
Síðustu sex mánuði hefur Merit unnið sem umhverfisráðgjafi og verkefnisstjóri fyrir fyrirtæki í Gautaborg. Eftir að hún hafði fengið starfið, hafði hún samband við EURES til þess að athuga hvort þeir gætu aðstoðað hana, en ráðgjafarnir á staðnum hjálpuðu henni með öll nauðsynleg gögn til að auðvelda flutninginn til nýs lands.
„Það var auðvelt fyrir mig að hefja störf og byrja nýtt líf í Svíþjóð,“ segir hin 24 ára, „því fyrir ári síðan var ég í skiptinámi við Chalmers tækniháskólann í Gautaborg. Eftir það skrifaði ég meistararitgerðina mína hjá sama fyrirtæki og ég vinn hjá núna.“
Þrátt fyrir að þekkja til landshátta, komu samt sem áður upp hindranir á leiðinni. „Stærstu áskoranirnar hafa verið tungumálið og að finna stað til þess að búa á,“ segir hún. „Þar sem að ráðgjöf krefst mikilla samskipta við viðskiptavini, er frekar mikilvægt að kunna tungumálið og geta unnið á viðkomandi tungumáli. Hins vegar tel ég að í samanburði við aðrar þjóðir Evrópu tali Svíar mjög góða ensku og oftast fæ ég hjálp ef að það er eitthvað sem ég skil ekki.“
Merit nýtur upplifunarinnar við nýtt líf í nýju landi. „Það eru svo mörg áhugaverð verkefni á sviði umhverfismála og margt að læra og gera,“ segir hún. „Ég held að þetta sé eitt af bestu löndum Evrópu sem ég gat komið til og nýtt menntun mína. Ég er hrifin af þeirri staðreynd að nýja heimaborg mín, Gautaborg, er nú í hraðri uppbyggingu og þróun. Fólk er svo vinalegt og landsbyggðin er alveg dásamleg.“
Hvað myndi hún segja við þann sem væri að leita að starfi erlendis? Láttu vaða! „Þú getur alltaf farið tilbaka ef að eitthvað fer úrskeiðis eða gengur ekki upp, en að fara erlendis, jafnvel bara í sex mánuði mun gefa þér svo mikið og mun stækka sjóndeildarhringinn þinn til muna.“
Marta Traks, landsfulltrúi EURES í Eistlandi hefur stutt Merit í að taka skrefið.
„Það er ekki augljós kostur fyrir alla að starfa erlendis en getur verið mjög áhugavert, bæði persónulega og faglega,“ segir hún. „Ákvörðunin um að fara erlendis mun auka víðsýni þína. Að demba sér í erlent umhverfi krefst sveigjanleika og áræðni: það kann að vera erfitt til að byrja með en er mikil lífsreynsla.“
Tengdir hlekkir:
Chalmers Tækniháskólinn í Gautaborg
Fyrsta EURES starfið þitt (YFEJ) áætlunin
Nánari upplýsingar:
Finna EURES-ráðgjafa
Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES-löndum
Vinnugagnagrunnur EURES
Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur
Viðburðadagatal EURES
Næstu viðburðir á Netinu
EURES á Facebook
EURES á Twitter
EURES á LinkedIn
EURES á Google+
Upplýsingar
- Útgáfudagsetning
- 12 Október 2017
- Höfundar
- European Labour Authority | Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion
- Viðfangsefni
- Viðskipti /FrumkvöðlastarfEURES bestu starfsvenjurNýliðunarstraumarÁrangurssögurUngmenni
- Tengdir hlutar
- Búseta & atvinna
- Geirinn
- Accomodation and food service activitiesActivities of extraterritorial organisations and bodiesActivities of households as employers, undifferentiated goods- and servicesAdministrative and support service activitiesAgriculture, forestry and fishingArts, entertainment and recreationConstructionEducationElectricity, gas, steam and air conditioning supplyFinancial and insurance activitiesHuman health and social work activitiesInformation and communicationManufacturingMining and quarryingOther service activitiesProfessional, scientific and technical activitiesPublic administration and defence; compulsory social securityReal estate activitiesTransportation and storageWater supply, sewerage, waste management and remediation activitiesWholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles