Skip to main content
European Commission logo
EURES
fréttaskýring2 Ágúst 2019European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion

7 merki þess að þú gætir verið frumkvöðull í hjarta þínu

Frumkvöðlar geta verið af hvaða stærð, aldri, kyni eða þjóðerni, en þeir farsælustu deila með sér ákveðnum einkennum. Í þessari grein, köfum við ofan í þessi einkenni og hjálpum þér að bera kennsl á hvort þú ert frumkvöðull í hjarta þínu.

7 signs that you could be an entrepreneur at heart
EURES

Þú hefur sýn

Það er auðvelt að líta til Steve Jobs eða Bill Gates og halda að það að vera frumkvöðull snúist um það að þéna milljónir og verða að stærsta vörumerki heims. Þótt það sé verðugt markmið, verður farsælt fyrirtæki að byrja með hugmynd. Frumkvöðlar eru færir í að koma auga á gloppu á markaðnum fyrir nýja vöru, bera kennsl á eftirspurn sem ekki hefur verið mætt eða að þróa nýja lausn á gömlum vanda.

Þú getur einbeitt þér að framtíðinni

Þótt samtíminn sé mikilvægur, munu frumkvöðlar ætíð hafa auga með framtíðinni. Þeir sjá fyrir áskoranir framundan, tækifæri og sveiflur til þess að tryggja að þeir haldi sér í fylkingarbroddi síns iðnaðar og geti með skjótum hætti brugðist við breyttum þörfum neytenda og viðskiptavina.

Þú tekur (meðvitaða) áhættu

Eitt orð getur skilið milli farsæls og misheppnaðs frumkvöðuls: Meðvituð. Frumkvöðlar taka áhættu á grundvelli vandvirkar umhugsunar eða áætlanagerðar, ekki á tilfinningu. Að stofna og stækka fyrirtæki krefst þess að taka ákveðna áhættu, en það er mikilvægt að gera greinarmun á því og gáleysi. Farsæll frumkvöðull veit hvenær hann á að taka áhættu, en líka hvenær skal forðast þær.

Þú ert sveigjanlegur

Hæfileikinn til þess að aðlagast breytingum er lífsnauðsynlegur til þess að ná árangri í viðskiptaheiminum. Markaðir eru óútreiknanlegir, sem og fólk, og ef frumkvöðull getur tekið ófyrirsjáanlegar aðstæður með í reikninginn og aðlagast þeim (í stað þess að streitast gegn þeim), mun það einungis hjálpa honum/henni að ná árangri.

Þú hefur samkennd

Þegar fólk hugsar um farsælan frumkvöðul, þá sjá þeir fyrir sér stundum óvægna persónu sem setur eigin markmið ofar tilfiningum annarra. Í rauninni er það sjaldan tilfellið. Það er mikilvægt að starfsfólk, viðskiptavinir og hluthafar finni að þeirra raddir skipti máli og á sé hlustað. Farsælustu fyrirtækjaeigendurnir eru þeir sem geta tekið skoðanir og tilfinningar allra sem hlut eiga að máli í fyrirtækinu, og komið skýrt til skila hvernig þeir vinni í átt að sameiginlegri sýn.

Þú ert sjálfhvetjandi

Að vera eiginn herra þýðir að hvetja sjálfan sig og að reiða sig ekki á aðra til þess. Frumkvöðlar hafa ekki framkvæmdastjóra til að fylgjast með framgangi þeirra, tryggi að þeir haldi sig við tímafresti eða lesi yfir þeim ef þeir koma seint á morgnana. Það er þeirra á ábyrgð að tryggja að allt gangi smurt fyrir sig og að verk séu afhent á tíma.

Lykillinn að því að halda áhugahvötinni er ástríða. Ef þú elskar hugmyndina, verðurðu því staðráðnari í að hún henni vegni vel.

Þú getur tekist á við mistök

Mistök eru óhjákvæmilegur hluti þess að koma á fót fyrirtæki og verða að frumkvöðli. Þeir sem geta sigrast á því, og beitt þeim lærdómi á reynslu framtíðarinnar, eru þeir sem vegna mun vel til lengri tíma. Í stað þess að líta á mistök sem neikvæða, sjá frumkvöðlar það sem tækifæri til bætingar.

Þarna hefurðu það: 7 merki þess að þú gætir verið frumkvöðull í hjarta þínu. Við vonum að þetta hjálpi þér að bera kennsl á frumkvöðulinn í þér!

Í samstarfi við Eures, Vefgátt um flæði vinnuafls í Evrópu.

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finndu Eures-starfsfólk

Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures-löndum

Vinnugagnagrunnur Eures

Þjónusta Eures fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal Eures

Næstu viðburðir á Netinu

Eures á Facebook

Eures á Twitter

Eures á LinkedIn

 

Viðfangsefni
Viðskipti /FrumkvöðlastarfÁbendingar og ráðUngmenni
Geirinn
Accomodation and food service activitiesActivities of extraterritorial organisations and bodiesActivities of households as employers, undifferentiated goods- and servicesAdministrative and support service activitiesAgriculture, forestry and fishingArts, entertainment and recreationConstructionEducationElectricity, gas, steam and air conditioning supplyFinancial and insurance activitiesHuman health and social work activitiesInformation and communicationManufacturingMining and quarryingOther service activitiesProfessional, scientific and technical activitiesPublic administration and defence; compulsory social securityReal estate activitiesTransportation and storageWater supply, sewerage, waste management and remediation activitiesWholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.