Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring5 Júlí 2019European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion3 min read

6 ábendingar fyrir nám erlendis í Evrópu

Fjöldi tækifæra við allra hæfi eru í boði til að stunda nám erlendis í Evrópu. Að fara erlendis getur verið ógnvekjandi, en þú getur lært svo mikið af reynslunni. Hér eru nokkrar ábendingar um hvernig þú getur náð sem bestum árangri í námi erlendis.

6 tips for studying abroad in Europe
Shutterstock

Skipuleggðu námskeiðavalið þitt fyrirfram

Ef mögulegt er, skaltu skipuleggja hvaða námskeið og einingar þú ætlar að taka áður en þú ferðast til háskólans sem þú valdir. Ef þú ætlar að taka þátt í nemendaskiptum getur stjórnsýsluferlið verið frábrugðið því sem tíðkast í stofnuninni heima, svo það gæti tekið nokkurn tíma að skilja hvernig hlutirnir virka. Ef þú hefur framkvæmdaáætlun tilbúna áður en þú ferð erlendis, getur þú komið í veg fyrir óþarfa streitu á fyrstu dögum námsins sem eru nógu krefjandi fyrir.

Spurðu spurninga

Frábær leið til að búa sig undir nám erlendis er að spyrja fólk sem hefur farið í sama nám út í reynslu þeirra. Þannig getur þú fengið ómetanlegar upplýsingar, til dæmis um námskeið eða einingar sem eru í boði, hagnýtar upplýsingar um gistingu eða tillögur um staði sem þú ættir að heimsækja. Þú gætir líka haft samband við aðra sem hyggja á sama nám í gegnum síður og hópa á samfélagsmiðlum, þar sem þið getið deilt upplýsingum.

Hittu heimamenn

Ef þú vilt bæta tungumálahæfileika þína, er best að tala við þá sem hafa tungumálið að móðurmáli. Til dæmis getur þú hitt nýtt fólk með því að tengist hópum og samfélögum sem byggðir eru á áhugamálum þínum eða sækja tungumálaskipti á kaffihúsi. Með því að kynnast heimamönnum gætirðu líka verið svo heppin/n að deila með þeim upplifunum, til dæmis af menningarhátíðum og staðbundnum viðburðum, og myndað þannig langvarandi tengsl við námsstaðinn.

Sökktu þér á kaf

Í stað þess að halda þig við það sem þú þekkir, skaltu reyna að sökkva þér niður í menningu námslandsins. Prófaðu staðbundna matargerð og kynntu þér sögu og menningu staðarins. Þetta gerir upplifun þína af náminu erlendis ríkari og getur veitt þér mikilvægt samhengi við tungumálið sem þú ert að læra. Fáðu sem mest út úr frítíma þínum með því að heimsækja nærliggjandi borgir, kennileiti, sögulega staði, svæði með mikla náttúrufegurð, söfn og aðrar menningarmiðstöðvar svo sem leikhús, tónleikasali og listasöfn.

Lærðu eitthvað nýtt

Ef þú talar ekki tungumálið í námslandinu, af hverju ekki að skrá þig á byrjendanámskeið? Þú gætir líka haft áhuga á því að byrja að stunda nýja íþrótt eða áhugamál á meðan þú dvelur erlendis. Hugsanlega er einhver starfsemi í boði sem þú hefur ekki tækifæri til að prófa heima. Af hverju ekki að prófa eina slíka?

Ekki gleyma að læra!

Þrátt fyrir að þú viljir gera sem mest á meðan þú býrð erlendis, þarftu samt sem áður að standast námskeiðin þín. Taktu frá ákveðinn tíma á hverjum degi til að læra og ekki verða værukær. Ef þú ert að læra tungumálið, skaltu nýta þér umhverfið og gríptu öll tækifæri sem gefast til að æfa þig. Af hverju ekki að taka frá smá tíma á hverjum degi til að einbeita þér að því að skerpa á tiltekinni kunnáttu?

Við vonum að þessar ráðleggingar hjálpi til við að gera námið erlendis að frábærri upplifun! Skoðaðu tengdar greinar okkar um ástæður þess að þú ættir að þora að vinna erlendis og hvernig það að búa erlendis getur aukið sjálfsmeðvitund þína.

Í samstarfi við EURES, Vefgátt um flæði vinnuafls í Evrópu.

 

Tengdir hlekkir:

Fimm ástæður fyrir því að þora að vinna erlendis

Getur það að búa erlendis aukið sjálfsmeðvitund þína?

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finndu EURES-starfsfólk

Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures-löndum

Vinnugagnagrunnur Eures

Þjónusta Eures fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal Eures

Næstu viðburðir á Netinu

Eures á Facebook

Eures á Twitter

Eures á LinkedIn

Viðfangsefni
  • Ábendingar og ráð
  • Ungmenni
Tengdir hlutar
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.