Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring11 Október 2019European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion5 min read

Starfsráðgjöf: Stuðningur við vinnuafl morgundagsins

Það er aldrei auðvelt að fara úr því að vera nemandi í fullu námi yfir í að vera starfsmaður í fullu starfi. Hvort sem þú ert að koma úr skóla, háskóla eða iðnnámi getur það verið erfið umbreyting að koma inn á vinnumarkaðinn – en góður stuðningur getur auðveldað þér lífið við það. Við hittum Paul Kitchen, starfsráðgjafa hjá University of Nottingham, til að fá frekari upplýsingar um þau ráð sem hann veitir vinnuafli morgundagsins.

Career mentoring: Supporting the workforce of tomorrow
EURES

Getur þú sagt okkur aðeins frá sjálfum þér og hlutverki þína sem ráðgjafa?

Ég útskrifaðist frá University of Nottingham árið 1983. Þrátt fyrir áhuga á að verða skólasálfræðingur fór ég inn á vinnumarkaðinn án þess að hafa nánast neina hugmynd um það hvernig ég ætti að ná árangri. Mismunandi starfshlutverk leiddu til þess að ég sérhæfði mig í viðskiptaþróun, einkum við þróun á stefnum er varða sameignarfélög. Nú á ég mitt eigið fyrirtæki sem hjálpar litlum fyrirtækjum við að vaxa.

Fyrir rétt rúmlega þremur árum leitaði háskólinn til fyrrum nemenda í átaki til að bæta stoðþjónustu við háskólastúdenta og nýútskrifaða nemendur. Í hlutverki mínu sem starfsráðgjafi er ég staðráðinn í því að hjálpa ungu fólki í upphafi starfsferilsins ásamt því að fjárfesta í símenntun fyrir sjálfan mig.

Hvers kyns aðstoð býður þú nemendum þínum almennt upp á?

Ég hjálpa skjólstæðingum mínum með hvernig þeir nálgast og undirbúa sig fyrir vinnumarkaðinn hvort sem það er með starfsnámi eða ráðningu. Nemendur velja sér ráðgjafa út frá bakgrunni hans, reynslu og hæfni svo skjólstæðingurinn og ráðgjafinn ættu að passa vel saman út frá sjónarhorni skjólstæðingsins.

Aðstoðin nær yfir uppbyggingu viðtala, spurningatækni, það sem vinnuveitendur eru á höttunum eftir, hvernig eigi að skrifa ferilskrá og umsóknarbréf, tungumál fyrirtækja og hraða á fundum. Stundum, þegar samræðunum vindur fram, fá nemendur betri sýn á suma af styrkleikum og veikleikum sínum en það hjálpar þeim að skilja hvaða starfshlutverk henti þeim.

Ásamt því að aðstoða með hagnýtari hluti eins og ferilskrár og undirbúning undir starfsviðtöl veitir þú nemendum þínum einnig tilfinningalegan stuðning. Getur þú sagt okkur frá því?

Það er hér sem sambandið nær slær í gegn eða ekki. Þetta er ekki venjuleg kynni. Þið starfið saman með eitt markmið: að undirbúa nemandann undir vinnumarkaðinn. Það krefst skuldbindingar frá báðum aðilum. Eins og öll önnur sambönd er mikilvægt að átta sig á undirstöðu sambandsins og setja nokkrar reglur og mörk.

Nemendur eru fullir af efa en taka samt óútreiknaðar áhættur og eru frakkir. Flestir hafa lært að bera frammistöðu sína við jafningja sína frekar en að vera með eigin innri staðla. Það er gríðarlega mikilvægt að hjálpa þeim við að hætta að hugsa um væntingar annarra og setja sér sjálfir raunverulegar væntingar.

