Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring31 Maí 2017European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion4 min read

Actiris kemur góðu fréttunum á framfæri um Fyrsta EURES starfið í Brussel

Í desember 2016 fóru samstarfsmenn EURES hjá Actiris út á götur í Brussel til að kynna atvinnuhreyfanleikaáætlunina Fyrsta EURES starfið (YFEJ). Actiris International er alþjóðlegur armur vinnumálaþjónustunnar í Brussel, Actiris, en hún er ein af samstarfsaðiljum sem styðja við EURES verkefnið.

Actiris spreading the good news of Your First EURES Job in Brussels
Actiris Facebook page

Atvinnuleysi ungs fólks í Brussel hefur minnkað stöðugt á síðustu árum og er eins og er 25,3%. En enn er mikið verk fyrir höndum til að þessi þróun haldi áfram og hefur Actiris ekki sóað neinum tíma við að grípa til aðgerða. 

Hið kraftmikla teymi Actiris International kom fyrir auglýsingaborða og upplýsingastöðum í miðbæ Brusselborgar til að ná til ungra vegfarenda sem gætu þurft á hjálp að halda á framabrautinni.

Teymið, sem var búið hundruðum grípandi póstkortum bæði á frönsku og hollensku, fór á svölustu staðina í Brussel þar sem uppákomur eiga sér stað og ungt fólk sækir. Bæklingum var dreift út um allt, á menningarstöðum, kaffihúsum, bókabúðum og jafnvel í almenningssamgöngum. Þú getur skoðað myndir frá deginum á Facebook síðu Actiris.

Kraftmikið markaðsherferð, sem fór strax á flug, var haldin í þeirri von að koma upplýsingum um Fyrsta EURES starfið á framfæri bæði við ungt fólk á vinnumarkaði og atvinnuleitendur. Markaðsstarfið undir forystu Actiris International leiddi til aukningar á umsóknum um styrki úr áætluninni Fyrsta EURES starfið. Yfirmaður alþjóðlegra starfa hjá Actiris, Jessica Mathy, sem fór fyrir herferðinni, segir að þau hafið skapað einstakt tækifæri til að komast í samband við breiðari markhóp en venjulega, þá einkum aðila sem er ekki alltaf meðvitað um alþjóðlega vídd þjónustu þeirra. Þúsundum póstkorta var dreift um alla Brusselborg. „Þó að enn sé of snemmt að negla niður nákvæmar tölur við lok herferðarinnar, spáum við því að við munum fá verulegan fjölda óska á næstu mánuðum. Það þýðir aðeins að við höfum náð markmiði okkar um að kynna hreyfanleika starfa í Evrópu!“ segir Jessica.

Ef þú ert á aldrinum 18 til 35 ára gæti Fyrsta EURES starfið verið eitthvað fyrir þig

Hreyfanleikaáætlunin Fyrsta EURES starfið er tækifæri fyrir alla evrópska atvinnuleitendur yngri en 35 ára og hafa áhuga á því að starfa eða hljóta þjálfun eða starfsnámsstöðu í Evrópusambandinu, Noregi eða Íslandi. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins styrkir verkefnið fjárhagslega en það miðar að því að stuðla að alþjóðlegum hreyfanleika innan Evrópusambandsins, fyrir bæði atvinnuleitendur og veita vinnuveitendunum, sem ráða þá, leiðbeiningar og aðstoð.

Framkvæmd Fyrsta EURES starfsins er eins og er á hendi fjögurra samtaka undir forystu vinnumálastofnana í Frakklandi, Ítalíu, Þýskalandi og Svíþjóð í samstarfi við önnur aðildarríki ESB.  Actiris er hluti af samtökunum undir forystu vinnumálastofnunar Frakklands (Pôle Emploi). Frá 2006 hefur Actiris þegar stuðlað að mörgum atvinnutækifærum erlendis í mörgum atvinnugreinum, þar á meðal: í iðnaði, viðskiptum, UT og fjölmiðlum svo og hjá áhugahópum. Aðstoð við flutninga hefur aðallega miðast við atvinnuleitendur sem hafa flust til Þýskalands, Póllands og Spánar en meirihluti styrkþega hafa verið konur á aldrinum 25 til 30 ára.

Verkefnið Fyrsta EURES starfið getur veitt atvinnuleitendum fjárhagsaðstoð fyrir ferðakostnaði til að sækja viðtöl, flutningskostnað, kostnað við tungumálanám svo og veitt aðstoð og greitt hluta af kostnaði við að fá menntun og hæfni viðurkennda.

Auk þess hjálpar verkefnið vinnuveitendum í þessum aðildarríkjum við að ráða viðeigandi starfsmenn til fyrirtækja þeirra og veitir fjárhagsaðstoð til að hjálpa þeim við að skapa aðlögunaráætlun fyrir nýja starfsmenn.

Fyrsta EURES starfið auðveldar ungum Evrópubúum við að flytja, starfa og búa í Evrópu og auðveldar atvinnurekendum ráðningarferlið.

Hvernig á ég að komast í samband við...

Actiris International

Ef þú vilt vita meira um Fyrsta EURES starfið þarftu bara að hafa samband við Actiris International til að bóka tíma.  Skoða vefsíðu þeirra til að fá sambandsupplýsingar í heild.

Önnur atvinnuþjónusta Fyrsta EURES starfsins í ESB

Einnig má finna frekari upplýsingar um fyrsta EURES starfið og sambandsupplýsingar fyrir aðra þjónustu á vegum Fyrsta EURES starfsins  innan Evrópusambandsins hér.

Ef þú vilt fá nýjustu fréttir frá EURES og upplýsingar um tækifæri skaltu fylgjast með EURES á Facebook og Twitter.

 

Tengdir hlekkir:

Facebook síða Actiris

Vefsíða Actiris International

Fyrsta EURES starfið á EURES vefsíðunni

Facebook síða EURES

Twitter straumur EURES

 

Nánari upplýsingar:

Finna EURES ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures-löndum

VinnugagnagrunnurEures

Þjónusta Eures fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal Eures

Næstu viðburðir á Netinu

Eures á Facebook

Eures á Twitter

Eures á LinkedIn

Eures á Google+

Viðfangsefni
  • Ábendingar og ráð
  • Fréttir/skýrslur/tölfræði
  • Árangurssögur
Tengdir hlutar
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.