Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring13 Desember 2017European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion2 min read

Vertu þinn eigin yfirmaður: sjálfstæður atvinnurekstur sækir í sig veðrið

Sífellt fleiri sækja í verktakavinnu fyrir margskonar viðskiptavini í stað hins hefðbundna vinnuveitanda-launþega sambands.

Ný skýrsla frá Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins, sýnir að 30,6 milljónir manna á aldrinum 15 til 64 í ESB voru í sjálfstæðum atvinnurekstri árið 2016, í störfum allt frá mótorhjólaviðgerðum til skógræktar.

Fólk í sjálfstæðum atvinnurekstri var 14% af heildarlaunþegum í ESB 2016. Það er smávægileg aukning frá upphafi 2015, þegar talan var 30,3 milljónir. Hjá þeim sem eru 25 ára eða yngri var aukningin á sama tímabili úr 77,300 upp í 90,000.

2016 voru tveir af þremur í sjálfstæðum rekstri karlar (67%), meira en helmingur (55%) var 45 ára eða eldri, um þriðjungur (35%) hafði lokið háskólamenntun og sjö af tíu (71%) voru einyrkjar, sem þýðir að þeir voru ekki með annan í vinnu.

Hæsta hlutfall sjálfstæðs reksturs er að finna í Grikklandi, þar sem næstum einn af hverjum þremur launþegum er sinn eigin yfirmaður. Á Ítalíu er talan einn af hverjum fimm (21%), og á Póllandi er það 18%. Af hinum aðildarríkjunum, þar sem sjálfstæður atvinnurekstur er ekki jafn vinsæll, sýna tölur Eurostat að hann er óvinsælastur í Danmörku, aðeins 8%, á meðan Þýskaland, Eistland, Lúxemborg og Svíþjóð eru öll með 9%. Meðaltalið í ESB er 14%.

Ef horft er á tölurnar eftir atvinnugreinum, starfa 4,8 milljónir við heild- og smásölu og mótorhjólaviðgerðir, eða 16% allra sem eru í sjálfstæðum rekstri í ESB árið 2016. Næst vinsælasta greinin var landbúnaður, skógrækt og fiskveiðar, með 4,4 milljónir, eða 14%, á meðan byggingavinna (3,9 milljónir, 13%) og sérfræðivinna í vísindum og tækni (3,7 milljónir, 12%) voru einnig vinsæl hjá fólki í lausavinnu.

Í sumum löndum getur EURES hjálpað fólki í sjálfstæðum rekstri í hvaða landi sem er í ESB að komast í samband við vinnuveitendur sem leita að margskonar hæfileikum og kunnáttu. Hanna-Maria, óperusöngkona í lausamennsku frá Malmö, Suður-Svíþjóð, þekkir það af eigin reynslu. Þegar hún ákvað að hún þyrfti nýjar áskoranir var hún ekkert að tvínóna við að leita sér hjálpar frá næsta EURES-ráðgjafa til að fá áheyrnarpróf í Hamborg með hjálp ZAV. Hún hefur ekki litið um öxl síðan þá.

„Ég hef mjög jákvæða reynslu af EURES. Ég hef rætt við aðra kollega sem eru einnig óperusöngvarar í lausamennsku sem hafa góða reynslu af EURES. Mig langar virkilega að finna tækifæri í Þýskalandi. Þar eru mun fleiri óperuhús heldur en í Svíþjóð, og raunar mörgum öðrum Evrópulöndum.“

Hanna-Maria lærði þýsku í þrjú ár svo hún getur talað smá þýsku og myndi líklega læra hratt ef hún flytti þangað. Eitt er víst að hún getur nú þegar sungið á þýsku og nýtur sérfræðiaðstoðar á staðnum og í geiranum sem hún fær sem einstaklingur í sjálfstæðum atvinnurekstri.

 

Tengdir hlekkir:

Kíkjum á sjálfstæðan atvinnurekstur í ESB – Eurostat skýrsla

Sjálfstæðum atvinnurekstri

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finna EURES-ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES löndum

Vinnugagnagrunnur EURES

Þjónusta EURES fyrir atvinnurekendur

Viðburðadagatal EURES

Næstu viðburðir á Netinu

EURES á Facebook

EURES á Twitter

EURES á LinkedIn

EURES á Google+

Upplýsingar

Viðfangsefni
  • Viðskipti /Frumkvöðlastarf
  • Vinnumarkaðsfréttir/hreyfanleikafréttir
  • Fréttir/skýrslur/tölfræði
  • Ungmenni
Tengdir hlutar
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.