
2018 markaði 60 ára afmæli reglna Evrópusambandsins um samræmingu á almannatryggingakerfum og 50 ára afmæli stofnreglugerðanna um frjálsa för launþega. Til að fagna þessum tveimur áföngum hvatti framkvæmdastjórn Evrópusambandsins borgarana, sem hafa notið góðs af þessum réttindum, til að deila sögum sínum á samfélagsmiðlum með #EUmovers herferðinni.
Hér eru vinningshafarnir fimm og póstarnir þeirra:
Juho-Pekka Palomaa (Finnlandi)
Á sama tíma fyrir ári síðan stóð ég frammi fyrir breytingum á lífi mínu sem ég var óviss um. Ég hafði verið atvinnulaus í sex mánuði eftir háskólanám þegar ég fékk skyndilega símtal frá Eistlandi. Ég hafði birt ferilskrána mína á EURES síðunni og um mánuði síðar fékk ég tilkynningu í tölvupósti um að einhver hefði skoðað síðuna mín og sent mér skeyti. Það var tilboð um atvinnu í nágrannalandi mínu Eistlandi. Eftir viðtalið ákvað ég að stökkva á þetta. Ég vissi hvorki mikið um landi né borgina sjálfa nema það eitt að tungumálið hljómar líkt og finnska, hljómar bara fyndnara. Ég fékk mikið af upplýsingaefni um flutninga til Eistlands og þetta virtist allt lofa góðu. Þó að launin séu mun lægri virtist landið hafa tekið stórstígum framförum á stafræna sviðinu til að bæta lífskjör borgaranna. Á meðan dvöl minni stóð spilaði ég við heimamenn, fór á ókeypis eistneskunámskeið og kynntist öðrum útlendingum, fór til ókeypis heimilislæknis, undirritaði skjöl með stafrænum hætti og nýtti mér ókeypis almenningssamgöngur í fjölskrúðugri og fornri menningu þar sem fólk talar ensku, eistnesku, finnsku og rússnesku. Ég bý ekki lengur í borginni en hún kom mér sífellt á óvart með fornri sögu og hátæknikerfum og þægindum. Punkturinn yfir i-ið var að taka þátt í hátíðarhöldum Eista fyrir 100 ára sjálfstæði þeirra. Framtíðin er björt fyrir þessa litlu þjóð!
Carola Bosio (Ítalíu)
Hæ! Já, ég held að ég hafi ánetjast flutningum innan Evrópusambandsins þegar ég var 20 ára gömul. 20 ára var ég í Lille, Frakklandi í skiptinámi fyrir tvöfalda háskólagráðu sem opnaði augu mín svo ekki varð aftur snúið! 23 ára bjó ég í Mílanó og tók mín fyrstu skref á vinnumarkaði! 27 ára bjó ég í mánuð í Madríd bara til að hafa gaman af lífinu! Nú get ég logið um að ég tali spænsku.. 28 ára bjó ég í París í Frakklandi fyrir ástina og vinnu! Þar skildu leiðir við „ástina“ en ég eignaðist tvo „perluvini“! Jæja... nú er ég 38 ára gömul með eiginmann og tvo 2 ára tvíbura... er kominn tími til að láta staðar numið? NEI! Við fluttum til Írlands með litlu bandítana okkar tvo fyrir evrópskt fjölskylduævintýri. Ég vinn nú hjá írskum háskóla og tók alla fjölskylduna mína með mér. ÉG ELSKA EVRÓPU.
