Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring22 Ágúst 2019European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion4 min read

Heimur vinnunnar er að þróast með 6 mismunandi hætti

Tæknilegar framfarir, vísindalegar uppgötvanir og breytingar á kröfum neytenda hafa umbreytt vinnumarkaðinum eins og hann er í dag. En hvað geymir framtíðin í skauti sínu fram til ársins 2022? Við kynntum okkur skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins, World Economic Forum frá 2018 um framtíð starfa til þess að komast að því.

6 ways the world of work is evolving
EURES

Tæknin mun knýja áfram vöxt í atvinnurekstri

Fjórir lykil tækniþættir -  há-hraða far-internet, gervigreind, greining stórgagna og skýtækni - fá nýja merkingu innan fárra ára og koma að gagni við að styrkja afkomu fyrirtækja. Félaghagfræðileg þróun eins og innlendur hagvöxtur og efling menntunar (sérstaklega í þróunarhagkerfum) munu skapa ný tækifæri fyrir atvinnufyrirtæki. Núverandi hreyfing í átt að grænu hagkerfi hefur einnig í för með sér framþróun í grænni tækni.

Fyrirtæki munu taka upp aukna tækni og á skemmri tíma

Líklegt er að yfir 80% fyrirtækja komi til með að vera búin að tileinka sér greiningu á notendum og greiningu stórgagna  2022. Hið sama á við um nýja tækni, og einhver hluti hinna stærri þróunarhneigða er m.a. aukin fjárfesting í vélrænu námi, viðbótarveruleika og sýndarveruleika.

Sjálfvirkni mun hafa í för með sér að einhver störf muni hverfa, en mun einnig skapa ný störf.

Uppgangur sjálfvirkni mun halda áfram á komandi árum, þar sem næstum 50% fyrirtækja gera ráð fyrir því að sjálfvirkni muni hafa í för með sér fækkun starfsliðs í fullu starfi. Samt sem áður þá búast næstum 40% við því að þurf að fjölga í starfsliði sínu gegnum ný stöðuhlutverksem efla framleiðni og meira en fjórðungur þeirra býst við því að sjálfvirkni muni hafa í för með sér sköpun algerlega nýrra tegunda starfa innan fyrirtækja þeirra.

Menn og vélar munu deila með sér vinnuálaginu

Eftir því sem tækni verður háþróaðri, þá mun notkun mismunandi tegunda véla á vinnustað einungis aukast. Þegar komið er fram á árið 2022, mun jöfnuður milli vinnustunda sem menn vinna og vinnustunda sem vélar vinna breytast úr 71% og 29%, annars vegar og yfir í 58% og 42% hins vegar. Svið þar sem búist er við því að þátttaka véla verði virkari eru m.a. á sviði ályktunarhæfni, ákvarðanatöku og stjórnsýslustarfa.

Ný hlutverk verða eftirsótt

Það kemur ekki á óvart að starfshlutverk eins og gagnagreinendur, hugbúnaðarhönnuðir, sérfræðingar á sviði netviðskipta, og sérfræðingar á sviði samfélagsmiðla er öllum spáð að þeir munu finna fyrir aukinni eftirspurn eftir þeirra kunnáttu í náinni framtíð. Samt sem áður þá mun einnig verða eftirspurn eftir starfshlutverkum sem byggja meira á hefðbundinni mjúkri færni (t.d. samskipti og samningaviðræður), þ.á.m. starfsmenn á sviði viðskiptamannaþjónustu, sölufulltrúar og markaðsfulltrúar. svo og sérfræðingar á sviði starfsþjálfunar og þróunar.

Að auki þá skapast nokkur ný starfshlutverk fyrir sérfræðinga sem svör við tæknilegum framförum eins og sérfræðingar á sviði gervigreindar og vélræns náms, hönnuða þjarkatækni og greinendur á sviði upplýsingaöryggis. Einnig er búist við því að græni iðnaðurinn sem verið er að þróa, og heilsugæslugeirinn komi til með að hafa í för með sér margháttuð nýlega sköpuð störf og að þeir sjá fyrir sér aukna þörf á vinnuafli.

Þörf er á nýrri fagkunnáttu

Það að ráða starfsmenn í öll þessi nýju starfshlutverk mun krefjast nýrrar fagkunnáttu. Þó að næsta kynslóð starfsmanna kunni að fá tækifæri til að læra slíka tækni meðan þeir gagna gegnum nám sitt, þá verður einnig þörf á endurfræðslu slíkrar kunnáttu (endurþjálfun starfsmanna á þeim sviðum sem nútíma atvinnulif krefst) og uppfærsla kunnáttu (kenna einhverjum viðbótar tækni) hjá núverandi starfsmönnum.. Í reyndinni er því spáð að árið 2022 muni 54% allra starfsmanna þurfa að ganga í gegnum verulega endurfræðslu á kunnáttu eða uppfærslu á kunnáttu. Þó svo hluti þessarar kunnáttu verði miðuð við ákveðna tækni, þá verður einnig aukin þörf á "mannlegri" kunnáttu eins og sköpun, frumleika, fortöluhæfni og samningaumleitanir.

Við vonum að grein þessi hafi veitt innsýn í framtíð heims vinnunnar. Þó svo því verði ekki neitað að tækni og vélar muni móta framtíð okkar þá er klárlega ennþá rúm fyrir hefðbundnari "mannlega" þekkingu eftir því sem við færumst nær inn í 21. öldina sem skapar gnótt tækifæra fyrir jafnt starfsmenn osem fyrirtæki.

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finna EURES-starfsfólk

Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures-löndum

Vinnugagnagrunnur Eures

Þjónusta Eures fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal Eures

Næstu viðburðir á Netinu

Eures á Facebook

Eures á Twitter

Eures á LinkedIn

Upplýsingar

Viðfangsefni
  • Viðskipti /Frumkvöðlastarf
  • Ytri EURES fréttir
  • Vinnumarkaðsfréttir/hreyfanleikafréttir
  • Fréttir/skýrslur/tölfræði
  • Nýliðunarstraumar
  • Samfélagsmiðlar
  • Ungmenni
Tengdir hlutar
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.