Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring11 Apríl 2018European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion2 min read

Netnámskeið „Make it Work“ í Danmörku

EURES-hópur Danmerkur bjó til rafrænt námskeið til að hjálpa atvinnuleitendum að finna vinnu í landinu.

E-learning course ‘makes it work’ in Denmark
EURES

Það getur verið erfitt að leita að vinnu, sérstaklega í öðru landi. Snemma í mars 2018 ákvað EURES-hópurinn í Danmörku að hjálpa þeim sem leita að vinnu í landinu með því að setja af stað ‘Make It Work in Denmark’ course námskeið.

Netnámskeiðið sem er hannað til að gefa innsýn, þekkingu og ábendingar sem tengjast því að finna vinnu í Danmörku, er á ensku og samanstendur af fjórum einingum:

  1. Atvinnuleit í Danmörku: Hvernig finnurðu lausar stöður, skrifar umsókn og þróar ferilskrá sem hentar þörfum danskra fyrirtækja;
  2. Samband við fyrirtæki og árangursrík starfsviðtöl: Hvernig er best að komast í samband við fyrirtæki og kynna sjálfa(n) sig í viðtölum,
  3. Árangursrík notkun á LinkedIn: Hvernig hámarkar þú LinkedIn prófílinn þinn fyrir tengslamyndun og starfsleit;
  4. Kynning á danskri vinnustaðamenningu: Hvernig virkar danski vinnustaðurinn og hvernig á að haga sér í óþekktum aðstæðum.

Efni þessara fjögurra eininga inniheldur raunverulegar sögur alþjóðlegra einstaklinga sem fundu vinnu í Danmörku, gagnvirkar æfingar, myndbönd um mismunandi efni og hagnýt verkefni.

Sveigjanleiki er lykilþáttur Make It Work in Denmark. Þar sem námskeiðið er á netinu er það hreyfanlegt og hægt er að fara í það úr snjalltækjum eins og spjaldtölvum og snjallsímum. Skráning er opin öllum og námskeiðið er sett þannig upp að hægt er að byrja hvenær sem er. Einnig er hægt að klára einingarnar í mörgum lotum og fara aftur í þær hvenær sem er, sem gerir námskeiðið að tímalausu hjálparefni fyrir atvinnuleitendur.

Meira en 170 einstaklingar frá hinum ýmsu löndum hafa byrjað í námskeiðinu enn sem komið er og viðbrögðin hafa verið ákaflega jákvæð. „Ég kláraði einingarnar og verð að segja að þær eru mjög góðar!“ Ágnes Kalmár, byggingaverkfræðingur frá Ungverjalandi segir frá. „Þær innihalda mikið magn upplýsinga og innblásturs; ég kem til með að nota þær áfram.“

Stacy, ástralskur heilbrigðisstarfsmaður sem býr í Árósum er sammála. „Mér fannst einingarnar grípandi, áhugaverðar og upplýsandi. Upplýsingarnar voru viðeigandi og settar fram þannig að auðvelt var að skilja þær. Ég var sérstaklega hrifin af fjölbreytninni við hvernig upplýsingunum var komið á framfæri, þar sem það hélt lesendanum við efnið í gegnum allar einingarnar.“

Framtíðarsýn EURES í Danmörku er að 600 manns hefji námskeiðið á hverju ári. Þeir eru nú þegar á góðri leið með að ná því markmiði fyrir 2018 vegna þess hversu margir hafa þegar skráð sig, sem sýnir greinilega hrifningu á þeim ráðum, ábendingum og þekkingu sem námskeiðið býður atvinnuleitendum upp á.

Ertu atvinnuleitandi sem leitar að vinnu í Danmörku? Viltu komast að meiru um Make It Work in Denmark netnámskeiðið og hvernig þú getur tekið þátt? Búðu einfaldlega til prófíl á vefsíðu Work in Denmark til að byrja!

 

Tengdir hlekkir:

Work in Denmark vefsíða

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finna EURES ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES-löndum

Vinnugagnagrunnur EURES

Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal EURES

Næstu viðburðir á Netinu

EURES á Facebook

EURES á Twitter

EURES á LinkedIn

EURES á Google+

Viðfangsefni
  • EURES bestu starfsvenjur
  • Ytri EURES fréttir
  • Ytri hagsmunaaðilar
  • Ábendingar og ráð
  • Fréttir/skýrslur/tölfræði
  • Samfélagsmiðlar
  • Ungmenni
Tengdir hlutar
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.