Að mínu mati er þetta kjarninn í því að byggja upp sjálfstraust. Þegar þú tekur þínar eigin ákvarðanir um framtíð þína frekar en að reyna að uppfylla væntingar annarra staðfestir þú að vilji þinn skipti máli. Þú skiptir máli. Þú leitar einnig að svörum innra með þér og þegar þú finnur þau trúir þú á getu þína til að móta þína eigin framtíð.

Nemendur bæði geta og ljúka þessari vegferð á eigin spýtur; hlutverk ráðgjafans er að stærstum hluta að vísa þeim veginn. Fyrir mig er það þessi skilningur á vegferðinni sem gerir hana þroskandi.

Hin hlið vinnumarkaðarins er auðvitað vinnuveitendur. Hvað telur þú að fyrirtæki geti gert sjálf til að gera sig meira aðlaðandi fyrir ungt fólk?

Þau geta sýnt fram á skuldbindingu við fjölbreytni þar sem enginn er undanskilinn, ábyrgð fyrirtækja, umhverfið og andlega heilsu starfsmanna sinna. Ég myndi mæla með því að búa til myndbönd af starfsviðtölum raunverulegs fólks, sem hefur útskrifast úr háskóla, og eru mikils metnir starfsmenn til að sýna hvernig þeir sigruðust á áskorunum og blómstra í fyrirtækinu.

Vinnuheimurinn tekur hröðum breytingum. Hvað telur þú að hafi áhrif á nemendur, getu þeirra til að finna vinnu og getu þeirra til að laga sig að nýju vinnuumhverfi?

Það er erfitt þegar þeir hafa alls enga reynslu af vinnuumhverfi. En góðu fréttirnar eru þær að vinnuveitendur eru byrjaðir að átta sig á því að ráðningar út frá reynslu einni saman mun ekki virka fyrir þá nú þegar við sjáum fram á fjórðu iðnbyltinguna.

Vélnám, gervigreind og sjálfvirkni hefur valdið hröðum breytingum á þeim viðmiðum sem vinnuveitendur nota þegar þeir ráða fólk til starfa. Færni í því að leysa vandamál, seigla og sköpunargáfa verður sífellt dýrmætari á vinnustöðum og félagsfærni okkar er líka að verða mikilvægari. Mest af tíma okkar verður varið í litlum teymum sem vinnur með tækni til að ná sem bestum árangri. Það að vera mannlegur verður að mælieiningu sem vinnuveitendur munu finna leið til að mæla.

Við þurfum að tryggja að við höfum aðlögunarhæfni og séum opin fyrir því að læra nýja hluti. Það er gott fyrir nemendur því þeir búa yfir færni til náms og hæfileika til að þroskast. Þeir munu þurfa að móta með sér ástríðu og skuldbindingu fyrir símenntun og beita nýrri þekkingu í starfi til að hjálpa fyrirtækinu, sem þeir vinna fyrir, við að vera eins sveigjanlegt og hægt er.

Að lokum, hvað er það besta við að vera starfsráðgjafi?

Sjá fólk ná flugi. Horfa á fólk þroskast er ein af stærstu gjöfum lífsins. Áhrifin sem þú getur haft á sjálfsöryggi, hugsun, mörk, sjálfstæða hugsun og sköpunargáfu eru gríðarleg. Þú getur haft raunveruleg áhrif auk þess sem þetta gengur í báðar áttir. Ég hef öðlast dýrmæta þekkingu á mismunandi starfsháttum ásamt dýpri skilning á þeim áskorunum sem unga fólkið okkar stendur frammi fyrir.

 

Tengdir hlekkir:

University of Nottingham

University of Nottingham – starfsráðgjöf

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finna starfsfólk EURES

Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures-löndum

Vinnugagnagrunnur Eures

Þjónusta Eures fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal Eures

Næstu viðburðir á Netinu

Eures á Facebook

Eures á Twitter

Eures á LinkedIn

Upplýsingar

Viðfangsefni
  • Ytri hagsmunaaðilar
  • Ábendingar og ráð
  • Árangurssögur
  • Ungmenni
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.