
- Fá aðgang að byrjunarstöðum
Árstíðabundin störf bjóða oft upp á byrjunarstörf sem mun erfiðara væri að finna í öðrum geirum. Þetta getur gefið þér tækifæri til að vinna þig upp og veitt þér reynslu sem gæti leitt til viðeigandi atvinnutækifæra síðar.
- Prófa nýtt starfssvið eða nýjan vinnuveitanda
Ef þú ert að leitast eftir að prófa nýjan starfsferil eða hefur áhuga á að vinna með öðrum vinnuveitanda, þá geta árstíðabundin vinna gert þér kleift að prófa það á öruggan hátt í vitneskju um að ef þér líkar það ekki, þá ertu ekki skuldbundinn til langs tíma.
- Nýttu þér sérkunnáttu þína til að skapa þér tækifæri
Margvísleg árstíðabundin atvinnutækifæri sem eru í boði (á skíðasvæðum, hátíðum og til dæmis í verslun eða landbúnaði) geta gefið þér tækifæri til að efla sérstaka og eftirsótta kunnáttu sem þú mögulega gætir ekki þróað með þér í öðrum stöðum.
- Efldu ferilskrána þína
Ef þú ert á milli starfa getur árstíðabundin vinna verið frábær leið til að fylla í eyðurnar í ferilskránni ásamt því að veita þér dýrmæta færni og afla þarfra tekna á meðan.
- Skapa tækifæri til frekari vinnu
Rétt eins og árstíðabundin vinna getur veitt þér tækifæri til að prófa að vinna með tilteknum vinnuveitanda eða á ákveðnu sviði, þá gerir það þeim einnig kleift að prófa þig og sjá hvernig þú passar inn í vinnuumhverfi þeirra. Ef vinnuveitandi þinn kemst að því að þú ert sérstaklega vinnu- og áhugasamur eru góðar líkur á að þér verði boðið starf til langs tíma.
- Þróaðu fjölbreyttara og faglegra tengslanet
Við lok árstíðabundins ráðningarsamnings, jafnvel þó að þér sé ekki boðið fullt starf, muntu samt hafa unnið með heilum hóp nýrra aðila sem gætu hugsanlega tengt þig við framtíðarmöguleika.
- Ferðalög
Mikil árstíðabundin vinna er byggð á ferðaþjónustu, sem getur veitt þér tækifæri til að ferðast og starfa erlendis, sjá nýja staði og upplifa nýja menningu og fá borgað fyrir það í leiðinni!
- Verja tíma utandyra
Í eðli sínu er mikið af árstíðabundinni vinnu utandyra þar sem þetta er vinnan sem er mest háð árstíðum og veðri. Það eru margir kostir við að verja tíma útandyra, til dæmis getur það aukið ónæmiskerfið og haft jákvæð áhrif á andlega heilsu þína.
Við vonumst til þess að þessi ráð hvetji þig til að skoða árstíðabundin atvinnutækifæri sem henta starfsmarkmiðum þínum!
Í samstarfi við Eures, Vefgátt um flæði vinnuafls í Evrópu.
Nánari upplýsingar:
Finna EURES ráðgjafa
Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures-löndum
Vinnugagnagrunnur Eures
Þjónusta Eures fyrir vinnuveitendur
Viðburðadagatal Eures
Næstu viðburðir á Netinu
Eures á Facebook
Eures á Twitter
Eures á LinkedIn
Upplýsingar
- Útgáfudagsetning
- 12 Mars 2020
- Höfundar
- European Labour Authority | Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion
- Viðfangsefni
- Ábendingar og ráðUngmenni
- Geirinn
- Accomodation and food service activitiesActivities of extraterritorial organisations and bodiesActivities of households as employers, undifferentiated goods- and servicesAdministrative and support service activitiesAgriculture, forestry and fishingArts, entertainment and recreationConstructionEducationElectricity, gas, steam and air conditioning supplyFinancial and insurance activitiesHuman health and social work activitiesInformation and communicationManufacturingMining and quarryingOther service activitiesProfessional, scientific and technical activitiesPublic administration and defence; compulsory social securityReal estate activitiesTransportation and storageWater supply, sewerage, waste management and remediation activitiesWholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles