Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring2 Október 2020European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion3 min read

„Besta valið“: Giorgio segir okkur frá reynslu sinni af EURES

Rafmagnsverkfræðingurinn Giorgio Cover flutti frá Ítalíu til Hollands árið 2014 eftir að hafa fundið starf á EURES-vefgáttinni. Mörgum árum seinna nýtur Giorgio þess en að starfa í Hollandi. Við settum okkur í samband við Giorgio til að biðja hann um að segja okkur frá reynslu sinni.

“The best choice”: Giorgio reflects on his EURES experience
Stefania Garofalo, 2018/Egin Erdal

Við heyrðum fyrst af sögu Giorgio þegar ítalski EURES-ráðgjafinn, Stefania Garofalo, sagði okkur hana í myndviðtali (á ítölsku) sem þau tóku upp í sameiningu þegar Stefania heimsótti Holland árið 2018. Í myndbandinu segir Giorgio frá hinu hraða ferli sem leiddi til þess að hann fluttist búferlum nokkrum árum fyrr.

„Ég átti flug um kvöld og næsta morgun var ég mættur á skrifstofuna!“

Giorgio var á fullu í uppskeruvinnu á víngarði frænda síns þegar hann fékk símtal með atvinnutilboði í Hollandi. Síðan gerðist allt mjög hratt – 20 dögum seinna var Giorgio á leið í flug. „Ég átti flug um kvöld og næsta morgun klukkan 9 var ég mættur á skrifstofuna!“ minnist hann í myndbandinu.

Með hjálp Stefaniu fann Giorgio starf hjá Aqua Vision BV, ráðgjafafyrirtæki á sviði sjómælinga í Utrecht en hann sótti um starf sem einn af hollensku samstarfsmönnum Stefaniu hafði auglýst.

„Giorgio fann starfið á EURES-vefgáttinni,“ útskýrir Stefania í myndbandinu. Síðan var ferlið mjög einfalt: „Hann sannfærðist af því sem hann las svo hann ákvað að sækja um. Fyrirtækið valdi hann og hringdi í hann.“

Þegar þau ræða um lífið og vinnuna segir Giorgio að honum líði vel í Hollandi þó að hann viðurkenni að miðað við Ítalíu sé hollenska veðrið ekki einn af kostunum. Stefania grínast líka með að hann hafi greinilega æft tungumálakunnáttu sína í vinnunni – svo mikið að hann er alltaf að skipta úr ítölsku yfir á ensku í samtalinu!

„Maður þroskast“

Eftir að Stefania deildi myndbandinu höfðum við samband við Giorgio til að fá meiri upplýsingar um bakgrunn hans og hvað hann hefði verið að gera síðustu tvö ár frá því að myndbandið var tekið upp.

Giorgio er nú 31 ár gamall og býr enn í Hollandi þó að hann hafi nýlega hafið störf sem rafmagnsverkfræðingur hjá Sjó- og loftrannsóknarstofnuninni við háskólann í Utrecht. Þegar hann hugsar til baka um flutningana fyrir meira en fimm árum síðan segir Giorgio „ákvörðunin um að flytja var besta ákvörðunin sem ég gat tekið“.

Þó að Giorgio hafi þegar þekkt vel til í Hollandi – hann tók þátt í menningarskiptum þegar hann var 19 ára og heimsótti landið margoft eftir það – var flutningurinn þangað stórt skref.

Hann óx upp í sveitaþorpi í héraðinu Treviso á Norður-Ítalíu þar sem fjölskyldan hans á lítinn sveitabæ og víngarð. Þrátt fyrir að hafa lært rafmagnsverkfræði við háskólann í Udine var eina starfsreynsla hans fyrir flutningana til Hollands á sveitabæ fjölskyldunnar. „Í uppvexti mínum kynntist ég erfiðisvinnu,“ segir hann.

„Að vera fjarri fjölskyldu og þægindahringnum þínum, einn í erlendu landi, hjálpar til við að kalla fram hliðar sem þú vissir jafnvel ekki að þú hefðir,“ segir Giorgio. „Það þroskar mann því maður öðlast nýja sýn. Ef ég ber sjálfan mig saman við einstaklinginn, sem ég var, átta ég á mig á því hversu mikið ég hef breyst.“

Þó að hann langi að flytja heim í sveitasæluna á Ítalíu dag einn segir Giorgio að hann sé hamingjusamur eins og er og leggi áherslu á að öðlast dýrmæta reynslu. „Eins og er ætla ég að dveljast hér í Hollandi og þroskast, læra og mynda mér dýrmæta þekkingu í eins mörgum atvinnugeirum og ég get.“

 

Tengdir hlekkir:

EURES-vefgáttin

Myndviðtal (á ítölsku)

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finna EURES-ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES-löndum

Vinnugagnagrunnur EURES

Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal EURES

Næstu viðburðir á Netinu

EURES á Facebook

EURES á Twitter

EURES á LinkedIn

Upplýsingar

Viðfangsefni
  • Árangurssögur
  • Ungmenni
Tengdir hlutar
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.