Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring24 Apríl 2017European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion2 min read

Allt um Erasmus+

Erasmus+ er áætlun á vegum framkvæmdastjórnar Evrópu sem snýr að menntun, námskeiðum, æskulýðsmálum og íþróttum. Frá árinu 2014 hefur Erasmus+ hjálpað þúsundum ungmenna, samtökum og stofnunum við að leita út fyrir eigin landamæri til að efla hæfni sína (ungmenni) og auka þekkingu starfsfólksins (samtök og stofnanir).Í eftirfarandi grein skoðum við nokkra möguleika sem Erasmus+ getur boðið ungmennum, samtökum og stofnunum Drop’pin@EURES.

All about Erasmus+
Shutterstock

Ungmenni

Erasmus+ býður ungmennum (frá13 til 30 ára) tækifæri til að öðlast nýja kunnáttu, kynnast ólíkri menningu, læra ný tungumál og sanka að sér dýrmætri reynslu innan þeirra áhugasviðs.

Í ungmennaskiptum tekur ungt fólk frá einu eða fleiri löndum ESB þátt í sameiginlegu verkefni og svo er hægt að sækja um sjálfboðastörf erlendis í gegnum evrópsku sjálfboðaliðaþjónustuna (EVS).

Námsmenn

Námsmenn geta lært erlendis í gegnum Erasmus+ og bætt um leið samskiptahæfni, tungumálakunnáttu og menningarlæsi í nýju og framandi umhverfi. Námstíminn getur verið 3 til 12 mánuðir fyrir námsmenn á grunnháskólastigi, masters- eða doktorsstigi.

Af öðrum námsmöguleikum má nefna starfsþjálfun erlendis, en hún getur falið í sér starfsþjálfunarstöðu eða starfsnám. Þessi möguleiki, sem býðst bæði núverandi námsmönnum og nýútskrifuðum, getur náð yfir 2 til 12 mánaða tímabil og gerir ungu fólki kleift að efla hæfni sína og kynnast í leiðinni ólíkri menningu.

Samtök og stofnanir

Erasmus+ býður upp á alls konar tækifæri fyrir samtök og stofnanir á sviði menntunar, námskeiða, æskulýðsmála og íþrótta. Samtök og stofnanir á æðra skólastigi getasent starfsfólk sitt á námskeið eða til að kenna erlendis. Kennsla og námskeið eru líka í boði fyrir starfsfólk starfsmenntunar, starfsfólk skóla, starfsfólk fullorðinsfræðslu og starfsfólk æskulýðsmála. 

Styrkir eru veittir fyrir nýsköpunarverkefni sem ætlað er að bæta starfshætti með stefnumótandi samstarfi, þekkingarbandalögum og atvinnugreinabandalögum. Verkefni sem efla hæfni og þekkingu stuðla að nútímavæðingu æðri mennuntarstigs og þróun æskulýðsstarfa og óformlegrar menntunar.

Frekari upplýsingar

Frekari upplýsingar um Erasmus+ áætlunina og það sem hún hefur upp á bjóða fyrir ungmenni og samtök má finna á vefsíðu áætlunarinnar.

 

Tengdir hlekkir:

býður ungmennum

námsmöguleikum

tækifæri fyrir samtök og stofnanir

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finna EURES ráðgjafa

 Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES-löndum

Vinnugagnagrunnur EURES

Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal EURES

Næstu viðburðir á Netinu

EURES á Facebook

EURES á Twitter

EURES á LinkedIn

EURES á Google+

Viðfangsefni
  • Verkfærakista ESB fyrir hreyfanleika
  • Ytri hagsmunaaðilar
  • Ábendingar og ráð
  • Fréttir/skýrslur/tölfræði
  • Ungmenni
Tengdir hlutar
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.