EURES um að staðfesta umsóknina,“ segir hún. „Þegar ég fékk loksins góðu fréttirnar frá fyrirtækinu að ég væri ráðin, hafði ég samband við EURES með spurningar um landið og þau gáfu mér alla þá hjálp sem ég þarfnaðist.“

Að veita frekari stuðning er það sem gerir EURES að miklu meira en bara vinnumiðlun. „Við höfum svarað spurningum um skóla, um bíla og jafnvel um að ferðast með ástkær gæludýr,“ segir Giliane. Litla EURES liðið á Möltu veitir einnig aðstoð við pappírsvinnu og sér um að hafa samband við aðrar skrifstofur fyrir hönd umsækjenda.

Í framtíðinni vonar Giliane að EURES verði fyrsti samskiptapunktur fyrir alla atvinnuleitendur sem hafa áhuga á að vinna einhvers staðar innan ESB. „Liðið okkar leggur sig fram við að skapa vinalegt og hjálpfúst andrúmsloft þar sem við hjálpum fólki ekki aðeins og flytja erlendis, heldur líka við að tryggja að umskiptin gangi jafn snurðulaust og hægt er.“

EURES ferð Tamara bendir til að þegar sé verið að uppfylla vonir Giliane. „Ég er enn á Möltu og ég nýt virkilega eyjarinnar, fólksins og vinnunnar,“ segir Tamara. „Þessi reynsla hefur reynst mér dýrmæt bæði persónulega og í starfi. Ég ráðlegg ykkur öllum að prufa þetta! Allir ættu að prufa að vinna, eða læra, erlendis um stund og EURES býður upp á fullkomið tækifæri!“

 

Tengdir hlekkir:

Búseta og störf á Möltu

Facebook-síða EURES á Möltu

 

Nánari upplýsingar:

Finna EURESráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES löndum

Vinnugagnagrunnur EURES

Þjónusta EURES fyrir atvinnurekendur

Viðburðadagatal EURES

Næstu viðburðir á Netinu

EURES á Facebook

EURES á Twitter

EURES á LinkedIn

Viðfangsefni
Viðskipti /FrumkvöðlastarfEURES bestu starfsvenjurYtri hagsmunaaðilarInnri EURES fréttirVinnumarkaðsfréttir/hreyfanleikafréttirNýliðunarstraumarÁrangurssögurUngmenni
Tengdir hlutar
Búseta & atvinna
Geirinn
Accomodation and food service activitiesActivities of extraterritorial organisations and bodiesActivities of households as employers, undifferentiated goods- and servicesAdministrative and support service activitiesAgriculture, forestry and fishingArts, entertainment and recreationConstructionEducationElectricity, gas, steam and air conditioning supplyFinancial and insurance activitiesHuman health and social work activitiesInformation and communicationManufacturingMining and quarryingOther service activitiesProfessional, scientific and technical activitiesPublic administration and defence; compulsory social securityReal estate activitiesTransportation and storageWater supply, sewerage, waste management and remediation activitiesWholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.