Sheila Margaret Ward (Bretlandi)
Eftir spænsku- og portúgölskunám við háskólann í Leeds á sjöunda áratugnum hóf ég störf sem enskukennari fyrir útlendinga. Það gladdi mig þegar Bretland gekk í Evrópusambandið því ég hafði alltaf haft trú á þessari hugsjón. Eftir kennslustörf í Bretlandi, á Spáni og í öðrum löndum fór ég til Portúgal árið 1980 til að vinna hjá British Council. Þegar Portúgal gekk í Evrópusambandið urðu ferðalög fram og til baka mun auðveldari þegar tollatakmarkanirnar hurfu. Sem enskukennari hef ég kennt mörgum nemendum, sem voru að búa sig undir Erasmus-áætlunina, og hrifist af öllum tækifærunum sem hún býður upp á. Áður en ég fór á eftirlaun árið 2010 fór ég á lífeyrisskrifstofuna í Portúgal og fyllti út eyðublað þar sem ég þurfti að tilgreina öll Evrópusambandslöndin þar sem ég hef verið við störf. Það var allt og sumt. Þegar ég hóf lífeyristöku fékk ég sjálfkrafa lífeyri frá Portúgal, Bretlandi og Spáni. Þetta var allt svo skilvirkt. Ég hef gefið út þrjár tvítyngdar barnabækur í Portúgal og ver tíma mínum í að stuðla að tvítyngi. Við Evrópubúar eigum svo margt sameiginlegt og því ætti það að vera forgangsatriði í öllum skólum að læra erlend tungumál.
Filipa Rodrigues (Portúgal)
Ég er dóttir Evrópu. Ég trúi á Evrópu án landamæra þar sem allur menningarmunur verður að brú á milli fólks... þessi munur auðgar okkur og ljær okkur betri skilning á heiminum. Fyrsta ferðalag mitt í Evrópu var til Spánar, nágranna landsins míns... Portúgals. Ég var barn og fór með fjölskyldu minni. Fyrsta ferðalag mitt með vinum mínum var til Bretlands, það var þegar ég var í framhaldsskóla. Ég hef sótt námskeið í Bretlandi og Grikklandi. Ég stundaði Erasmus+ starfsnám í Bretlandi. Ég hef ferðast í gegnum Ítalíu, Skotland, Sviss, Spán (aftur)... og ég ætla mér að ferðast mun meira. Í ár ákvað ég að flytja til Írlands. Ég leitaði að starfi á EURES síðunni og þegar ég fann það sem ég var að leita að fékk ég aðstoð frá EURES við að flytja til Írlands. Ég elska landið... söguna, menninguna, fólkið og náttúruna... Ég var heppin að vaxa upp í sameinaðri Evrópu, Evrópu sem alltaf gaf mér tækifæri þegar ég leitaði að þeim. Evrópu þar sem ég á réttindi... þar sem mér finnst ég örugg. Ég er stolt að vera dóttir Evrópu!
Chloé Jorigny-Casteuble (Frakklandi)
Ég heiti Chloé, ég 24 ára gömul og hef búið síðastliðið ár í Belgíu. Ég vinn fyrir FPS Social Security og starfa við Brexit mál :) Ég elska ferðalög og hef verið við starfsnám víðs vegar í Evrópusambandinu. Ég hef ferðast mikið í námi og starfi.
Tengdir hlekkir:
Nánari upplýsingar:
Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures-löndum
Vinnugagnagrunnur Eures
Þjónusta Eures fyrir vinnuveitendur
Viðburðadagatal Eures
Næstu viðburðir á Netinu
Eures á Facebook
Eures á Twitter
Eures á LinkedIn
Upplýsingar
- Útgáfudagsetning
- 16 Maí 2019
- Höfundar
- European Labour Authority | Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion
- Viðfangsefni
- Ytri EURES fréttirFréttir/skýrslur/tölfræðiSamfélagsmiðlarÁrangurssögurUngmenni
- Tengdir hlutar
- Búseta & atvinna
- Geirinn
- Accomodation and food service activitiesActivities of extraterritorial organisations and bodiesActivities of households as employers, undifferentiated goods- and servicesAdministrative and support service activitiesAgriculture, forestry and fishingArts, entertainment and recreationConstructionEducationElectricity, gas, steam and air conditioning supplyFinancial and insurance activitiesHuman health and social work activitiesInformation and communicationManufacturingMining and quarryingOther service activitiesProfessional, scientific and technical activitiesPublic administration and defence; compulsory social securityReal estate activitiesTransportation and storageWater supply, sewerage, waste management and remediation activitiesWholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles